Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Basil fursti: Hættuleg hljómsveit
Basil fursti: Hættuleg hljómsveit
Basil fursti: Hættuleg hljómsveit
Ebook71 pages1 hour

Basil fursti: Hættuleg hljómsveit

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Basil fursta þykir margt vafasamt við þá sorglegu atburði sem undanfarið hafa átt sér stað í London en talið er að um fimmtíu einstaklingar hafi fallið fyrir eigin hendi. Hinn útsjónarsami fursti telur lögregluna vera á villigötum varðandi dánarorsakirnar og tekur því málin í eigin hendur. Í bráðsnjöllu dulargervi gengur furstinn á fund Lafði Ethel sem býr á herrasetrinu Eatontower. Lausn á þessari gátu þarf Basil að vinna af mikilli varkárni því lögbrjótar og lygarar gætu leynst í hverju horni. Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 16, 2022
ISBN9788728420980

Read more from Óþekktur

Related to Basil fursti

Related ebooks

Reviews for Basil fursti

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Basil fursti - Óþekktur

    Óþekktur

    Basil fursti

    Hættuleg hljómsveit

    SAGA Egmont

    Basil fursti: Hættuleg hljómsveit

    Translated by Óþekktur

    Original title: Hættuleg hljómsveit (English)

    Original language: English

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1939, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728420980

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    HÆTTULEG HLJÓMSVEIT

    1. KAPÍTULI.

    Leyndardómsfull sjálfsmorð.

    Sam Foxtrot lagði blöðin á skrifborðið hjá Basil fursta, „Það eru tvö ný síðastliðna nótt, sagði hann. „Maður fer að halda, að þetta sé bráðsmitandi faraldur. Hann átti hér við þau stöðugu sjálfsmorð, er nú í hálft ár höfðu geisað í samkvæmislífinu í London.

    Basil fursti leit í eitt blaðið. Hann las eina greinina, klippti hana úr blaðinu og límdi inn í stóra minnisbók. „Ég þori að ábyrgjast, að meðal þeírra 49 sjálfsmorða, sem ég geymi hér frásagnir af, er í mesta lagi um tvö að ræða, sem eru regluleg sjálfsmorð, öll hin eru morð, framin af hættulegum glæpamönnum. Og það verður næsta viðfangsefni mitt að fást við þessa glæpamenn".

    Sam leit undrandi á húsbónda sinn. „Þá er lögreglan á villigötum. Hún álítur, að hér sé um sjálfsmorðsfaraldur að ræða, vegna sjúklegs hugarfars af völdum styrjaldarinnar. Fólk hugsar aðeins um líðandi stund, svo þegar allt er komið í óefni, fremur það sjálfsmorð".

    Basil fursti brosti, „Lögreglan er í sínum fulla rétti, sagði hann. „Það er engin ástæða til að halda annað, Vissulega er til fólk, sem hefir eytt og sóað öllum sínum eignum og ef til vill stórum hluta af annarra eigum. Þegar öll sund eru svo lokuð, styttir þaö sér aldur á dramatískan hátt, Og allar eftirgrennslanir lögreglunnar hljóta eðlilega að styrkja þennan grun. En þar með er ekki sagt, að niðurstöðurnar séu réttar.

    „Fyrst að þér segið þetta, herra, þá er enginn efi á, að þér hafið rétt fyrir yður, sagði Sam. „En ég hefði gaman af að heyra, hvað hefir leitt yður á sporið. Augu Sams ljómuðu af áhuga.

    Basil fursti opnaði úrklippubókina. Fremst voru smáathugasemdir um menn, sem höfðu látið mikið bera á sér og ausið peningum á báða bóga, en allt í einu höfðu þeir svift sig lífinu. Þarna voru ýmsar skarpar athugasemdir, er Basil hafði sjálfur gert.

    „Sjáðu, þetta getur allt verið gott og blessað", sagði Basil fursti. „En það er eitt atriði, sem lögreglan hefir ekki tekið með í reikninginn. Hún hefir ekki athugað þessi mörgu sjálfsmorð út frá því sjónarmiði, að hér gætu glæpamenn staðið á bak við.

    Af þessum 49 sjálfsmorðum eru tvö, sem enginn vafi leikur á um og fjögur, sem ekki eru "fyllilega ljós.

    Þessi fjögur sjálfsmorð hafa verið framin með skammbyssu, og auk þess er um þrjár hengingar að ræða.

    En öll hin sjálfsmorðin hafa verið framin nákvæmlega á sama hátt. Og aðeins í þessi fjögur skipti var skammbyssa valin.

    Þessi sjö fyrrnefndu sjálfsmorð voru framin á mismunandi stöðum, tvö í almennum skemmtigörðum, þrjú í kjallara og hin í kvistherbergjum. En í öll skiptin er hér að ræða um fólk, sem hefir eytt annarra peningum á skemmtistöðum og gripið síðan til örþrifaráða.

    Það eru aðeins tvær undantekningar, maður og kona, sem ekki voru í neinu sambandi hvort við annað, en höfðu framið sjálfsmorð út af svikum í ástum, og skildu þau bæði eftir dálítið af peningum.

    Öll hin 47 sjálfsmorðin eru framin af karlmönnum, og má það merkilegt kallast, þar sem skýrslur sýna, að konur fremja fleiri sjálfsmorð en karlmenn.

    Hinir sjö, sem styttu ser aldur á mísmunandi stöðum, heima hjá sér, í skemmtigörðum eða kvistherbergjum, voru allir ungir menn í góðum stöðum og höfðu allir notað annarra peninga. Og þannig er einnig með alla hina, Þar voru einkum þrír staðir, sem hafa þann heiður að hafa verið fórnaraltari þessara vesalings manna.

    Og athugaðu svo, að öll þessi sjálfsmorð hafa farið fram í einrúmi. Og áðeins í fjögur skipti er um skammbyssumorð að ræða.

    Ef við athugum svo þetta ró og næði, komumst við að raun um, að eitthvað gruggugt er hér saman við".

    Basil fursti hætti að tala og virti Sam fyrir sér, en hann virtist harla undrandi. Sam hafði aldrei komið sá möguleiki til hugar, að leynilögreglumaöur gæti setið í skrifstofu sinni við að leysa leyndardómsfullmál.

    „Í fyrsta lagi er hér eingöngu um karlmenn að ræða" sagði Basil fursti, „en það ætti að minnsta kosti að vera álíka margar konur. Í öðru lagi eru það allt ungir menn í góðum stöðum. Menn,

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1