Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Sagnir, æfintýr og dýrasögur
Sagnir, æfintýr og dýrasögur
Sagnir, æfintýr og dýrasögur
Ebook306 pages2 hours

Sagnir, æfintýr og dýrasögur

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

"Guð fylgi ykkur strönd af strönd.
Vér stráum kveðjum yfir sæinn
og leggjum íslenzk ljóð í blæinn,
sem ber þau yfir ykkar lönd."
Sagnir, ævintýr og dýrasögur er samansafn ljóða, smásagna og annarra texta eftir Jón Trausta (1873 - 1918). Í þessu textasafni eru t.d. bókadómar eftir hann. Textasafnið hentar sérstaklega bókmenntaunnendum og gefur góða innsýn inn í sögu íslenskra bókmennta.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 20, 2023
ISBN9788728281529
Sagnir, æfintýr og dýrasögur

Related to Sagnir, æfintýr og dýrasögur

Titles in the series (14)

View More

Related ebooks

Reviews for Sagnir, æfintýr og dýrasögur

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Sagnir, æfintýr og dýrasögur - Jón Trausti

    Sagnir, æfintýr og dýrasögur

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2023 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728281529

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    LJÓÐMÆLI. SAGNIR, ÆFINTÝR, DÝRASÖGUR O. FL.

    BLAÐAGREINAR OG TÍMARITA. RITDÓMAR, LEIKDÓMAR

    EFTIRMÁLI OG VIÐBÆTIR

    EFNISYFIRLIT

    SKRÁ UM EFTIRMÆLI OG ERFILJÓÐ

    RITASKRÁ

    LJÓÐMÆLI

    TIL SKÁLDS.

    (E. B.)

    Edinborg, jan.

    Hvað var það, sem gerði mér lífið svo leitt

    og lamaði anda míns flug?

    Sem gerði mitt hjarta svo þungt og svo þreytt,

    sem þar væri tæpast af lífsafli neitt,

    og vonunum vísaði á bug?

    Mig vantaði neista frá alheimsins eldi,

    það var of mikill kuldi í hjarta míns veldi,

    mig vantaði blæ frá þeim björtu hæðum,

    sem baðast í himinsins gæðum.

    Nei — þú hefir aldrei þekt kulda og kyrð,

    þú kennir ei annað en byr. —

    Hjá mér voru öflin svo útibyrgð,

    hver einasta taug var svo sljó og stirð

    og vildi helzt kúra kyr.

    En hvaða sál getur sífelt stritað

    og sent frá sér geisla og lífgað og hitað

    í auðninni og kuldanum — án þess að finna,

    að æ verður ljósið sitt minna?

    Ef læknirinn finna vill líf og yl

    í líkama, föllnum í dá,

    þá leiðir hann rafurmagn tauganna til, —

    þá tendrast og blossar upp fjörsins spil

    og æðarnar aftur slá.

    Til þvílíkra strauma ég þurfti að kenna,

    ég þurfti að finna þá brennandi renna

    sem himinsins eldsglóðum hitaðar laugar

    um hjarta míns æðar og taugar.

    Hvað gefur þér alt þetta afl og fjör,

    sem óróa fyllir mitt blóð?

    Þau stinga mig lengi á eftir sem ör

    þín eldlegu, hvössu og stálmjúku svör,

    og líf mitt er þyrst í þín ljóð.

    Í svip þínum lít ég sem beinda boga,

    und brúnunum tindrandi vafurloga,

    það hrökkva af þér neistar, sem örva og eggja

    og eldstraum um sál mína leggja.

    Þau gripu mig líftökum, ljóðin þín,

    er lastu á útlendri grund.

    Það var í þeim stormrödd, er stynur og hvín,

    þau stráðu því ljósi, sem einungis skín

    um Hórebs heilaga lund.

    Mitt hjarta skalf, þótt ég hóglega léti,

    ég herti mig upp — en það lá við ég gréti.

    Hvort brotnaði geislinn á göfgum steinum,

    sem geymast í anda míns leynum?

    Þá sá ég það fyrst, hve hún álitleg er

    og íslenzk, þín bragardís,

    hvern ættgöfgissvip hún á enninu ber,

    hve aðalsmannslundin þar hreyfir sér,

    er hljómbára hörpunnar rís.

    Ég heyrði þar óminn af hjartaslögum

    frá hetjuríkari, bjartari dögum,

    hver hending var gnestandi oddur við odd

    líkt og áður í kvæðum og sögum.

    Og frá þessum ljóðum ég leggja fann afl,

    sem læstist um hjarta og önd.

    Ég hræddist ei lengur hið tvísýna tafl,

    ég treysti mér næstum að fást við þann skafl,

    sem stoltastur rís fyrir strönd.

    Um huga mér stormbylur hafði þotið,

    og húmið, sem niður mig beygði, var þrotið.

    Þar kvað við með sverðtungum: Sæktu fram,

    unz síðasta virkið er brotið.

    [Ferðaminningar 1905.]

    VORVÍSUR.

    Nú svífur vorið suðurgeimum frá

    með sætu brosi ljóssins vængjum á,

    með bjartar nætur, sælla daga sól,

    og signing leggur yfir dal og hól.

    Sjá, vetrarhörku brostin eru bönd,

    nú bruna ár og lækir fram að strönd,

    nú sér í tærri, ísalausri lind

    hinn ljúfi, blái himinn sína mynd.

    Nú byrja aftur blómin dala smá

    sín blöð að hefja mosagröfum frá,

    þeim vaggar gola vorsins ljúf og blíð,

    þau vonast eftir gróðursælli tíð.

    Og þar sem áður ís að landi bar

    og öllum höfnum bönnuð sigling var,

    þar bruna nú í blíðum sumarþey

    á bláum sjónum skrautleg gufufley.

    Og þar sem áður autt og þögult var

    um eyjar, sker og strendur sæbrattar,

    þar sífelt hljómar söngvakliður nú,

    því sumarfuglinn tekur sér þar bú.

    Ef eitthvað gengur að þér, vinur minn,

    og eins og byrði legst á huga þinn,

    þá hrind því burt, svo ei það eigi spor

    í anda þér, því nú er komið vor.

    Og ef að viltu unun finna þér,

    gakk út um kvöld, þá sólin hnigin er,

    hið blíða loft, sem brjóst þitt streymir í,

    er betri hressing þér en „Champagni".

    [Austri 1895, nr. 17.]

    ÞORRABLÓT.

    Í þetta sinni þorrablót

    og þjór vér sitjum við;

    vér tignum þessi tímamót

    að trúrra feðra sið.

    Þótt ekki sé oss borinn „bjór",

    mun bresta gleði? Nei.

    Vér sjáum það er sómi stór

    að svalla’, en fyllast ei.

    Vér sverjum þér við hamar þinn,

    þú himinborni Þór,

    að nefna aldrei nokkurt sinn

    þitt nafn um leið og „bjór".

    Vér skoðum það sem skömm og brest

    á skýrri goðatrú,

    því „bjór" er lands og lýða pest,

    en lífsins vörður þú.

    Vér heitum þig nú einnig á,

    þú orkumikli Þór,

    lát alla reiðan sjá þinn svip,

    er selja’ og drekka „bjór".

    Sýn landi voru vernd og stoð,

    svo vaxi sérhvað gott.

    Flæm Bakkus — þetta falska goð —

    til fjandans eitthvað brott.

    Vér komum ekki kendir heim,

    þótt komum blóti frá,

    nei, — allan stirndan uppheimsgeim

    vor augu skýlaus sjá.

    Vér sofnum „ædru" sætt og rótt,

    — já, segjum meira enn, —

    vér vöknum upp, þá endar nótt,

    með enga timburmenn.

    Já, sitjum fast við glasaglaum, —

    það gerir ekkert til;

    við óáfengan iðustraum

    er aldrei hættuspil.

    En blóð og vöðva hann fær hrest

    og huga lyft og sál. —

    Svo látum okkur lynda bezt

    vort límonaðe. — Skál!

    [Austri 1896, nr. 3.]

    JÓLASTJARNAN.

    Hún tindrar við dagsbrún svo töfrandi skær,

    hún tindrar í morgunsins loga,

    og ofan á hjarnið og ísana slær

    svo indælum, fáséðum loga.

    Hún dregur sem gullrönd á dimmbláan sjó,

    og dreglum um skýrönd hún fleygir,

    og geislinn frá henni í geðþekkri ró

    um gluggann sig inn til vor teygir.

    Hún fer undan dagsbrún og blikar svo blítt

    og boðskap um dagskomu geymir;

    hún skín um hvern einasta afkima þýtt

    og engu á jörðinni gleymir.

    ____________

    Hún lýsti þeim fróðu til frelsarans braut,

    og fæðingarstjarnan hans er hún,

    og ætíð um jólin svo innilegt skraut

    og yfirbragð fagnandi ber hún.

    Það er sem hún heilsi frá himni á jörð,

    já, heilsi frá Guði til manna

    og skrifi þá kveðju á hjarnþökin hörð

    svo helgidómsfulla og sanna.

    Já, vöggu þess himneska heilsar hún frá

    og heilsar um víðáttu geiminn

    og greinir svo langt sem að geislarnir ná,

    hver gleði er borin í heiminn.

    ____________

    Hún tindrar við dagsbrún, þótt dökkblátt sé hvel,

    og dýrð sinni austrið hún fyllir

    og snjóbreiður kaldar og harðar sem hel

    með himneskum ljóskossi gyllir.

    Að sæti þess hæsta hún sýnir þér leið, —

    hún sál þína teygir í ljóma

    og áfram þér lyftir um háloftin heið

    til himinsins leyndustu dóma.

    [Austri 1899, nr. 2.]

    ÁTRÚNAÐUR EYFIRÐINGA.

    Þú hlærð ekki að því, — ég held það sé rétt,

    — í huga mér flýgur það nú; —

    ég held þeir við Eyjafjörð haldi sig enn

    við Helga hins magra trú.

    Hann hét sér að vísu til heilla á Krist,

    þá háskinn var ekki svo stór,

    en lægi’ honum kröftugri aðstoð á,

    var athvarfið jafnan hjá Þór.

    Því maðurinn fann það, að margt var þar gott

    og meinlaust við heimsgoðin ný,

    en til þess að eiga við Eyjafjörð

    þurfti’ eitthvað, sem dugur var í.

    ____________

    Mér fanst sem það lægi í loftinu þar

    og læddist um strandbýlin græn,

    að ekkert það væri í stórsjó og storm,

    sem stoðaði minna en — bæn.

    Hún heyrir oft illa sú heilaga sveit,

    sem hjálp skal til stórræða tjá.

    Hún heldur sig kannske í heiminum þar,

    sem harðviðrin minna þjá.

    En Þór er hér hagvanur, þekkir vor él

    og þykir hér vel ganga flest.

    Hann brosir í kamp, þegar bilar ei dug,

    og berserki virðir hann mest.

    Þeir nyrðra — þeir hleypa’ í sig hörku og kjark

    og hræðast ei sjó eða él;

    það ber þá við stundum þeir bíta á jaxl

    og bölva, — og þá gengur vel.

    Í guðshús þeir auðmjúkir ganga, — jú, rétt,

    og gjalda því lögboðinn skatt,

    og Matthías talar um trúleysi þar

    og — talar þar aldeilis satt.

    En svo þegar drengirnir sigla út fjörð

    og smásaman fjarlægist grund

    og hann „fellur" við Hrólfssker og framundan sér

    í freyðandi Grímseyjarsund,

    þá fer um þá eitthvað, sem afrekar það,

    að hver æð og hver taug verður stríð;

    það skyldara hólmgönguskjálftanum er

    en skírn eða kvöldmáltíð.

    Og svo þegar skúturnar leggja sig ljúft

    og löðrar um bógana sjór,

    þá fara þeir síður með sálm eða bæn

    en sagnir og stökur um Þór.

    En minst þegar hákarlinn „handóður" er,

    þeir hugsa’ um það andlega dót;

    þótt Matthías talaði um trúleysi þar,

    þeir tækju ei eftir því hót.

    Þá skygnist hann Þór yfir skýjanna mön,

    hann skilur það ljóslega hér,

    að það er ei bæn, heldur þrek, sem er með, —

    og þrekinu hlyntur hann er.

    [Ísland 1899, nr. 6.]

    SKIPBROT.

    Þú manst, hvað ég sagði seinast,

    en sannleikur reyndist það þó,

    því nú er hann kominn hingað heim

    og hefir ei staðist sitt próf.

    Já, víst er það sorgleg saga,

    en samt það ei dylja má. —

    Við þektum hann báðir sem svolítinn svein, —

    hver söng slíkan spádóm þá?

    Þú manst eftir högunum, hrauninu’ og gjánum,

    þar hyldjúpa áin rann;

    þar áttum við heima á kotum í kring,

    en á kirkjusetrinu hann.

    Hann lék sér við okkur svo ljúfur og kátur,

    — hann lék sér við hvern einn mann,

    og hvað hann var góður og lítillátur,

    það löngum var sagt um hann.

    Þú manst, hvað hann kunni af söngvum og sögum

    og sagði skarplega frá,

    og hraunið var endalaus álfabygð,

    sem opin við huga hans lá.

    Hann heyrt hefir aldrei allar þær sögur, — —

    en einskonar dularmál

    talaði eldsteypta hraunið til hans, og

    það heillaði alla hans sál.

    Og alt þetta draumaland endursöng

    og í hverri hraunborg var dans,

    þá klukkurnar hringdu um kyrláta helgi

    frá kirkjunni’ hans föður hans.

    Hans trú á hið góða, hans gleði og von

    á góðlega enninu skein,

    og alstaðar heyrði hann um sig talað

    sem afbragðs gáfaðan svein.

    Svo skildi með okkur: — í skóla fór hann,

    — hann skyldi hinn lærða veg;

    en þú fórst til sjóar, — en heima við hraunin

    og hyldjúpu gjárnar varð ég.

    Í skólanum gekk honum alt að óskum,

    og áliti fékk hann þar náð,

    þeir kölluðu’ hann „góðan og gáfaðan" þar

    og gáfu’ honum seinast „láð".

    Svo fanst honum, eins og ótal fleirum,

    að utan við hafsins rönd

    þar dagaði’ af hamingju, heiðri og frægð,

    og það heillaði’ hann burtu af strönd.

    Ég segi’ ekki hót um það Hafnarlíf, —

    þú hefir það sjálfur reynt;

    en það verður aldrei að eilífu sagt,

    að alt sé þar flekklaust og hreint.

    Að lýsa því öllu sem allra minst

    mun eflaust koma sér bezt;

    en þeim, sem er „góður og gáfaður", standa

    þar gildrurnar opnar mest.

    Og hver vill nú telja og tína saman

    hans tíu ára spor?

    Svo kom hann nú loksins sem „kandídat phil"

    frá Kaupmannahöfn í vor.

    Og nú er hann allur annar

    og ekkert líkur og þá,

    er þektum við hann sem svolítinn svein,

    er sagði’ okkur álfunum frá.

    Mér finst hann sem lifandi liðinn,

    og líkbleikur svipur hans er,

    og allur hans framgangur einungis vott

    um endalaust volæði ber.

    Og það hefir ei verið áfengið tómt,

    sem að hefir komist hér,

    um ýmislegt annað — og verra —

    hans útlit nú vitni ber.

    Nú leikur hann ekki við aðra menn,

    nei, öllum hann heldur sig frá,

    og nú á hann enga kunningja kæra

    í kotunum rétt þar hjá.

    Og hraunið er engin álfabygð,

    og aldrei hann heyrir þar dans;

    og klukkurnar honum til kvalar hringja

    frá kirkjunni’ hans föður hans.

    Hann leggur ekki með gleði’ ígröf

    síns gráhærða föður bein;

    og aldrei er lengur um hann talað

    sem afbragðs gáfaðan svein.

    Já, — lifandi finst mér hann liðinn,

    og líkbleikur svipur hans er,

    hans framkoma vitni um ekkert annað

    en endalaust vonleysi ber.

    Þú manst eftir högunum, hrauninu’ og gjánum,

    þar hyldjúpa áin rann.

    Og kannske við fréttum einn fagran dag,

    að finnist þar örendur hann.

    [Þjóðólfur 1899, nr. 4.]

    VIÐ HÆSTA HNÚKINN.

    Þinn svipur er stórskorinn, heiður og hreinn,

    þú hrjóstrugi tindur, sem stendur svo einn

    og hátt upp úr fjöllunum hinum.

    Ég skjalla þig ei fyrir yndisleik þinn, —

    en eigi að síður ég skil það og finn,

    að mig áttu’ og marga að vinum.

    Ég sitja læt hattinn, þótt heilsi ég þér, —

    ég held, að þú takir ei af fyrir mér

    þinn

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1