Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Hlýir straumar
Hlýir straumar
Hlýir straumar
Ebook109 pages1 hour

Hlýir straumar

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Theódór Árnason þýddi og aðlagaði ritgerðir og ræður Olfert Richard að íslensku samfélagi með útgáfu bókarinnar. Theódór langaði með henni að vekja íslensk ungmenni til umhugsunar um kristindóm og veita innblástur varðandi trú almennt. Hann taldi fræðsluna geta borist um hjörtu íslenskra ungmenna sem hlýr straumur í því kalda loftslagi sem þau máttu búa við.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJan 1, 2022
ISBN9788728083727
Hlýir straumar

Related to Hlýir straumar

Related ebooks

Reviews for Hlýir straumar

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Hlýir straumar - Olfert Ricard

    Hlýir straumar

    Translated by Theódór Árnason

    Original title: Ungdom og Kristendom

    Original language: Danish

    Cover image: Shutterstcok

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Copyright © 1921, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728083727

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    HLÝIR STRAUMAR!

    „Er ekki ósköp kalt á Íslandi?" — verður útlendingum venjulega fyrst að orði, er þeir hitta fyrir sér Íslending, — þeim, sem ekkert þekkja til landsins okkar.

    Og þá þykir manni vænt um, að geta svarað því, að það sé eiginlega nafnið sem kaldast sé, að loftslagið sé alls ekki svo kalt sem ætla mætti, vegna þess, að „hlýir straumar" liggi upp að ströndum landsins og dragi úr kuldanum. — —

    En eg hefi líka oft verið spurður annari spurningu, sem mér hefir veitst örðugra að svara. Spurningin sú er eitthvað á þessa leið: „Er ekki ósköp kalt andlega loftslagið á Íslandi, — hvernig er um trúargróðurinn þar, er hann ekki lágvaxinn og illgresiblandinn?"

    Í þessari merkingu er sem sé ekki fjarri því, að Íslands-nafnið sé sannnefni. Enda gætir þar lítið „hlýrra strauma", sem dragi úr kuldanum og mildi loftslagið. Öllu fremur ber talsvert á öðrum straumum, köldum og óheilnæmum, sem veitt hefir verið hingað sunnan úr löndum, sem spilt hafa andlega andrúmsloftinu og eitrað það, — straumum, sem flutt hafa með sér illgresifrækorn allskonar, sem fallið hafa hér víða í góðan jarðveg og hefir vaxið af illgresi, sem kæft hefir trúargróðurinn. Og lítið hefir verið til þess gert, eða miklu minna en skyldi, að kenna íslenzka æskulýðnum að þekkja illgresið frá hveitinu.

    Lítið ber hér á hinni kristilegu unglingahreyfingu, sem verið hefir til ómælanlegrar blessunar í öllum öðrum siðuðum löndum. Hún þekkist varla utan Reykjavíkur, — en þeir sem þekkja starf K. F. U. M. hér, vita líka að það hefir verið til mikillar blessunar og borið mikinn og góðan ávöxt. — En út á við hefirfélagið ekki unnið neitt að ráði, enda ærið verkefnið sem það hefir haft með höndum innan félags.

    En það er löngu kominn tími til þess, að hafist sé handa til að vekja íslenzka æskulýðinn til alvarlegrar umhugsunar um eilífðarmálin, sem ungmennin láta sitja á hakanum af því að þau hafa gert sér rangar hugmyndir um kristindóminn. Það er sem sé mjög almennur misskilningur, að lifandi kristindómur sé ljósfælinn og óvinveittur allri menning. Að þar sem kristindómurinn beri sigur úr býtum, þar sé öllu hafnað, sem fagurt er og heilbrigt,— þar sé allri lífsgleði hafnað. — Samkvæmt hugsunarhætti æskulýðsins yfirleitt, er aðalútkoman af siðferðislögmáli þeirra sem sannkristnir eru þessi: að þeir megi ekki fara í leikhús, né dansa, né spila á spil, helst ekki neyta víns né tóbaks, varla að þeir megi lesa skáldsögur eða gefa sig að stjórnmálum, — i stuttu máli, að það, að vera sannkristinn, sé hið sama og að láta sér leiðast.

    Og þó er þessi hugsanagangur svo algjörlega í mótsögn bæði við Krists-myndina og lífsskoðun þá, sem kemur fram í Nýja-testamentinu.

    Það var t. d. ein ákæran gegn Jesú að hann væri óhófsmaður og neytti víns; — þeim þótti hann ekki nógu alvarlegur, samtíðarmönnum hans. Fyrsta kraftaverkið sem hann gerði, gerði hann — ekki úti í kirkjugarði, þangað kom hann síðar, og ekki heldur á eyðimörkinni, þangað kom hann á sínum tíma, — nei, hann gerði það í brúðkaupsveizlu, og kraftaverkið var í því fólgið, að hann gladdi móður sína og nýgiftu hjónin með því að auka veizlufagnaðinn.

    Ættu veizlugestirnir að fasta, meðan brúðguminn er hjá þeim? sagði hann síðar. Honum fanst sem hann og vinir hans hinir fyrstu, vera í brúðkaupsveizlu á hverjum degi.

    Og hann, sem svo glögt auga hafði fyrir fegurð blómanna á jörðunni og glaðværð fuglanna í loftinu, — hverjum skyldi detta í hug, að hann væri svartsýnn?

    Nei, misskilningurinn á Kristi og kristindóminum stafar af því einu, að mennirnir gera sér ekki far um að leita kjarnans — og unglingunum er ekki leiðbeint svo sem vera skyldi.

    — — —

    Kverið, sem hér kemur fyrir almenningssjónir, vildi eg að skoða mætti sem ofurlitla hlýja straumæð, sem veitt er inn í hið andlega andrúmsloft íslenzkra unglinga. Eg vildi að það gæti orðið til þess, að bera með sér góð frækorn út um landið, frækorn sem borið gætu góðan ávöxt. Og eg vildi að það gæti orðið til þess að hlúa ofurlítið að trúargróðri, þar sem þess væri þörf, í hjörtum íslenzkra ungmenna. —

    Ritgerðir þær og ræður sem hér fara á eftir, eru eftir síra Olfert Ricard, formann K. F. U. M. í Kaupmannahöfn, — og hefi eg búið þær í íslenzkan búning og lagað eftir íslenzkum staðháttum, með leyfi höfundarins.

    Síra Ricard mun vera lítt kunnur hér á landi. Hann hefir verið leiðtogi kistilegu unglingahreyfingarinnar í Danmörku um mörg ár og mun mega telja hann meðal allra vinsælustu rithöfunda Dana. Liggur mikið eftir hann af ritum, og er hann kunnur fyrir þau um öll Norðurlönd og víðar um heim. Munu fáir prestar vera meðal Norðurlandaþjóðanna, sem jafn-mikil og góð áhrif hafa haft á æskulýðinn og hann.

    Flestar eru ritgerðirnar í kveri þessu úr bók er hann nefnir:

    „Ungdom og Kristendom". —

    Reykjavík í nóv. 1917.

    THEODÓR ARNASON.

    __________

    Ƃugleiðingar

    um æskulýð og kristindóm.

    Hverjum einasta ungum manni er það nauðsyn, að þekkja Jesúm Krist.

    Smaladrengnum, sem þjáist á laun af óyndi og heimþrá, honum er það nauðsyn, að geta beðið til bernskuguðs síns — geta átt hjá honum athvarf í bæn.

    Unglingnum, sem ferðast hefir til framandi lands til að leita sér fjár og frama, honum er ómetanlegur styrkur í því, að minnast gamla fyrirheitisins: Sjá, eg er með þér og mun varðveita þig, hvar sem þú ert og hvert sem þú ferð, og eg mun leiða þig aftur til lands feðra þinna.

    Ungu elskendunum, sem hlotnast hefir hin mikla hamingja lífsins og varðveita hana í leyndum, þeim er þörf, að geta — hvort í sínu lagi — þakkað Guði og beðið hann að blessa kærasta ástvininn.

    Unga sjómanninum, sem oft er staddur í yfirvofandi lífsháska, honum er þörf á að þekkja frelsara sinn, — hann, sem hastaði á storminn á Genezaret-vatninu.

    Og sonurinn ungi, sem stendur við líkbörur móður sinnar, — einustu huggunina finnur hann í því, að biðja frelsarann að lofa sér líka að koma til hans — heim í Paradís, þangað sem hún er nú komin.

    Já, öllum er það nauðsyn, að þekkja Jesúm Krist.

    En því miður er það alt öðru nær, en að allir unglingar þekki þessa nauðsyn.

    Það er svo ótal margt annað, sem gagntekur hugina. Fyrst og fremst lífsbaráttan, er svo snemma heimtar hug og hönd unglinganna. Vinir og kunningjar. Íþróttir og skemtanir — og flestar eru skemtanirnar ýmist léttvægar, eða beinlínis siðspillandi. En alt þetta hrífur hugann, meira eða minna, og trúarbrögðunum er vísað á bug — til barna og kvenna. Ef til vill gæti maður eitthvað hugsað um þau, þegar maður er farinn að eldast, — er enginn tími til slíkra hluta.

    Bara að unga fólkið hugsaði til þess, að alt það, sem hugur þess þráir, er hægt að sameina og öðlast í kristindóminum.

    Trúin sviftir manninn engri sannri gleði. Öðru nær: hún gerir mann einmitt færan um að njóta gleðinnar réttilega.

    Skógurinn var fagur, en þegar sólargeislarnir léku um laufið, varð hann tvöfalt fegurri. — Sama er að segja um hreint og heilbrigt æskulíf, þegar geislar trúarinnar leika um það.

    Trúin deyfir ekki geisla einnar einustu stjörnu á vonahimni æskumannsins. Þvert á móti: þegar þær smám saman taka að blikna, skín trúarstjarnan skærar en þær allar til samans.

    Kristur brosir við leik barnsins.

    Hann skilur svo vel hugarþrá æskumannsins.

    Hann var sjálfur daglaunamaður hér á jörðunni; hví skyldu þá ekki lærisveinar hans líka verða dugandi menn?

    Hann elskaði móður sína; hví skyldi þá ekki kristinn unglingur vera góður sonur?

    Hann valdi sjálfur ungmenni til að vera hjá sér; hví skyldi ekki vera ánægja að tryggri vináttu meðal ungmenna?

    Hann varð sjálfur fyrir vonbrigðum;

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1