Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Basil fursti: Hýenur Lundúnaborgar
Basil fursti: Hýenur Lundúnaborgar
Basil fursti: Hýenur Lundúnaborgar
Ebook76 pages1 hour

Basil fursti: Hýenur Lundúnaborgar

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Þegar greifadóttirin Alice er numin á brott og ung kona myrt í veislu forsætisráðherrans liggja leiðir Basil fursta og Sam Foxtrot til undirheima Lundúnaborgar. Þar starfar glæpaflokkurinn Hýenurnar sem leiddur er af strokufanganum Tom Helter. Basil fursti hyggst heyja einvígi við hinn ósvífna glæpaforingja og leggja með því líf sitt að veði. Hér spinna fortíðardraugar, svik og samsæri flókna glæpafléttu sem verður vandasamt að leysa.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 16, 2022
ISBN9788728420935

Read more from Óþekktur

Related to Basil fursti

Related ebooks

Reviews for Basil fursti

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Basil fursti - Óþekktur

    Óþekktur

    Basil fursti

    Hýenur Lundúnaborgar

    SAGA Egmont

    Basil fursti: Hýenur Lundúnaborgar

    Translated by Óþekktur

    Original title: Hýenur Lundúnaborgar (English)

    Original language: English

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1939, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728420935

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Hýenur Lundúnaborgar

    1. kafli

    SAMSÆTIÐ

    Ómþýðir tónar bárust frá stóru hljómsveitinni, er stjórnað var af hinu heimsfræga tónskáldi, Ítalanum Pazzo Regini. Þetta var í samsæti, er forsætisráðherra Englands hélt franska sendiherranum, er var á förum til Madrid.

    Margir karlmenn voru klæddir fögrum einkennisbúningum og kvenfólkið nýtízku samkvæmiskjólum prýddum dýrmætum gimsteinum og öðru skrauti. Samkvæmislífið í Lundúnum var á enda, og þetta var síðasta veizlan, sem enski aðallinn tók þátt í, áður en hann yfirgaf borgina og hélt til sveitasetra sinna eða erlendra baðstaða.

    Kvöldverðinum var lokið. Unga fólkið streymdi inn í danssalinn, sem var uppljómaður af rafmagnsljósum. En hinir eldri veizlugestir komu sér fyrir í þægilegum hægindastólum, þar sem þeir gátu fylgzt með dansinum. Í einu horninu sátu tveir aldurhnignir menn og töluðu saman í hálfum hljóðum.

    Báðir voru menn þessir skreyttir heiðursmerkjum.

    — Hvers vegna? Auðvitað vegna þess, að það væri stórkostlegt tjón, ekki aðeins fyrir greifafrúna sjálfa, heldur einnig fyrir England, ef gimsteinunum yrði stolið og þeir ef til vill seldir til útlanda, svaraði eldri maðurinn spurningu frá hinum. Sú er líka ástæðan fyrir því, að húsið er umsetið í kvöld af lögreglumönnum. Gimsteinarnir eru ákaflega dýrmætir. Forsætisráðherrann æskir þess áreiðanlega ekki, að slíkur stórþjófnaður sem þetta færi fram í hans húsum.

    — Það er harla undarlegt, að York greifafrú skuli ekki sjálf bera skartgripi sína, heldur leyfa frænku sinni að skreyta sig með þeim. Þessi unga stúlka gæti þó hæglega glatað þeim.

    Maður sá, er fyrstur hafði tekið til máls, svaraði ekki, Ung stúlka kom í áttina til mannanna. Það var unga stúlkan, er þeir höfðu verið að ræða um. Hún var óvenjulega fögur. En þetta kvöld virtist hún ennþá fegurri en venjulega. Annars var hún ekki nema nítján ára. Það var á allra vitorði, að hún væri væntanlegur erfingi greifafrúarinnar. Þessi mikli arfur átti sinn þátt í því, að biðlarnir hópuðust í kringum hana.

    En Alice, en svo hét unga stúlkan, virtist ekki ennþá hafa hitt þann útvalda. Frá barnæsku hafði hún alizt upp við óhóf og munað á öllum sviðum, en þrátt fyrir það var hún óspillt og saklaus. Hún naut æsku sinnar. Henni þótti gaman — eins og ungum stúlkum þykir — að karlmennirnir veittu henni athygli. Um giftingu hugsaði hún alls ekki.

    Hún var í fylgd með ungum manni, er hún hafði þekkt frá barnæsku. Maður þessi, sem var tuttugu og tveggja ára að aldri, var liðsforingi og hét Hugo Cleve. Hann gekk með henni áleiðis til frænda síns, en hann var annar þeirra manna, er rabbað höfðu saman úti í horninu.

    — Frændi, sagði hann glaðlegri röddu.

    — Hefur þú nokkru sinni séð dásamlegri gimstein en þann sem er í fylgd með mér? Hann benti brosandi á ungu stúlkuna, sem roðnaði við hólið.

    Frændinn stóð upp og heilsaði Alice, um leið og hann kom eins og af tilviljun við blágrænan gimstein, er skartaði í hvítri perlufesti, sem Alice bar um hálsinn. En í sama bili bar þar að kjólklæddan heldrimann.

    — Afsakið framhleypni mína, sagði hann kurteislega. — Ég hef dálitla þekkingu á gimsteinum, og mér er kunnugt um að blágrænir gimsteinar geta spillzt, sé komið við þá með heitri hendi.

    Frændinn ætlaði að rjúka upp ofsareiður, en augnatillit aðkomumannsins kom honum til að stilla skap sitt. En ungi maðurinn og unga stúlkan héldu leiðar sinnar.

    Ókunni maðurinn tók upp nafnspjald sitt og sýndi það mönnunum, er sátu við borðið. — Eins og þið sjáið er ég Jarvis lögreglufulltrúi. Lögreglan hefur ákveðnar fyrirskipanir frá forsætisráðherranum. Okkur hefur verið falið að gæta sérstaklega vel að gimsteinum greifafrúarinnar. Að svo mæltu hneigði hann sig og gekk í burtu. En í sama bili skeði óvenjulegur atburður í danssalnum.

    Hljómsveit Pazzo var að leika munarblíðan vals, þegar skerandi kvenmannsóp kvað við. Hljómsveitin hætti að leika. Það var rétt eins og fiðlubogarnir hefðu verið rifnir út úr höndum snillinganna. Örfáar sekúndur var dauðaþögn í salnum. Svo heyrðist angistarfullt kvenmannsóp, rúða var brotin og skot kvað við.

    — Það má enginn yfirgefa salinn. Hver og einn skal vera á sínum stað. Það var lögreglufulltrúinn, sem talaði. Öllum dyrum verður lokað, og reyni nokkur að flýja verður hann skotinn.

    Jarvis lögreglufulltrúi hélt á skammbyssu sinni í hendinni á meðan hann gaf þessar fyrirskipanir. Hann tók sér stöðu hjá dyrunum, svo að enginn gæti smogið út. Fjórir lögreglumenn voru inni í salnum. Þeir voru í nánd við greifafrúna.

    — Hver var það, sem æpti- spurði lögreglufulltrúinn.

    Enginn svaraði þessari spurningu. Hún

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1