Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Norræn Sakamál 2006
Norræn Sakamál 2006
Norræn Sakamál 2006
Ebook318 pages4 hours

Norræn Sakamál 2006

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Hér kemur fyrir sjónir lesenda sjötti árgangur og þar með sjötta bókin með norrænum sakamálum. Í þessari bók eru fimm íslenskar frásagnir sem ég held að séu áhugaverðar og þess virði að gefa sér tíma til að lesa þær. Þessar frásagnir eru ólíkar bæði í efni og framsetningu. Hér er frásögn af stóru fíkniefnamáli, sem ekki er aðeins sérstakt vegna þess mikla magns af fíkniefnum sem er fjallað um að hafi verið flutt inn til Íslands, heldur einnig af því að þetta mál var árangur af sérstöku samstarfi íslenskra og þýskra lögregluyfirvalda sem bar svo góðan árangur. Þá er frásögn af manndrápsmáli og rannsókn þess lýst af tæknideildarmönnum í Reykjavík sem segja frá því hvernig sannleikurinn birtist þeim í blóðinu á vettvangi. Í þessari bók eru einnig frásagnir af tveimur öðrum manndrápsmálum sem hvort um sig er sérstakt, bæði vegna þess hvernig verknaðirnir eru framdir og einnig vegna þeirra aðila sem málin fjalla um. Annað þeirra lýsir því hvernig trúarbrögð og siðir, sem okkur eru fjarlæg, geta haft ótrúlega mikil áhrif á líf nútímafólks á Íslandi. Síðast en alls ekki síst er frásögn af máli um umhverfisbrot, en það varð fyrsta málið á sínu sviði, sem endaði með áfellisdómi. Þetta er skemmtileg og hlýleg frásögn sem mun falla öllum unnendum íslenskra náttúru vel í geð.Það er ekki síður áhugavert að lesa frásagnirnar frá hinum Norðurlöndunum. Þær fjalla um margvísleg efni og engin þeirra er annarri lík. Margar þeirra eru svo sérstakar að lesandinn hlýtur að hugsa með sér hvernig þetta geti eiginlega gerst. Það er líka mjög athyglisvert og fróðlegt að lesa um erfiðleika lögreglumannanna og þrautseigju þeirra við að leysa þessi mál þótt það hafi í sumum tilfellum tekið fleiri ár.Ég er viss um að lesendur hafa ánægju af að kynnast þessum málum og þeir verða einnig á margan hátt fróðari eftir lestur þeirra.Njótið vel!-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateSep 28, 2020
ISBN9788726512083
Norræn Sakamál 2006

Read more from Forfattere Diverse

Related to Norræn Sakamál 2006

Related ebooks

Reviews for Norræn Sakamál 2006

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Norræn Sakamál 2006 - Forfattere Diverse

    Norræn Sakamál 2006

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2006, 2020 Ýmsir höfundar and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726512083

    1. e-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    Formáli

    Hér kemur fyrir sjónir lesenda sjötti árgangur og þar með sjötta bókin með norrænum sakamálum. Í þessari bók eru fimm íslenskar frásagnir sem ég held að séu áhugaverðar og þess virði að gefa sér tíma til að lesa þær. Þessar frásagnir eru ólíkar bæði í efni og framsetningu. Hér er frásögn af stóru fíkniefnamáli, sem ekki er aðeins sérstakt vegna þess mikla magns af fíkniefnum sem er fjallað um að hafi verið flutt inn til Íslands, heldur einnig af því að þetta mál var árangur af sérstöku samstarfi íslenskra og þýskra lögregluyfirvalda sem bar svo góðan árangur. Þá er frásögn af manndrápsmáli og rannsókn þess lýst af tæknideildarmönnum í Reykjavík sem segja frá því hvernig sannleikurinn birtist þeim í blóðinu á vettvangi. Í þessari bók eru einnig frásagnir af tveimur öðrum manndrápsmálum sem hvort um sig er sérstakt, bæði vegna þess hvernig verknaðirnir eru framdir og einnig vegna þeirra aðila sem málin fjalla um. Annað þeirra lýsir því hvernig trúarbrögð og siðir, sem okkur eru fjarlæg, geta haft ótrúlega mikil áhrif á líf nútímafólks á Íslandi. Síðast en alls ekki síst er frásögn af máli um umhverfisbrot, en það varð fyrsta málið á sínu sviði, sem endaði með áfellisdómi. Þetta er skemmtileg og hlýleg frásögn sem mun falla öllum unnendum íslenskra náttúru vel í geð.

    Það er ekki síður áhugavert að lesa frásagnirnar frá hinum Norðurlöndunum. Þær fjalla um margvísleg efni og engin þeirra er annarri lík. Margar þeirra eru svo sérstakar að lesandinn hlýtur að hugsa með sér hvernig þetta geti eiginlega gerst. Það er líka mjög athyglisvert og fróðlegt að lesa um erfiðleika lögreglumannanna og þrautseigju þeirra við að leysa þessi mál þótt það hafi í sumum tilfellum tekið fleiri ár.

    Ég er viss um að lesendur hafa ánægju af að kynnast þessum málum og þeir verða einnig á margan hátt fróðari eftir lestur þeirra.

    Njótið vel!

    Guðmundur Gígja, ritstjóri.

    Sannleikurinn í blóði

    – Manndráp í Reykjavík

    Eftir Ómar Þ. Pálmason og Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumenn í tæknideild lögreglunnar í Reykjavík.

    Þriðjudagurinn 6. júlí 2004 byrjaði eins og hver annar dagur í tæknideildinni. Starfsmenn hittust yfir kaffibolla og ræddu um verkefni síðustu helgar og ýmsar rannsóknir þeim tengdar. Árið hafði verið annasamt fram að þessu en þetta yrði líklegast bara viðráðanlegt sumar, ekki endalausir staflar af skýrslum, verkbeiðnum og rannsóknargögnum. Engan okkar grunaði að eftir hádegi þennan sama dag yrði komin upp önnur staða og við flestir uppteknir við rannsóknir og skýrslugerð næstu tvo mánuðina. Tæknideild LR starfar á landsvísu og megum við búast við því að geta verið ræstir út hvert á land sem er og á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Vont en það venst, eins og segir einhvers staðar. Við vorum grunlausir um að tveimur sólarhringum áður, aðfaranótt sunnudagsins 4. júlí, hafði rúmlega þrítug kona verið myrt á hrottafenginn hátt, skammt frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu.

    Rannsókn á mannshvarfi

    Í hádeginu barst deildinni rannsóknarbeiðni frá lögreglufulltrúa ofbeldisbrotadeildar. Óskað var eftir tveimur tæknideildarmönnum að húsi skammt frá til að skoða jeppabifreið og herbergi í íbúð í leit að hugsanlegum lífsýnum og öðrum gögnum. Aðstandendur konu, sem hér verður nefnd Duan, höfðu haft samband við lögregluna og sögðu hana horfna og að þau hefðu ástæðu til að ætla að hún gæti verið í lífshættu. Ekkert hafði spurst til Duan eftir aðfaranótt sunnudagsins 4. júlí. Árangurslaust höfðu aðstandendur reynt að hafa upp á henni en ekki hafði tekist að ná símasambandi við hana og hún ekkert látið vita af ferðum sínum.

    Duan hafði verið í sambandi við íslenskan karlmann sem við köllum Magnús og áttu þau eitt barn saman. Aðstandendur Duan sögðu sambúðina hafa gengið brösuglega og að Magnús bæri kala til Duan og hefði haft í hótunum við hana. Búið var að finna fólksbifreið hennar við heimili Magnúsar þar sem síðast var vitað um ferðir hennar.

    Við fórum tveir frá deildinni að heimili Magnúsar og hittum þar fyrir tvo rannsóknarlögreglumenn frá ofbeldisbrotadeildinni. Með þeim var hávaxinn karlmaður, rúmlega fertugur, fyrrnefndur Magnús. Rannsóknarlögreglumennirnir úr ofbeldisbrotadeildinni vísuðu okkur á stóra jeppabifreið sem stóð í stæði við gangstéttina að húsinu. Þeir sögðu okkur að Magnús, leitarþoli, væri búinn að gefa samþykki sitt fyrir leit í bifreiðinni. Magnús stóð á gangstéttinni og sagði fátt. Af svipbrigðum hans og látbragði virtist hann vera hugsi og nokkuð rólegur yfir þessari innrás í einkalíf sitt. Hann reykti ákaft, virtist forðast augnsamband við okkur og var ekki sérlega ræðinn. Viðbrögð fólks við nærveru lögreglunnar eru misjöfn en hjá okkur stóð maður grunaður um aðild að mannshvarfi og hjá honum fjórir rannsóknarlögreglumenn. Honum virtist standa á sama.

    Blóðblettir í jeppabifreiðinni

    Við hófum skoðun á jeppabifreiðinni með því að opna afturhlerann. Veittum við strax athygli dökkleitum bletti á hlið sessu hægra megin sem og fleiri sams konar blettum á lausum höfuðpúða. Blettirnir voru prófaðir með Hemidentblóðprófi sem gaf jákvæða svörun um að um blóð væri að ræða.

    Fleiri blettir fundust við skoðunina, í gólfteppi í farangursrými og á golfkerru og öðrum munum. Rannsóknarlögreglumennirnir frá ofbeldisbrotadeild spurðu Magnús út í tilkomu blettanna en hann svaraði þeim ekki í fyrstu heldur kveikti sér í vindlingi og muldraði síðan að þetta væri líklegast blóð úr fiski sem hann hefði nýlega veitt. Að lokinni sýnatöku af blóðblettunum sögðum við að bifreiðina þyrfti að skoða nánar og ítarlegar og að færa þyrfti hana af vettvangi. Rannsókninni á bifreiðinni var því frestað og beðið var um kranabifreið.

    Magnús stóð hjá álengdar og sem fyrr sýndi hann engin viðbrögð við uppgötvun okkar. Hjá okkur félögunum var óþægileg tilfinning farin að gera vart um sig. Við litum hvor á annan og lásum úr svipbrigðunum að þessi mannshvarfsrannsókn gæti snúist upp í annað og verra: Morðrannsókn.

    Við sannfærðumst enn frekar þegar inn í herbergi Magnúsar var komið og við sáum gögnin sem blöstu við þar.

    Blóðslettur í herberginu

    Herbergi Magnúsar var í norðurenda íbúðarinnar. Fataskápur var strax á vinstri hönd og gegnt honum stórt rúm. Fast við austurvegginn stóðu skrifborð og stóll, þá lítið borð og hillur. Tveir stórir hátalarar voru í herberginu, annar fast við vesturvegginn en hinn við suðurvegginn. Herbergið var um tólf fermetrar að stærð.

    Margir stórir, rauðleitir blettir voru sjáanlegir ofan á öðru hátalaraboxinu, því sem var gegnt rúminu. Á annarri hlið þess, sem vísaði í suður, voru sams konar blettir. Boxið, sem mældist vera um 100 sm á hæð og 30 sm að breidd, var alþakið rauðleitum blettum. Við tókum sýni af blettunum að ofan og af hliðinni. Öll sýnin gáfu jákvæða svörun sem blóð. Magnið af blóðblettum á hátalaraboxinu var mikið og ljóst að einhver hafði orðið fyrir barsmíðum inni í herberginu, nálægt hátalaraboxinu. Við nánari skoðun á parketlögðu gólfi herbergisins, veggjum, hurð og lofti, komu rauðleitir blettir í ljós. Okkur varð ljóst að einhvers konar átök, barsmíðar, hefðu átt sér stað í herberginu og að þar hefði einhver hlotið áverka sem blætt hefði mikið úr. Við lögðum til við hina rannsóknarlögreglumennina að vettvangurinn yrði innsiglaður þar sem hann þyrfti lengri og nákvæmrar rannsóknar við.

    Magnúsi var tilkynnt að hann yrði færður á lögreglustöðina til frekari skýrslutöku vegna þeirra ummerkja sem fundist höfðu í bifreið hans og í herbergi. Vegna þess hve alvarlegt málið væri yrði verjandi tilnefndur honum til handa. Magnús kinkaði bara kolli og kveikti sér á ný í vindlingi. Augnaráð hans var orðið fjarrænt. Hugur hans var annars staðar.

    Hvað var í pokanum?

    Í deildinni sögðum við yfirmanni okkar og félögum frá blóðinu í bifreiðinni og í herberginu. Magnús hafði verið færður til yfirheyrslu og að henni lokinni var hann formlega handtekinn, grunaður um aðild að hvarfi Duan. Í ofbeldisbrotadeildinni var allur tiltækur mannskapur kominn í vinnu við vitnaleit og var í sambandi við aðstandendur Duan. Hjá okkur skiptum við með okkur verkefnum. Ákveðið var að einn okkar myndi rannsaka bifreið Magnúsar betur ásamt öðrum úr deildinni en aðrir tveir gera blóðferlagreiningu á herbergi Magnúsar. Sérfræðingur deildarinnar á líftæknisviði ætlaði að sjá um að útvega lífsýni úr Duan hjá hennar nánustu og ljóst var að framkvæma þyrfti réttarlæknisfræðilega líkamsskoðun á grunaða, Magnúsi.

    Óskað var eftir dómsúrskurði vegna rannsóknarinnar á íbúð Magnúsar svo að hægt yrði að rannsaka þann vettvang betur. Magnús hafði neitað að tjá sig við skýrslutökuna og ljóst var að það stefndi í gæsluvarðhaldskröfu gegn honum.

    Á þessum tímapunkti töldum við að málið væri orðið að manndrápsrannsókn. Blóðið í bifreiðinni og allar blóðsletturnar í herbergi Magnúsar sem og framkoma hans bentu til þess. Áhyggjur aðstandenda virtust vera á rökum reistar. Eitthvað hafði komið fyrir Duan. Við Ómar vorum að undirbúa okkur til að rannsaka herbergi Magnúsar að nýju þegar við fengum fregnir af því að sjónarvottur hefði gefið sig fram og sagt frá því að hann hafi séð Magnús koma út úr húsinu með stóran poka í fanginu og taldi sjónarvotturinn sig hafa séð móta fyrir fótlegg. Sjónarvotturinn taldi í fyrstu að um missýningu hefði verið að ræða og ákvað að gera ekkert í málinu fyrr en hann sá lögreglubifreiðar og rannsóknarlögreglumenn fyrir utan húsið. Sjónarvotturinn sagði Magnús hafa rogast með pokann í áttina að jeppabifreiðinni en gangandi vegfarandi hafi átt leið þar hjá og hafi Magnús þá snúið inn í garðinn og lagt pokann frá sér. Þegar vegfarandinn var farinn fram hjá hafi Magnús sett pokann í farangursrými jeppabifreiðarinnar.

    Við ákváðum, íljósiframburðarsjónarvottarins, aðbyrja vettvangsrannsóknina í garðinum framan við hús Magnúsar, en Ómar var búinn að vinna að rannsóknum á blóði utan húss, m.a. í jarðvegi, ásamt Þóru Steffensen, réttarmeinafræðingi, í nokkurn tíma og hafði góða reynslu í notkun Luminols-efnisins sem er þeim eiginleikum gætt að ef efnið kemst í snertingu við blóð gefur það frá sér blágræna ljómun.

    Við reistum tjald yfir þeim stað þar sem sjónarvotturinn taldi sig hafa séð Magnús með pokann og eftir að hafa spreyjað Luminoli yfir grasið að hluta kom blóðsvörun í ljós. Þar skammt frá í moldarbeði mátti greina skófar en síðar, inni í íbúð Magnúsar, fundum við íþróttaskó með sams konar munstri og í sömu stærð og farið í moldarbeðinu. Allt benti því til að frásögn sjónarvottsins væri rétt. Spurning okkar var bara þessi: Hvað var Magnús með í pokanum? Hverjum hafði blætt svona mikið? Hvar var Duan?

    Blóðferlagreiningin

    Við skoðuðum herbergi Magnúsar með öllum tiltækum tæknibúnaði sem deildin hefur yfir að ráða, m.a. með öflugum fjölbylgjuljósgjafa og Luminolefnablöndu. Okkur setti hljóða. Sönnunargögnin bókstaflega æptu á okkur. Blóðslettur voru nú alls staðar sjáanlegar í suðvesturendanum í herbergi Magnúsar. Sá endi herbergisins nánast lýstist upp þegar við spreyjuðum Luminoli á gólfið, veggina og loftið. Fjölbylgjuljósgjafinn sýndi að reynt hafði verið að þrífa blóðslettur úr loftinu og af innanverðri herbergishurðinni, sem og af öðrum munum, en því lengur sem við vorum inni því meira blóð fundum við. Á ganginum fyrir framan herbergi Magnúsar, í eldhúsinu og á baðherberginu, fundum við ummerki eftir blóð sem þrifið hafði verið.

    Klukkan var að ganga ellefu um kvöldið þegar við hættum störfum þann daginn. Nú var enginn efi lengur í hugum okkar um hvað Magnús hefði verið með í pokanum. Álagið var líka farið að segja til sín. Fjölmiðlafólk hafði lagt leið sína að húsinu og símarnir okkar stoppuðu ekki. Yfirmenn að huga að gangi rannsóknarinnar, við að hringja hver í annan, sækja fleiri sýni, meiri búnað o.s.frv. Við vissum að aðrir rannsakarar og aðstandendur treystu á vinnu okkar.

    Ljóst var að flýta þyrfti blóðsýnum erlendis í DNA-rannsókn og sá B.S., sérfræðingur deildarinnar, um þann þátt. Við vissum að miðað við vitnisburð sjónarvottsins og fundar okkar á blóðslettum í herberginu, bifreiðinni og annars staðar, færi Magnús í gæsluvarðhald. Spurning okkar var aðeins sú hvort hann myndi segja sömu sögu og blóðferlarnir í herberginu hans!

    Næstu dagar hjá okkur í deildinni fóru í frekari vettvangsvinnu og rannsóknir. Aðrir rannsóknarlögreglumenn sáu um skýrslutökur af grunaða og vitnaleit sem og enn aðrir um leitina að Duan.

    Við einbeittum okkur að blóðferlagreiningu á þeim ummerkjum sem við höfðum fundið á gólfi og suðurvegg í herbergi Magnúsar. Tugir blóðdropa voru mældir og stefna þeirra í gráðum reiknuð til að finna út áfallshorn hvers blóðdropa. Blóðferlar (slettur), sem fundust í herberginu, voru einkennandi fyrir svonefnd miðlungshröð högg, það er að segja að krafturinn, sem hefur slett eða kastað blóðinu á fletina, hefur verið á bilinu 5 til 25 fet á sekúndu. Blóðdroparnir voru að meðaltali 1–4 mm í þvermál. Til að framkalla slík ummerki þarf að beita einhvers konar barefli af afli. Svona ummerki koma ekki fram við hnefahögg.

    Við reiknuðum, mældum, ljósmynduðum, tókum sýni og að átta dögum liðnum var greiningin tilbúin. Magnús var þögull sem gröfin og ekki samstarfsfús. Við áttum eftir að koma honum dálítið á óvart með uppgötvun okkar.

    Sannleikurinn í blóði

    Vettvangurinn hafði talað eftir blóðferlagreininguna. Ummerki um átök inni og að manneskju hafði blætt þar voru augljós. Manneskju höfðu verið veittir áverkar með einhvers konar barefli milli rúmsins og suðurgaflsins. Atlögurnar höfðu a.m.k. verið fjórar og fórnarlambið legið í gólfinu þegar þrjár atlögur voru gerðar. Afli hafði verið beitt við atlögurnar. Reynt hafði verið að afmá ummerki á vettvangi. Blóðferlar í lofti og í norðvesturenda herbergisins sýndu blóð sem hafði kastast af bareflinu eftir höggin.

    Rannsókn á skrifborðsstól í herberginu staðfesti einnig greininguna en á stólfótunum voru ótalmargir litlir blóðblettir sem sagði að fórnarlambið hefði legið þegar höggin dundu á því.

    Magnús gerði sjálfum sér og öðrum erfitt fyrir með því að neita öllu þótt öll gögn tengdu hann við ofbeldisverknaðinn og hvarf Duan. Hann reyndist ósamstarfsfús fram til mánaðamóta júlí og ágúst. DNA-kennslagreining var búin að sýna að blóðið úr bifreiðinni og í herbergi hans væri úr Duan. Magnús hefur sjálfsagt átt í innri baráttu þennan tíma í gæsluvarðhaldinu, en 28. júlí ákvað hann að játa að hafa orðið Duan að bana í herberginu í Stórholti, eftir að hafa fengið að tjá sig um erfiðleika sína í samskiptum við Duan þann tíma sem þau höfðu verið saman. Morðvopnið sagði hann hafa verið kúbein. Eftir rifrildi þeirra hefði hann gripið til kúbeinsins og slegið Duan í hnakkann. Þá hefði hann lamið hana nokkrum sinnum þar sem hún lá á gólfinu. Magnús sagði sér hafa brugðið við allt blóðið og hefði hann reynt að stöðva blæðingarnar með því að vefja belti af slopp utan um háls hennar þrisvar sinnum og að lokum sett handklæði yfir höfuðið.

    Játning en ekkert lík

    Magnús var búinn að játa að hafa orðið Duan að bana en af einhverjum ástæðum tók hann nú upp á því að segja ósatt um hvað hann hefði gert við líkið. Ef til vill var þetta síðasta útspilið hans. Hann hafði fangað athygli okkar og vissi af því. Við vissum að líkið hafði verið fært í jeppabifreiðina þar sem blóð hafði fundist í bifreiðinni og sjónarvottur hafði séð Magnús bera stóran poka í farangursrýmið. Spurningin var því: Hvað hafði Magnús gert við líkið? Hvert flutti hann það?

    Magnús sagðist hafa ekið með líkið í jeppabifreiðinni, sem var mikið breytt og á 38 dekkjum, upp á Kjalarnes og varpað líkinu fyrir björg. Magnús sagði líkið hafa verið í stórum bréfburðarpoka og að hann hefði þyngt pokann með grjóthnullungum. Jeppabifreið Magnúsar var mæld hvað breidd og lengd varðaði og tveir vettvangsrannsakarar úr tæknideildinni fóru upp á Kjalarnes til að kanna hvort frásögn Magnúsar væri rétt. Magnús var færður á vettvang og hann beðinn um að sýna hvert hann hefði ekið og hvernig hann hefði borið sig að. Félagar okkar á vettvangi sáu fljótlega að frásögn Magnúsar af atvikum gæti engan veginn staðist þar sem engin ummerki eftir svo stóra og þunga bifreið var að finna þar, auk þess var hvergi að sjá að grjót hefði verið tekið til að þyngja pokann. Magnúsi var tjáð að þessi útgáfa hans af málsatvikum stæðist ekki en eina svar hans var: „Jæja. Ekki var tekið mark á áliti okkar manna og kafarar ræstir út til leitar við ströndina. Sú leit kostaði mikla fyrirhöfn og tíma en skilaði engu. Tæpri viku síðar sagðist Magnús vera reiðubúinn að vísa á staðinn þar sem hann hefði komið líkinu fyrir.

    Vísað á líkið

    Líki Duan hafði verið komið fyrir í hraungjótu suðvestan við Straumsvík. Menn frá deildinni fóru á vettvang ásamt Þóru Steffensen, réttarmeinafræðingi. Við gjótuna lá jeppaslóð og voru ummerki þar eftir belgmikla hjólbarða. Einnig mátti sjá að búið var að raska jarðveginum umhverfis gjótuna, þ.e. taka upp mosa og grjót. Á botni gjótunnar mátti sjá grjóthnullunga en eftir að þeir höfðu verið fjarlægðir kom drapplitaður poki í ljós og í honum mátti greina mannslíkama.

    Í gjótunni voru einnig fatnaður hinnar látnu og munir úr herbergi Magnúsar sem og kúbein. Flestir munirnir voru blóðugir. Við krufningu á líki Duan komu í ljós ummerki eftir kyrkingu á hálsi látnu og fjögur höggsár á höfði eftir áhald á borð við kúbein. Sárin voru djúp og höfðu verið veitt af afli.

    Dómur hæstaréttar

    Fimmtudaginn 29. september 2005 tók Hæstiréttur Íslands fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 18. mars 2005, þar sem Magnús hafði verið ákærður fyrir manndráp og verið dæmdur í 16 ára fangelsi. Í dóminum voru málsatvik rakin og getið niðurstöðu rannsókna lögreglunnar. Skemmst er frá því að segja að blóðferlagreining tæknideildar í herbergi Magnúsar studdi játningu hans og sannaði að hann sló Duan a.m.k. fjórum sinnum í höfuðið með kúbeini.

    Í dóminum kom einnig fram að Magnús hefði reynt að afmá öll ummerki á vettvangi, meðferð hans á líki Duan hefði verið smánarleg og hann hefði einsett sér að vera lögreglunni erfiður viðureignar á meðan rannsókn málsins stóð og svo virtist sem hann væri ekki mjög sakbitinn eftir verkið.

    Dómsorðið var á þá leið að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur stæði óbreyttur, það er 16 ára fangelsi fyrir manndráp.

    Lokaorð

    Rannsókn þessi var krefjandi á margan hátt, ekki síst í ljósi þess að frá fyrsta degi reyndist grunaði ósamstarfsfús og kaus að gera sjálfum sér og öllum öðrum erfitt fyrir. Sjö starfsmenn tæknideildarinnar unnu að rannsókninni með einum eða öðrum hætti. Skýrslur og rannsóknargögn voru nokkuð hundruð blaðsíður og yfir 600 ljósmyndir teknar. Þess ber að geta að meðfram þessari rannsókn sinntum við útköllum á bakvöktum. Sumarið 2004 verður okkur því minnistætt fyrir tvennt. Að hafa svo gott sem átt heima í starfsstöð okkar á lögreglustöðinni og hve rækilega blóðferlagreiningin sannaði notagildi sitt í ofbeldisrannsóknum. Vettvangurinn var lesinn og blóðið sagði sannleikann um það sem hafði gerst á heimili Magnúsar.

    Engihjallamálið

    Eftir Harald Haraldsson, rannsóknarlögreglumann í Kópavogi.

    Að morgni dags fannst lík stúlku liggjandi á stétt utan við íbúðarblokk í Kópavogi. Í fljótu bragði gátu menn haldið að hún hefði framið sjálfsmorð með því að stökkva fram af svölum. Brátt kom þó ýmislegt í ljós sem benti til annars en það reyndist þrautin þyngri að sanna hvað þarna hafði gerst.

    Upphaf málsins. Tilkynning um mannslát

    Að morgni laugardagsins 27. maí 2000, klukkan 09.27, var lögreglunni í Kópavogi tilkynnt um dauðsfall utandyra við fjölbýlishús í Engihjalla í austurhluta bæjarins og kom tilkynningin frá íbúa í húsinu.

    Lögregla og sjúkralið komu á staðinn skömmu eftir að tilkynningin barst. Í ljós kom að á steyptri stétt, sem liggur upp að bakdyrainngangi hússins, lá líkami ungrar konu. Við athugun reyndist konan vera látin. Hún lá á bakinu, en þó meira á vinstri öxl, nokkurn veginn þvert á gangveginn bakdyramegin. Líkami konunnar virtist vera talsvert illa farinn og virtust fætur vera brotnir og gengnir saman um lærleggi. Talsvert blóð hafði lekið undan líkama konunnar og engrar stirðnunar var farið að gæta. Hin látna var klædd í flíspeysu að ofanverðu en að neðan í smekkbuxur úr gallaefni. Buxurnar voru girtar niður fyrir hné og lágu þær um ökkla. Virtist sem konan hefði látist þarna á staðnum.

    Á fjölbýlishúsinu, ofan við innganginn bakdyramegin, þar sem hin látna fannst, voru svalir sem ætla mátti að konan hefði fallið niður af en ekki var vitað af hvaða hæð né hvernig það gerðist.

    Rannsókn á vettvangi

    Fjölbýlishúsið, sem um ræðir, er 11 hæða og stendur sunnan götunnar en gengið er inn í það að norðanverðu. Fyrst er komið inn í forstofu og eru þar dyrasímar og póstkassar fyrir íbúðir hússins. Þaðan er gengið inn í stigahúsið en dyrnar að því eru læstar og þarf því annaðhvort lykil til að komast þangað inn eða að einhver opni fyrir viðkomandi um dyrasíma. Strax og komið er inn í stigahúsið blasir við aðallyfta hússins. Þá tekur við gangur á báðar hendur. Ef gengið er áfram inn ganginn til hægri og þar fyrir horn er komið að annarri minni lyftu. Hægt er að fara með lyftunum upp á 10. hæð hússins en síðan eru tröppur upp á 11. hæð þar sem lyftuhúsið er. Á hverri hæð hússins eru litlar svalir sem hægt er að ganga út á. Svalirnar snúa í suðurátt og eru fyrir ofan stéttina þar sem hin látna fannst. Af öllum þessum svölum er síðan hægt að fara í brunastiga hússins sem liggur neðan úr kjallara og upp á 10. hæð.

    Lögreglumennirnir, sem komu fyrstir á vettvang, kölluðu sér til aðstoðar starfsmenn tæknideildar lögreglu, rannsóknarlögreglumenn og prófessor í réttarlæknisfræði. Talið var að konan hefði látist innan við eina klukkustund frá því að hún fannst. Við vettvangsrannsókn kom í ljós að lítið, svart kvenveski lá á stigapalli brunastiga á 10. hæð hússins og við athugun kom í ljós að það var eign konunnar sem hér eftir verður kölluð Birna. Hún reyndist vera um tvítugt. Önnur ummerki um mannaferðir voru á stigapallinum svo sem fótspor. Við mælingu gólfflatar svala reyndust þær vera 155 cm sinnum 150 cm að stærð og voru veggir á þrjá vegu. Frá gólfi svalanna var um það bil 50 cm hár steinsteyptur veggur og um 15 cm fyrir ofan þennan vegg var 53 cm hátt járnhandrið þannig að frá gólfi svalanna í efri brún handriðsins voru um 120 cm. Í beina línu niður frá efri brún handriðsins á svölunum á 10. hæð og niður þangað sem Birna fannst voru 26 metrar.

    Tveir íbúar hússins gáfu sig fram við lögreglu á vettvangi og var annar þeirra tilkynnandi. Hann kvaðst hafa verið að athuga hvort að dagblaðið væri komið þegar hann veitti því athygli að kona lá á stéttinni fyrir utan bakdyrnar og virtist hún látin. Hann hefði síðan ásamt íbúanum, sem beið með honum, breitt yfir konuna.

    Grunur fellur á Jóhann

    Lögregla ræddi við íbúa í húsinu, þar á meðal hjón sem greindu frá því að hálfbróðir konunnar hefði komið til þeirra um morguninn. Konan sagði hálfbróður sinn, sem hér eftir verður nefndur Jóhann, hafa hringt dyrabjöllu hjá henni um kl. 8.40 um morguninn og óskað eftir að fá gistingu fyrir sig og vinkonu sína. Hún hefði synjað því og hann þá farið á brott. Jóhann hefði síðan hringt dyrabjöllunni aftur um klukkustund síðar. Hún kvaðst þá hafa opnað dyrnar að íbúðinni og Jóhann þá ruðst framhjá henni. Jóhann hefði verið einn á ferð og fannst henni hann vera talsvert ölvaður og æstur og sýna af sér undarlega hegðun, verið niðurlútur og gníst tönnum. Hún kvaðst aldrei hafa séð Jóhann í slíku ástandi fyrr og hann hefði verið allt öðruvísi en þegar hann kom um klukkustund fyrr. Jóhann hefði farið rakleiðis inn í herbergi að sofa en áður hefði hún tekið af honum vínflösku sem hann var með.

    Með þessar upplýsingar fóru lögreglumenn inn í íbúðina og handtóku Jóhann eftir að hafa vakið hann. Jóhann var þá sýnilega undir áhrifum áfengis eða einhverra vímuefna.

    Jóhann var rólegur fyrst eftir að lögreglumennirnir vöktu hann en þegar þeir kynntu honum að hann væri handtekinn, grunaður um að eiga aðild að andláti ungrar konu brást hann illa við og þurftu lögreglumenn að halda honum föstum tökum þegar hann var færður í lögreglubifreið sem flutti hann á Landspítalann í Fossvogi. Í fyrstu var Jóhann látinn sitja á bekk í lögreglubifreiðinni. Byrjaði hann fljótlega að brjótast um og var hann þá lagður á grúfu á gólf bifreiðarinnar og honum haldið þar uns komið var á áfangastað.

    Á leiðinni hafði Jóhann í hótunum við lögreglumennina og sagði m.a. að hann skyldi vinna þeim og börnum þeirra mein þegar hann losnaði úr fangelsi eftir 10–15 ár vegna þess verknaðar sem hann hafði framið. Hann hvatti jafnframt lögreglumennina til að taka harkalega á honum og sagði að áverkar á honum gætu mögulega dregið eitt ár frá dómi hans.

    Á Landspítalanum var framkvæmd réttarlæknisfræðileg rannsókn á Jóhanni auk þess sem blóð- og þvagsýni voru tekin. Meðan beðið var eftir lækni sem annast átti skoðunina var Jóhann vaktaður af lögreglu. Fór Jóhann þá skyndilega að blístra eins og þegar einhver fellur úr mikilli hæð og lendir á hörðum fleti. Lögreglumönnunum, sem gættu Jóhanns, brá við og þótti þetta vera kaldrifjað og bera vott um að Jóhann hefði verið viðstaddur þegar Birna féll niður. Þetta blístur endurtók Jóhann svo skömmu síðar þegar hann var staddur í fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu.

    Atburðarás morgunsins skýrist

    Strax í upphafi rannsóknar ræddu lögreglumenn við fjölda vitna og voru þeirra á meðal íbúar í

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1