Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Brúðargjöfin
Brúðargjöfin
Brúðargjöfin
Ebook107 pages1 hour

Brúðargjöfin

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Guðrún Lárusdóttir (1880-1938) hefur lengi verið þekkt fyrir skáldverk sem dreifa sterkum boðskap um góðar dygðir, réttlæti og samfélagsmál hennar samtíma. Hún tók oft á málefnum sem hún þekkti vel, t.a.m. fjalla mörg verk hennar um fátækt, stöðu konunnar og Kristin gildi. En allt eru þetta málefni sem hún starfaði náið með á sínum ferli sem stjórnmálakona. Í skáldsögunni Brúðargjöfin kemur Guðrún mörgum af sínum helstu sjónarmiðum á framfæri í formi skáldskapar. Brúðargjöfin fylgir hjónabandi Hákonar og Helgu. Í brúðkaupi þeirra ganga orðrómar um efnahagsstöðu gesta, hve mis ættgóð nýpússuðu hjónin eru og hversu góðar brúðargjafirnar séu. En þegar líður á ævi hjónanna reynir mikið á. Þau lenda í erfiðleikum, sorg, missi og þá reynir á hvað skiptir í raun máli í þeirra lífi. Þegar litið er yfir horfin veg sést hvernig brúðkaupsgestirnir reyndust. Þá gæti komið í ljós hvaða gjafir skipta mestu máli eða hvort þær skipti máli yfir höfuð.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateApr 3, 2023
ISBN9788728569306
Brúðargjöfin

Related to Brúðargjöfin

Titles in the series (11)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for Brúðargjöfin

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Brúðargjöfin - Guðrún Lárusdóttir

    Brúðargjöfin

    Translated byGuðrún Lárusdóttir

    Cover image: shutterstock, public domain

    Copyright © 2023 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728569306

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    BRÚÐARGJÖFIN

    Það var glatt á hjalla hjá nýgiftu hjónunum. Háreista húsið var uppljómað frá efstu hæð alla leið niður í kjallara, og ljósadýrðin barst ásamt hlátrunum út á þögult strætið, þar sem öll umferð var löngu hætt, því að það var nótt, þögul og hátíðleg jólanótt.

    Þjónarnir og þernurnar höfðu ærið að starfa við að bera gestunum dýrindis krásir, ungu hjónin voru sem sé að halda fyrsta samsætið á eigin heimili sínu, þau voru nýflutt í húsið, og þótti bera vel í veiði að gera sér glaðan dag, einmitt á jólunum. Það var heldur ekkert til sparað, er fagnaðarauki var að, og brosleit andlitin báru þess vottinn, að unað var hag sínum hið bezta.

    Unga fólkið safnaðist saman í stærstu stofuna, og bráðlega var þar stiginn dans eftir fjörugum slaghörpuslætti. En rosknara fólkið settist að í hliðarherbergjum, og ýmist horfði á leik unglinganna eða skemmti sjálfu sér með spilum, tafli og samræðum um daginn og veginn.

    „Það dansar þá á jólanóttina. Kanntu við það, Rósa? spurði öldruð kona sessunaut sinn í hálfum hljóðum. Rósa færði sig nær, „sei, sei, nei, sagði hún, „hvað ætli maður kunni við það. En þegar betur er að gáð, þá er það í sjálfu sér ekki verri eða ótilhlýðilegri skemmtun, en hvað annað."

    „Ég býst við, að Hákon líti svo á það mál, sagði sú, sem fyrr hafði mælt, og brosti um leið. „Hann er löngum gleðimaður. Dæmalaust eiga þau nú snoturt heimili hérna, Helga og hann. Henni bregður svolítið við, gæti ég trúað.

    „Það er ekki ólíklegt, svaraði Rósa. „Það er ekki smáræðis heppni yfir sumu fólki. Man ég, þegar Sólveig heitin, móðir Helgu, missti manninn og flutti hingað úr sveitinni með Helgu, sem þá var smátelpa. Sólveig heitin var fátæk, búið hrökk tæplega fyrir skuldum. Björn sálugi var enginn búmaður, auminginn, þar að auki drakk hann á seinni árum. Og Sólveig átti fáa stuðningsmenn, en hún var býsna kjarkgóð, og það hjálpaði henni. Ójá, það var ekki öldungis svona hátt undir loftið í kompunni, sem hún leigði sér hérna á Njálsgötunni, svo langt man ég. Rósa skimaði í allar áttir, „og ögn færri málverkin, bætti hún við. „En þarna bjó hún og baslaði fyrir sér og barninu með handavinnu, spuna, prjóni og þjónustubrögðum. Ég man víst, þegar hún var að fara í Laugarnar í hvaða veðri sem var, og ók þvottinum á hjólbörum, til þess að spara aurana. Skyldi hana hafa órað fyrir þessu og öðru eins. Þær litu báðar í kring um sig, og virtu vandlega fyrir sér fagra hugsmuni og allt það, sem prýddi hina vistlegu stofu.

    „Já, það er margt lífið, þótt lifað sé, sagði Rósa og varp öndinni. „En ég held, að gömlu konunni hefði þótt nóg um íburðinn hér á öllum hlutum. Hefurðu tekið eftir veggmyndunum? Skyldu þær hafa kostað skildinginn! Og öll þessi stofugögn! Hann hlýtur að vera ríkur maður, hann Hákon.

    „Óvíst er það," sagði hin konan drýgindaleg.

    „Hvað ertu að segja, Soffía, heldurðu þá, að hann eigi ekki húsið eða hvað?" Rósa varð áköf og þokaði sér alveg að vinkonu sinni.

    „Ég segi það ekki, svaraði Soffía brosandi. „En margur býr stofur sínar vel, þó að lítið sé í buddunni. Sumu fólki er það fyrir öllu að berast á og hafa mjúk sæti og nóg af prjáli í kring um sig. En segðu mér eitthvað meira um móður hennar Helgu. Ég hef ávallt ánægju af að heyra sagt frá þeim, sem kunna að bjarga sér. „Það gerði Sólveig heitin, tók Rósa til máls, „við vorum ofurlítið skyldar og sambýliskonur í nokkur ár, og ég hitti hana daglega. Aldrei var hún öðru vísi en glöð og kát, og það þó að hún ætti ekki 10 aura í buddunni og vissi ekki, hvað hún hefði til næsta máls. Ég minntist á það við hana einhvern tíma, hvernig hún gæti verið svona undur róleg og vera jafn fátæk. „Ég treysti Guði, sagði hún þá, blessunin sú arna, „ég veit, að hann er nógu ríkur. Og það sagði hún mér oft, að alltaf hefði einhver björg borizt sér, og stundum hefði hún ekkert vitað hvaðan. Já, Sólveig heitin var mesta trúkona, og grunur minn er sá, að það hefði ekki verið stíginn dans hérna í stofunni í nótt, ef hún hefði verið uppi standandi. Ætli hún hefði ekki heldur lesið jólalesturinn?

    „En dóttirin, Helga, er hún ekkert lík móður sinni?" spurði Soffía.

    „Ég veit ekki. Hún er svo ung, þetta er barn, tæplega tvítug. Svo fór hún nú rétt eftir ferminguna frá móður sinni, til vandalausra, að vinna fyrir sér, Sólveig heitin missti hana þá að miklu leyti undan sínum yfirráðum. Og þú þekkir það nú, Soffía mín, að unga fólkið á svo litla samleið með aldraða fólkinu nú orðið. Það er þá svo margt, sem glepur fyrir. Ég vissi, að Sólveigu var það hálfgert á móti skapi, þegar Helga réðist í kaffihús hérna í bænum, en svo varð það að vera. Hún fékk hátt kaup þar, og margir hugsa mest um það. En hún var þá þetta litla heppin að krækja í Hákon."

    „Ójá, sumir voru nú hissa á því."

    „Ekki var ég neitt hissa á því. Ungu mennirnir líta fyrst og fremst á fallegt andlit, og hvar sérðu það fegurra en hjá Helgu? Þar að auki tel ég hana engu síðri en stúlkur gerast upp og ofan."

    „Það getur satt verið. Vesalings ungu stúlkurnar eru ekki ævinlega vaxnar því starfi að stjórna heimili."

    „Helga þarf ekki að bera kvíðboga fyrir neinu í því efni, nógar eru hendur til hjálpar hér, sýnist mér, sagði Rósa, „þó að ég líti svo á, að konan haldi bezt uppi sínum heiðri með því að annast heimilið sem mest sjálf.

    „Þekkirðu Hákon nokkuð? spurði Soffía. „Miklu minna, svaraði Rósa. „Helgu hef ég þekkt frá því hún var barn, en honum hef ég að eins kynnzt síðan þau trúlofuðust. Mér geðjast vel að honum að mörgu leyti."

    „En ekki öllu, eða hvað?" spurði Soffía.

    „Fáir menn eru svo, að ekkert verði sett út á þá, svaraði Rósa. „Mér þykir Hákon helzt til alvörulítill eða gáskafullur, en hann er nú ungur enn þá, svo að þetta getur allt breytzt. Hákon var eftirlætisbarn, sem aldrei hefur þurft að láta neitt á móti sér. Faðir hans lét allt vera eins og hann vildi og fær honum nú öll fjárráð í hendur.

    „Þess vegna getur hann haldið sig svona ríkmannlega, sagði Soffía. „Ekki gerði faðir hans það fyrr á árum. Ég þekkti hann vel, hann er frændi minn, og við vorum saman í æsku. Jóhann var sparsamur og neitaði sér um flest, til þess að eignast því fleiri aurana. Hann tímdi aldrei að kvænast, og þessi eini drengur, sem hann átti, ólst upp við mestu sparneytni, þó að hann væri eftirlætisbarn, eins og þú sagðir áðan. Móðir hans var ráðskona á heimilinu, en ófrjáls var hún, sú aumingja stúlka, líkust ambátt, eða það fannst mér, þá sjaldan ég heimsótti Jóhann frænda. — Þeir eru ekki mjög líkir feðgarnir. Betur, að gamli málshátturinn sannist ekki hér: „Sínkur saman dregur, svo kemur ómildur og eyðir . Nei, auðnum fylgir ekki ávallt ánægja, því fer fjarri. Nú er Jóhann orðinn gamall og hrumur, Björg dó í hittiðfyrra, svo að hann er nú einn síns liðs. Ekki hve hann vilja vera á Íslandi, hann hefur búið svo lengi í Höfn og vill víst bera þar beinin."

    Þær slitu talinu. Ungu hjónin komu inn í stofuna.

    „Svo hér sitjið þið, aldursforsetarnir, sagði Hákon glaðlega. „Hvernig líður ykkur, — yður, frú Rósa — ágætlega, gott er það, og þér, Soffía frænka, vel, mikið gott að heyra. Og dæmið dansinn okkar ekki svo mjög strangt? — Það er nú þessi gamli siður, sem þið kannist við, að á jólanóttinni megi hvorki hreyfa hönd né fót í skemmtana skyni. En ég spyr, hvar er jólagleðin þá, sem menn eru að spjalla um? Helga mín var ekki alveg laus við þessa hégilju, — hún maldaði í móinn, þegar ég stakk upp á að fara í einn snúning. En hún áttaði sig, elskan sú arna, og við erum bæði búin að dansa þessi lifandis ósköp. Ég held meira að segja, að ég sé orðinn hálfþreyttur. Setztu hjá mér, Helga mín. Þau settust bæði í hægindastól. Helga lagði handlegginn utan um hálsinn á honum.

    „Hefur svo ekki verið gaman í kveld, reglulega gaman?" spurði hann og horfði brosandi á konu sína.

    „Jú, jú, mikil ósköp," sagði hún.

    „Og ertu ekki ánægð með íbúðina? Hvað finnst ykkur, konur góðar? Hefur hún ástæðu til

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1