Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Smásagnasafn: Davíð Þorvaldsson
Smásagnasafn: Davíð Þorvaldsson
Smásagnasafn: Davíð Þorvaldsson
Ebook103 pages1 hour

Smásagnasafn: Davíð Þorvaldsson

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Smásögurnar í þessu safni eftir Davíðs Þorvaldsson eru: Björn formaður, Árni munkur, Skógarinn litli frá Villefranche-sur-mer, Veðmálið, Skólabræðurnir og Úr dagbók vinar, en bókina tileinkað hann móður sinni eftir andlát hennar. Bókin fékk mjög góða dóma á Íslandi og var því haldið fram að höfundur hefði einstaka innsýn í sálarlíf manna. Sögurnar bera allar stílbragð Davíðs, sem skrifaði listilega vel og í myndlíkingum sem krefjast þess að lesandi lesi milli línanna ásamt því að boðskapur sagnanna endurspegla oft tilfinningaríkar reynslur úr lífi höfundar.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateFeb 1, 2022
ISBN9788726960822

Related to Smásagnasafn

Related ebooks

Related categories

Reviews for Smásagnasafn

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Smásagnasafn - Davíð Þorvaldsson

    Davíð Þorvaldsson

    Smásagnasafn

    Davíð Þorvaldsson

    SAGA Egmont

    Smásagnasafn: Davíð Þorvaldsson

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1929, 2021 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726960822

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Minniingu

    móður minar

    tileinka jeg

    pessa bók.

    Höfumdur.

    Björn formaður.

    Björn var formaður á Pollux, bát Gunnars kaupmanns í Bláfirði. Björn var Árnason. Var sá Árni annálaður aflamaður á sinni tíð, en fórst við þriðja mann, þegar Björn var á tólfta ári.

    Björn hafði það af föður sínum að vera fiskinn. Þegar í bernsku fór hann að leggja línu á Skjónu, gömlum, bikuðum bát, sem bryggjumenn Gunnars notuðu til þess að leggja vjelabátunum og fara á netin.

    Björn var þá á „planinu", sem svo var kallað, og fjekst oftast við að þvo fiskinn upp úr stömpunum, þegar búið var að fletja hann. Lagði hann línu sína á morgnana og fór svo með um miðjan daginn. Gerði hann að aflanum og saltaði heima við hús sitt. Afli hans nægði oftast fjölskyldunni yfir veturinn.

    Björn var þegar í æsku þrekinn og herðabreiður. Andlitið var mjög reglulegt. Ennið var breitt, en ekki hátt. Augun voru stálblá og harðleg og urðu með aldrinum hálfhulin undir loðnum og þykkum augnabrúnum. Hárið var kolsvart, en hann hærðist snemma. Á vinstra gagnauganu var stórt ör, sem aldrei hvarf. Hann hafði meitt sig þannig á unglingsárunum, er hann hrapaði úr klettum, þegar hann var að klifra í þeim með fjelögum sínum.

    Björn var skapstór og ráðríkur. Hann var svo hugrakkur, að á unga aldri var hann kallaður gapi; seinna varð hann gætnari, en var þó altaf áræðnasti formaðurinn þar um slóðir. Hann var fljótur til reiði, en sáttfús. Hann var hreinskilinn og orðheldinn. Það fór orð af því þar í þorpinu, hvað hann væri fámáll.

    Hann var kvæntur Unni frá Svartagerði, þar út með sjónum. Hún var hávaxin, lotin í herðum og þegjandaleg. Þau áttu eina dóttur á unga aldri, sem kölluð var Gulla.

    Björn var kominn á fimtugsaldur, þegar saga þessi gerðist. Hann hafði þá verið fimtán ár formaður hjá Gunnari kaupmanni.

    Þykir nú rjett að lýsa þorpinu í Bláfirði með fáeinum orðum.

    Það stendur á sendnum melum við botninn á firðinum. Fyrir ofan það gnæfir hátt og þungbúið blágrýtisfjall, grafið sundur af giljum. Í þeim eru hvammar, vaxnir berjalyngi og hvönn á sumrum. Á sunnudögum sjást þar hjer og hvar krakkar með berjafötur, og ómurinn af kátínu þeirra berst niður í kyrlátt þorpið.

    Fullorðna fólkið fer þangað líka oft á helgidögum með rjúkandi kaffikönnur, bolla og sætabrauð, bundið inn í snjóhvíta dúka.

    Það var kallað að fara í „skógartúr", og þó er þar ekki einu sinni víðihrísla, aðeins geirar af rauðleitu og grænu lyngi, sem nær vel í skóvarp. Á milli giljanna eru melar með gisnum punti og holtasóleyjum hjer og hvar.

    Húsin standa óskipulega í þorpinu, nema við aðalgötuna niður við sjóinn. Þau eru flest lítil og ómáluð; nokkur eru tjörguð. Þó eru þar tvö falleg og myndarleg hús, sem sje hús læknisins á balanum sunnan við Álftalæk, og hús Gunnars kaupmanns rjett niður við sjóinn. Það er hvítmálað með stórri burst á framhliðinni. Framundan því er uppfylling og út frá henni liggur rambygð hafskipabryggja. Báðum megin við hana eru breiðir fiskpallar, þar sem vjelabátar Gunnars leggjast að, og þar sem gert er að aflanum.

    Gunnar var mjög vinsæll í þorpinu.

    Það vár um haustið, að „bardaginn mikli", sem svo var kallaður, stóð í þorpinu í Bláfirði. Ef leið þín liggur þar einhvern tíma um, þá getur hvert manns barn sagt þjer betur frá honum en jeg geri.

    – Já, það var síðara hluta dags um haust í blíðuveðri. Ofan úr berjahvömmunum bar fjallaþeyrinn ilm af lyngi og grösum. Hjá fallega garðinum við læknishúsið stóð kyrlátt, berklaveikt barn með náfölt andlit. Það teygaði ilminn af eldrauðum, útlendum blómum.

    Það var stórstreymt þennan dag. Sjómennirnir voru komnir að og vjelbátarnir lágu við duflin fyir framan bryggjurnar. Strandferðaskipið var nýkomið og lá við bryggjuna fram af Gunnarsbúð. Með því voru mörg hundruð sjómenn og verkamenn, sem voru að fara heimleiðis frá síldveiðum.

    Á aðalgötunni var krökt af fólki, sem reikaði þar fram og aftur. Sannarlega var það þróttmikill lýður að sjá.

    Þarna leiddu tveir sterklegir, vel búnir Sunnlendingar tvær fjörugar stelpur á milli sín. Þeir voru báðir sætkendir og klöppuðu þeim öðru hvoru, eins og gerist. Þá ráku þær upp hvella skræki og þóttust vilja slítá sig af þeim.

    Inni í templarahúsi hafði verið efnt til dansskemtunar. Þangað var þegar farinn að tínast strjálingur af fólki. Salurinn var allstór og ómálaður. Gólfið var ekki vel hreint. Meðfram veggjunum stóðu lágir bekkir. Fyrir stafni sat Haukur, harmoníkuspilarinn. Ðansinn var ekki byrjaður fyrir alvöru enn þá. Það var of gott veður til þess að menn kæmu undir eins. Við og við komu háværir piltar utan af götu, horfðu um stund með vindlinga í munninum, á þau fáu pör, sem snerust á gólfinu og fóru síðan út aftur. Háukur hallaði sjer fram yfir harmoníkuna og spilaði í sífellu. Hann spilaði vel, hann Haukur.

    Inn af salnum var kompa, þar sem Valdi bjó,þar sátu nokkrir sjómenn og spiluðu tuttugu og eitt. Það grilti varla í þá fyrir tóbaksreyk. Valdi tóku öðru hvoru laumulega tvær flöskur undan ábreiðunni á rúmi sínu og ljet þær ganga á milli þeirra, sem inni voru. Í annari var Bayrum, en í hinni Koges. Einn þeirra gætti dyranna á meðan. Þeir eldri voru hátíðlegir á svipinn, þegar þeir supu á, eins og þetta væri besta koníak, en hinir yngri grettu sig hroðalega, eins og þeim lægi við velgju.

    Björn formaður sat hjá þeim og horfði á þá spila. Valdi, sem var bátsmaður hjá honum, hafði sent strák til hans, til þess að láta hann vita, að hann ætti bragð, og spyrja, hvort hann vildi koma. Aúðvitað kom Björn. Hann var hneigður fyrir vín, og jafnvel þó ekki væri nema óþverri í boði, þá gat hann ekki stillt sig.

    Hann var orðinn talsvert kendur og rauður í framan og átti erfitt með að sitja kyr. Hann blóðlangaði að berjast. Hann var þó þögull að venju, en við og við rak hann upp dimman hlátur og lamdi hnefanum í borðið, svo að peningarnir hoppuðu upp. Sjómennirnir litu ekki upp frá spilunum. Þeir voru of sokknir niður í þau. Valdi skotraði þó augunum til Björns og brosti út í annað munnvikið. Hann vissi, hvað húsbónda sínum leið. Brátt stóð Björn á fætur og fór út. Hann sagðist ekki geta verið að hanga yfir þeim í svona góðu veðri. Þegar hann var farinn sagði Valdi: „Nú þekki jeg Björn illa, ef hann lendir ekki í áflogum". – Hinir yptu öxlum.

    Björn labbaði í hægðum sínum út götuna. Hann ætlaði út í Gunnarsbúð, ekki af því að hann ætti nokkurt erindi þangað, heldur af því að það var gamall vani hans og annara sjómanna að slæpast þar á landlegudögum.

    Búðin hafði sama gildi fyrir þorpsbúana og klúbbarnir fyrir Englendinga og kaffihúsin fyrir Frakka. Þangað komu menn til þess að spjalla saman í tómstundum sínum.

    Það lá vel á Birni þennan dag eins og æfinlega, þegar hann hafði fengið neðan í því – þá kom einhver órói í blóðið, hann langaði til þess að reyna afl sitt. Enginn í þorpinu vildi verða á vegi Björns, ef hann reiddist. Honum var laus höndin, og hvílík hönd! Hann hafði oftar en einu sinni snúið niður orðlagða kraftamenn með anhari hendi, því að hann var ekki aðeins heljarmenni að burðum, hann var líka hörkutól og eldsnarpur, ef í hann fauk. Þá var það siður manna að

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1