Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Basil fursti: Hið dularfulla X
Basil fursti: Hið dularfulla X
Basil fursti: Hið dularfulla X
Ebook60 pages52 minutes

Basil fursti: Hið dularfulla X

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Í Lundúnaborg hafa morð verið framin með hrottafengnum hætti á tveggja ára tímabili. Allt bendir til að um einn og sama morðingjann sé að ræða. Er hann gjarnan kallaður "Hið dularfulla X" þar sem honum hefur fram til þessa tekist að fela allar vísbendingar sem gætu afhjúpað hann. Ekki líður á löngu þar til franski lögreglumaðurinn, Dubois, telur sig hafa leyst gátuna. Hinn háttvirti Basil fursti, fylgist grannt með vinnubrögðum Dubois og hefur aðrar hugmyndir um hver hinn seki sé. Ágreiningur mannana tveggja færir spennu í leikinn sem leiðir til eltingaleikja, áfloga og ótrúlegra atburða.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 27, 2023
ISBN9788727049939
Basil fursti: Hið dularfulla X

Read more from Óþekktur

Related to Basil fursti

Related ebooks

Reviews for Basil fursti

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Basil fursti - Óþekktur

    Basil fursti: Hið dularfulla X

    Translated by Óþekktur

    Original title: Hið dularfulla X (English)

    Original language: English

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2023 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788727049939

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    (ÓÞEKKTUR HÖFUNDUR)

    I. KAPÍTULI.

    Kænn lögreglumaður.

    Dubois var franskur, og hafði starfað lengi í lögregluliði Parísarborgar. Hann var álitinn mjög snjall í sinni grein, og það voru ekki mjög mörg mál, sem hann hafði gefizt upp við. Nú starfaði hann í London, og hann hafði sjálfur sagt, að ástæðan fyrir því, að hann fór frá heimalandi sínu, væri sú, að Parísarlögreglan kærði sig ekkert um að hafa ötula og röskva menn í þjónustu sinni.

    Litlu eftir að hann kom til London var framið hryllilegt morð. Hér var um gamla konu að ræða, sem lifði á eftirlaunum, svo ekki var þarna að sækjast eftir auði. Lögreglan var á þönum eftir illræðismanninum, en gafst svo alveg upp á leitinni.

    Þá tók Dubois við rannsókn málsins. Hann fann morðingjann, það var gamall og heyrnarlaus garðyrkjumaður, sem gamla konan hafði veitt vinnu í blómagarði sínum.

    Þetta var fyrsta afrek Duboris, en fleiri komu á eftir, og það leið ekki á löngu, unz mikið orð fór af honum í London. Eftir þetta afrek fékk lögreglan í London honum í hendur öll mál, sem hún gat ekki leyst.

    Dubois var ekki eins og flestir landar hans lítill vexti, hann var þvert á móti stór og kraftalegur, það voru aðeins hin tinnusvörtu augu hans, hár og skegg, sem gáfu ótvírætt í ljós, að hann væri suðurlandabúi.

    En hann var nú í London eins og frá hefir verið skýrt og fékkst nú við að leysa mjög illræmd morðmál, sem verið höfðu á döfinni í nærfellt tvö ár. Öll þessi morð, en þau voru tíu til tuttugu, voru framin svo að segja öll á sama hátt.

    Líkin voru öll illa útleikin, og gerðu menn sér því í hugarlund, að þorparinn væri kraftajötunn. En aldrei fannst neitt er leitt gæti lögregluna á spor hans. Hann var kallaður — Hið dularfulla X —.

    Svo kom Dubois og hélt þvi fram að hér væru margir að verki og með það í huga, skyldi hann leysa dæmið. Það var langt frá því, að ensku lögreglumennirnir í Scotland Yard væru ánægðir yfir því að þessi frægi Frakki væri kallaður, en þeir urðu að beygja sig, þegar þeir sáu að þeir gátu ekki leyst gátuna.

    Síðasta morðið, sem framið var, var morð Antonie Hobe, sem verið hafði mjög þekkt og dáð leikkona. Hún hafði byrjað á leiksviðinu sem aðstoðarstúlka en á skömmum tíma hafði hún náð almenningshylli. Fegurð hennar var svo mikil, að hún heillaði svo að segja alla karlmenn. Hún var heldur ekki við eina fjölina felld í ástamálum, Strax og hún kynntist einhverjum, sem var ríkari, en sá sem hún var með, sneri hún baki við honum og hallaði sér að þeim ríkari. Hún átti stórt og fallegt hús í borginni, og skrautlegan sumarbústað fyrir utan borgina.

    Það vakti mikla gremju oft og tíðum meðal heldra lólksins, þegar einhver úr frægri ætt, hóf kunningsskap við hana, og það var á almanna vitorði, að síðasta ástarævintýri hennar gerðist rétt áður en hún var myrt, og það hafði orsakað deilur milli jarlsins af Oaksfield og sonar hans.

    Jarlinn, sem var hniginn að aldri, var ekkjumaður. Hann var til þess að gera mjög hófsamur maður og lifði afar reglusömu lífi en þennan mann hafði Antonía heillað með fegurð sinni, og það svo rækilega, að öldungurinn sá ekki sólina fyrir henni. Jarlinn hafði eitt stórfé, hennar vegna og meðal gjafa þeirra er hún hlaut hjá honum, var ljómandi skemmtilegt hús fyrir utan borgina, þar sem þau fundust á laun, því opinberlega vildi hann ekki kannast við hana. Fólkið sagði að það væri vegna sonarins.

    Hinn ungi Oaksfield kapteinn var sómakær maður, sem tók sér mjög nærri, ef ætt hans varð fyrir einhverri óvirðingu. Hann hafði

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1