Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Öll fjölskyldan skipulagði heiðursmorð
Öll fjölskyldan skipulagði heiðursmorð
Öll fjölskyldan skipulagði heiðursmorð
Ebook45 pages40 minutes

Öll fjölskyldan skipulagði heiðursmorð

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Ef kona, sem er innflytjandi, finnur sér kærasta sem fjölskylda hennar er ekki ánægð með eða ef hún á annan hátt brýtur í bága við menningar- og trúarsiði fjölskyldunnar hættir hún lífi sínu. Í hverri viku eru framin afbrot í Danmörku, eins og hótanir og ofbeldi, vegna trúarlegra siða eða heiðursviðmiðana. Þetta varðar oftast nær konur því að konan er lykillinn að virðingarverðri fjölskyldu.Þessi frásögn fjallar um heiðursdrápið á hinni 18 ára gömlu Ghazalu Khan sem stuttu áður hafði gifst hinum 26 ára gamla Emal Khan sem fjölskylda hennar samþykkti ekki.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateAug 11, 2020
ISBN9788726512502
Öll fjölskyldan skipulagði heiðursmorð

Read more from Forfattere Diverse

Related to Öll fjölskyldan skipulagði heiðursmorð

Related ebooks

Related categories

Reviews for Öll fjölskyldan skipulagði heiðursmorð

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Öll fjölskyldan skipulagði heiðursmorð - Forfattere Diverse

    Öll fjölskyldan skipulagði heiðursmorð

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2008, 2020 Ýmsir höfundar and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726512502

    1. e-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    Öll fjölskyldan skipulagði heiðursmorð

    Eftir Arne Ellegaard, aðstoðaryfirlögregluþjón í ferðahópi danska Ríkislögreglustjórans.

    Ef kona, sem er innflytjandi, finnur sér kærasta sem fjölskylda hennar er ekki ánægð með eða ef hún á annan hátt brýtur í bága við menningar- og trúarsiði fjölskyldunnar hættir hún lífi sínu. Í hverri viku eru framin afbrot í Danmörku, eins og hótanir og ofbeldi, vegna trúarlegra siða eða heiðursviðmiðana. Þetta varðar oftast nær konur því að konan er lykillinn að virðingarverðri fjölskyldu.

    Þessi frásögn fjallar um heiðursdrápið á hinni 18 ára gömlu Ghazalu Khan sem stuttu áður hafði gifst hinum 26 ára gamla Emal Khan sem fjölskylda hennar samþykkti ekki.

    Mörg vitni að skothríð

    Föstudaginn 23. september 2005, klukkan 15.06, var hleypt af mörgum skotum á torginu framan við járnbrautarstöðina í Slagelse. Fjöldi fólks var í grenndinni og varð vitni að því þegar skotið var og margir gátu sagt lögreglunni að þarna hefðu orðið átök milli tveggja karla og konu. Konan féll til jarðar og annar karlmaðurinn tók um kvið sér og sat í keng en féll síðan um koll á götuna. Hinn karlmaðurinn lagði á flótta þvert yfir torgið og hljóp eftir Syðri- Stöðvarvegi í áttina að Járnbrautargötu. Mörg vitni komu hinum særðu til aðstoðar og voru mjög hjálpleg til að byrja með. Eitt vitni hafði verið svo útsjónarsamt að taka mynd af atburðinum með myndfarsíma. Annað vitni áttaði sig strax á því hvað hafði gerst og var svo snjallt að elta árásarmanninn eftir Syðri- Stöðvarvegi. Vitnið hringdi í lögregluna í hæfilegri fjarlægð frá flóttamanninum og gat bent lögreglumönnunum á hann þegar þeir komu á staðinn.

    Flóttamaðurinn var handtekinn klukkan 15.18. Símarnir á neyðarlínum landsins voru rauðglóandi því að það er margt fólk á járnbrautarstöðinni í Slagelse síðdegis á föstudegi og fjölmargir hringdu í 112 til að segja frá hinum skelfilega atburði sem þeir höfðu orðið vitni að.

    Á þessari stundu var ég í Vejle en þar sem árásarmaðurinn hafði verið handtekinn var málið upplýst og kom ferðahópnum ekkert við. Síðar kom í ljós að ég hafði á röngu að standa. Vinnufélagar okkar í Slagelse áttu fyrir höndum mikla rannsóknarvinnu í nánu samstarfi við ferðahópinn.

    Stutt yfirlit yfir málið

    Þetta mál byrjaði þremur árum fyrr, með örlagaríkum fundi í flugvél á leið frá Islamabad til Kaupmannahafnar. Ghazala Khan og Emal Khan kynntust árið 2002, í flugi á leið frá Pakistan til Danmerkur. Kynni þeirra héldu áfram og þau héldu sambandi enda þótt þau vissu bæði að þetta væri forboðin ást. Þau héldu vináttu sinni leyndri fyrir fjölskyldu hinnar myrtu því að samkvæmt pakistönskum siðum verður fjölskylda konunnar að samþykkja hjúskapinn. Þetta er þannig að það er fjölskyldan sem finnur verðandi eiginmann konunnar og oft er haldið fast í fjölskylduböndin. Þess vegna er algengt að karlmaðurinn og konan séu úr sömu fjölskyldu, systkinabörn eða

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1