Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Basil fursti: Fjárhirsla Arabahöfðingjans
Basil fursti: Fjárhirsla Arabahöfðingjans
Basil fursti: Fjárhirsla Arabahöfðingjans
Ebook73 pages1 hour

Basil fursti: Fjárhirsla Arabahöfðingjans

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Basil fursti þarfnast hvíldar eftir margra ára eltingaleik við allskyns glæpalýð og ætlar sér að leita næðis í afskekktri sveit á Englandi. Hann kemst þó ekki langt áður hann villist af leið og lendir í óvæntum hremmingum. Tekur þá við dularfull atburðarás sem hefst á gömlu óðalssetri á Englandi en berst alla leið til arabahöfðingjans í Afghanistan. Eins og ævinlega eru Basil fursti og Sam Foxtrot til þjónustu reiðubúnir og hefja enn eina baráttuna gegn glæpum og grimmdarverkum.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 16, 2022
ISBN9788728420928

Read more from Óþekktur

Related to Basil fursti

Related ebooks

Reviews for Basil fursti

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Basil fursti - Óþekktur

    Óþekktur

    Basil fursti

    Fjárhirsla Arabahöfðingjans

    SAGA Egmont

    Basil fursti: Fjárhirsla Arabahöfðingjans

    Translated by Óþekktur

    Original title: Fjárhirsla Arabahöfðingjans (English)

    Original language: English

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1939, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728420928

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Fjárhirzla Arabahöfðingjans

    1. KAPÍTULI

    Basil fursti fer í sumarleyfi, en …

    Það vissi enginn, hvað orðið var af Basil fursta. Eftir síðasta ævintýri sitt hafði hann horfið með öllu. Hann þarfnaðist hvíldar, og þess vegna hafði hann gefið Sam Foxtrot frí frá störfum.

    Með bakpoka á hryggnum lagði hann af stað á mótorhjóli sínu. Nú hafði hann hugsað sér að taka sér ærlega hvíld. Fyrst um sinn ætlaði hann ekki að taka nýtt mál að sér. Hvort hann lenti í ævintýrum eða ekki, var undir hælinn lagt, það voru örlögin, sem réðu því. Taugar hans þörfnuðust kyrrðar sveitalífsins. Árum saman hafði hann verið kallaður maðurinn með stál-taugarnar, en það hlaut að hefna sín.

    Hann var staddur á hæð nokkurri á Suður-Englandi. Mótorhjólið gróf sig í mjúkan sandinn. Þetta var í rökkurbyrjun. Hann steig af baki. Lægðirnar milli ásanna voru hjúpaðar rökkri. Nú sá hann, að hann hafði farið villur vegar. Þetta var allt annar staður, en hann hafði ætlað til.

    Jæja, það var ef til vill ekki skaði skeður. Það beið hans ekkert sérstakt. Honum var það næstum ráðgáta, að hann, þessi önnum kafni leynilögreglumaður, skyldi allt í einu ekkert hafa að gera. Í fimm eða sex ár hafði hann ekki séð út úr önnunum. Það var ekki að ástæðulausu, að hann var talinn slyngasti leynilögreglumaðurinn hjá Scotland Yard, þó að hann væri ekki leynilögreglumaður að atvinnu.

    Síðasta afrek hans var að koma upp um Hýenur Lundúnaborgar, og sem nokkurs konar viðurkenningu fyrir það verk, hafði hann nú tekið sér mánaðarfrí. Þar áður hafði hann afhjúpað Grizzletownleyndarmálið, sem allar líkur höfðu bent til, að aldrei yrði afhjúpað. Gamall sérvitringur hafði verið myrtur á grimmúðlegan hátt, og hafði sýnilega verið leitað vandlega í íbúð hans, en engu verið stolið. Engin merki sáust eftir morðingjann, en fyrir hreina tilviljun tókst Basil fursta að rekja slóð hans. Lítinn örlagaþrunginn hlut skildi morðinginn þó eftir í anddyrinu. Það var örlítill moldarköggull, er losnað hafði undan öðrum skó hans. Þessi moldarköggull varð í höndum Basils fursta lykillinn að gátunni. Moldarögnina lét Basil fursti efnagreina, og samsetningin reyndist vera: mosi, sandur, járnspænir og leir, ásamt nokkrum byggkornum og dúfnadriti.

    Af þessu hafði Basil fursti ályktað, að morðinginn hefði komið í dúfnahús sama kvöldið og morðið var framið. Einnig hlaut hann að hafa komið í járnsmiðju. Hann hafði líka gengið sandorpinn veg og yfir mýri, áður en hann kom til Grizzletowns, en það var nafn hússins, þar sem morðið var framið.

    Honum tókst að hafa upp á manni, sem allt þetta átti við. Það sýndi sig, að efnagreining moldarköggulsins var sú sama og óhreinindi þau, er fundust neðan á skó mannsins. Morðinginn var fjarskyldur ættingi sérvitringsins. Hann játaði, að hann hefði búizt við að finna peninga, en orðið fyrir vonbrigðum, þegar svo var ekki. Jæja, hvað um það, morðið var ránsmorð, og morðinginn var tekinn fastur og dæmdur til dauða, svo var Basil fursta fyrir að þakka. En fyrir dauða sinn sór hann þess dýran eið, að hann skyldi ganga aftur og hefna sín grimmilega á manni þeim, er hafði komið upp um hann.

    Hið bleika bófaandlit morðingjans með augun logandi af hatri stóð Basil fursta ennþá lifandi fyrir hugskotssjónum. Nú, en hann var ekki taugaveiklaður. Það má leynilögreglumaður ekki láta eftir sér, og þar að auki var hann nú í fríi. Hann ætlaði að halda í suður, og herbergi hafði hann pantað í litlu gistihúsi í Cornwall, sem var ein af afskekktustu sveitum Englands. Hann þarfnaðist næðis.

    En nú hafði hann til allrar óhamingju villzt og varð að fara hina erfiðu leið til baka aftur. Það var nokkurra tíma ferð í myrkrinu. Hann var ekki sérlega ánægður, en um annað var víst ekki að ræða. Hann sneri við hjólinu og var í þann veginn að aka af stað, þegar hann allt í einu nam staðar og leit í kringum sig. Utan af heiðinni barst tryllt angistarvein. Það kom frá veru, sem virtist vera í hræðilegri hættu. Það var dauðavein. Það hætti snögglega, eins og sá, sem hljóðaði, hefði allt í einu verið skorinn á háls.

    Basil fursti skorðaði hjólið og hljóp af stað í þá átt, sem hljóðið kom frá. Hér hafði áreiðanlega skeð harmleikur. Í ópi þessu hafði verið tryllingsleg hræðsla. Af gömlum vana þreifaði Basil í rassvasana. Jú, marghleypan var á sínum stað, ásamt handjárnunum og vasaljósinu. Hann hafði haft það með sér af gömlum vana, þó að hann væri í

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1