Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Kordula frænka
Kordula frænka
Kordula frænka
Ebook356 pages5 hours

Kordula frænka

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Sagan um Kordulu frænku þykir vera gagnrýni á ranglæti og hræsni í nafni Kristindóms. Sagt er frá raunum hinnar ungu Felicitas eftir móðurmissi, hún er ættleidd af Hellwig fjölskyldunni sem reynist henni illa en hún finnur annarskonar fjölskyldu hjá gamalli konu sem býr á háaloftinu. Sagan er langlíf klassík en hún var gerð að kvikmynd árið 1972. Bókin naut mikilla vinsælda á Íslandi áður fyrr sem hluti af Sögusafni heimilanna.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Serían samanstendur af eldri sögum sem eiga það sameiginlegt að hafa verið eftirsóttar til lengri tíma í flokki rómantískra bókmennta. Bækurnar henta einstaklega vel þegar þú vilt gleyma þér í rómantík og ævintýrum gamla tímans.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJan 4, 2023
ISBN9788728281512

Related to Kordula frænka

Titles in the series (4)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for Kordula frænka

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Kordula frænka - E. Marlitt

    Kordula frænka

    Translated by Jón Leví

    Original title: Das Geheimnis der alten Mamsell

    Original language: German

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1868, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728281512

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    I

    — Heyrðu! Segðu mér, hvert þú ert í raun og veru að fara!

    — Beint til X, með þínu góða leyfi! sagði einhver hálf þrjóskulega og með nokkurri fyrirlitningu.

    — En á þeirri leið er engin brekka. Þú ert víst ekki alveg með réttu ráði, Hellwig! Stansaðu! Ég vil fara úr vagninum! Mig langar ekkert til þess að velta með honum og hálsbrotna! Ég segi þér að nema staðar.

    — Velta? Ég að hvolfa vagni? Það væri þá í fyrsta sinn á ævinni, ætlaði hann sennilega að segja, en hann komst ekki svo langt, því að í sama bili kvað við ógurlegur brestur, svo að hann þagnaði.

    Um stund heyrðist hesturinn brjótast um frísandi og stynjandi, því næst losnaði hann og þaut frá þeim á harða stökki.

    — Þetta fór eins og mig grunaði, sagði sá, er fyrst hafði tekið til máls, um leið og hann settist upp í bleytunni, sem hann hafði oltið niður í. — Halló, Hellwig Baum, ert þú lifandi eða dauður?

    — Lifandi! hrópaði Hellwig, allskammt frá, og fálmaði eftir hárkollunni sinni innan um moldarhnausana, sem umkringdu hann. Nú var hvorki sjálfsálit né hæðni í röddinni. Priðji maðurinn neytti og allrar orku til að rísa á fætur, en hann var svo feitur og digur, að móðir jörð dró hann að sér með ómótstæði-legu afli. Hann blótaði, ragnaði og stundi svo hræðilegt var að heyra. Loks höfðu þessir þrír menn komist í hinar göfugu stellingar, er einkenna manninn frá öðrum sköpuðum verum, og ræddu þeir hvað nú ætti að taka til bragðs.

    Í fyrsta lagi lá litli vagninn, sem þau höfðu farið í á veiðar um morguninn, oltinn neðan undir brekkunni, sem hafði gert þeim þennan ljóta grikk; lá hann þar á hvolfi, og vissu öll fjögur hjólin upp. Hófatak hestsins, sem dó út í fjarska, og koldimm nótt huldi hinn sorglega árangur af sjálfsáliti Hellwigs.

    — Ekki getum við gist hér í nótt, það er auðsætt. Við verðum að reyna að komast af stað, sagði Hellwig að lokum og reyndi að gera róminn hressilegan.

    — Já, farðu nú að skipa okkur fyrir ofan á allt annað, tautaði sá feiti, um leið og hann fullvissaði sig um í laumi, að það hefði verið fallega pípan hans, en ekki rifin í honum, sem brotnaði, þegar hann datt. — skipa þú fyrir í þokkabót! Það fer þér svo sem ekki illa, eftir að hafa verið að því kominn að myrða þrjá fjölskyldufeður. Auðvitað langar mig ekki til að gista í þessari mógröf, en reyndu að finna einhver ráð. Enginn jarðneskur máttur skal megna að hreyfa mig héðan, nema ég fái ljós. Hér drukknar maður í for, og ég er viss um, að ég verð gigtveikur í heilt ár af þessum hráslagalega vindi. Samt sem áður verð ég að gera mér það að góðu; þú verður að hafa það á þinni samvisku, Hellwig; en svo heimskur er ég ekki, að ég fari að brjóta hendur og fætur í skurðum og gryfjum, sem hvarvetna gapa við manni hérna í sveitinni.

    — Reyndu nú að vera skynsamur, doktor, sagði sá þriðji. — Ekki getur þú staðið hérna, eins og símastaur og beðið eftir því að ég og Hellwig förum til bæjarins, til að sækja hjálp. Ég var búinn að sjá það fyrir löngu, að hinn ágæti vagnstjóri okkar hélt of mikið til vinstri. Við stefnum aðeins til hægri, og þá skal ég ábyrgjast, að við komum á veginn áður en langt um líður. Komdu nú, og vertu ekki að þessari þvermóðsku; hugsaðu um konu og börn, sem ef til vill sitja grátandi heima, af því að þú ert ekki kominn til kvöldverðar.

    Sá digri tautaði eitthvað um „þokkalegt athæfi, en færði sig þó til og staulaðist af stað með félögum sínum. Það var hræðilegt ferðalag. Þeir komust samt á veginn, án þess að verða fyrir frekari óhöppum, og nú gengu þeir sem af tók. Jafnvel læknirinn komst aftur í sitt góða skap og muldraði með ógur-legri bassarödd: „Berir þú harm í huga, hlauptu þá út í skóg.

    Þegar þeir komu nær bænum, sáu þeir allt í einu ljós koma á móti sér. Það nálgaðist á fleygiferð, og eigi leið á löngu áður en Hellwig þekkti hið góðmannlega andlit Henriks, vinnumanns síns, yfir ljóskerinu.

    — Hamingjan sanna! Eruð þér þarna í raun og veru, herra Hellwig? hrópaði vinnumaðurinn. — Frúin hélt, að þér lægjuð einhvers staðar steindauður!

    — Sjáið þér til, herra Hellwig. Í kvöld kom loddaravagn — hinn heiðarlegi vinnumaður átti aðeins eitt orð, „loddarar, yfir leikara, línudansara, trúða o. s. frv. — og þegar vagninum var ekið inn í bæinn að „Ljóninu, rölti hesturinn okkar á eftir honum, rétt eins og hann væri einn af hópnum. Veitingamaðurinn þekkti klárinn og kom sjálfur með hann heim. Þér getið ímyndað yður, hvort frúin muni ekki hafa orðið hrædd! Hún sendi mig undir eins af stað með ljósker, og Friðrikku skipaði hún að setja upp kamillute.

    — Kamillute? Hm. Glas af brenndu eða eða heitu öli væri langtum betra!

    — Ég sagði frúnni það líka, herra Hellwig; en þér vitið hvernig frúin — —.

    — Gott, gott, Henrik. Far þú á undan með ljóskerið. Við skulum flýta okkur heim.

    Hinir þrír píslarnautar skildu á torginu og tókust þegjandi í hendur; einn til þess að drekka kamilluteið sitt, og hinir með þeirri sorglegu sannfæringu, að heima biði þeirra hegningarræða; því að eina vörnin, sem þeir höfðu gegn andstyggð húsfreyjanna á veiðiferðum þeirra, — sjálf veiðin — lá í kássu undir vagninum, og klæði þeirra, öll forug, myndu breyta fyrstu hjartanlegu viðtökunum í miður blíðar athugasemdir.

    Daginn eftir sáust rauðar auglýsingar á öllum götuhornum.

    Þar var tilkynnt, að hinn frægi sjónhverfingamaður, Orlowsky, væri kominn, og voru listir hans taldar upp í auglýsingunum. Ung kona gekk hús úr húsi, til þess að selja aðgöngumiða að sýningunni.

    Hún var yndisfögur, þessi unga kona með hið mikla ljósa hár. Hún var há vexti og öll var framkoma hennar tíguleg og hrífandi; en fagra andlitið var fölt, og þegar hún leit upp dökkum augum, sást, að þau voru undurblíð og döggvuð tárum.

    Hún fór einnig í hús Hellwigs, sem var veglegasta húsið við torgið.

    — Frú! kallaði Henrik inn í stóru stofuna á neðstu hæðinni um leið og hann lagði höndina á spegilfagra handfangið á mjallhvítri hurðinni. — Kona loddarans er komin!

    — Hvað vill hún? var spurt með hörkulegri og óþjálli rödd.

    — Maðurinn hennar efnir til sýningar á morgun, og því vill hún bjóða frúnni aðgöngumiða.

    — Við erum heiðarlegt kristið fólk og eyðum ekki fé í svona óþverra. Rektu hana út, Henrik! Vinnumaðurinn lokaði dyrunum. Hann klóraði sér á bak við eyrað og varð vandræðalegur á svip, því að „loddarakonan" hlaut að hafa heyrt hvert orð. Þarna stóð hún hreyfingarlaus frammi fyrir honum. Hún andvarpaði, og daufur roði hljóp fram í kinnar hennar.

    Allt í einu var lítill gluggi opnaður, og karlmannsrödd bað um aðgöngumiða; gljáandi silfurdalur datt í hönd ungu konunnar. Áður en hún gat litið upp var glugganum lokað, og græn blæja hékk í þéttum og ógagnsæum fellingum innan við rúðuna. Henrik brosti góðlátlega, hneigði sig fremur klaufalega og opnaði útidyrnar, og unga konan hélt áfram hinn þyrnumstráða veg. Vinnumaðurinn tók gljáandi stígvél, er hann hafði lagt frá sér meðan hann talaði við konuna, og gekk inn í herbergi húsbónda síns.

    — Æ, herra Hellwig! sagði Henrik, þegar hann var búinn að láta stígvélin á sinn stað. — það var fallega gert af yður að kaupa aðgöngumiða! Veslings konan leit út eins og sjálf píslarsagan. Ég sárvorkenni henni, að maður hennar skuli vinna fyrir sér á þennan hátt. Hann mun ekki græða mikið fé hérna — takið eftir þessum orðum mínum, herra Hellwig!

    — Hvers vegna ekki, Henrik?

    — Af því að hesturinn okkar elti hann svona fast inn í bæinn þegar hann kom. Það veit víst ekki á gott. Bykkjan var nýkomin frá slysi. Takið eftir því sem ég segi, herra Hellwig. Þetta fólk verður ekki gæfufólk!

    Þegar húsbóndi hans svaraði engu, hristi hann höfuðið og fór aftur út í göngin, til þess að laga strámottuna, sem lá við dyr hinnar ströngu húsmóður. Ókunna konan hafði rekið fótinn í hana af vangá og skekkt hana til.

    II

    Ráðhússsalurinn var fullur af áhorfendum, og enn streymdi þéttur mannfjöldi upp þrepin. Henrik var í þvögunni þar sem hún var þéttust og reyndi að rýma frá sér með ófeimnislegum olnbogaskotum eða með því að stíga í laumi á líkþorn þeirra, er næstir stóðu. Hamingjan góða! Ef frúin vissi um þetta ferðalag, þá gengi víst eitthvað á. Húsbóndinn yrði sendur til skrifta snemma í fyrramálið, hvíslaði hann ánægjulega að þeim er næstur stóð, um leið og hann hló í skeggið og benti upp í eitt upphækkaða sætið við annan hliðarvegg salarins. Þar sat herra Hellwig hjá píslarnaut sínum, Böhm lækni. Hinn heiðarlegi vinnumaður hafði átt fullt í fangi með að finna hinn smávaxna húsbónda sinn í þessum þrengslum, þar sem hvert sæti var skipað. Pví var líka lofað í leikskránni, að ný undur og stórmerki myndu verða sýnd, og endaði hún á þessum orðum:

    „Madame d’Orlowsky gengur fratn sem skjaldmær. Sex hermenn skjóta á hana kúlum, og mun hún höggva allar sex kúlurnar í sundur í einu höggi, áður en þær ná henni."

    Íbúarnir í X voru mestmegnis komnir þangað til þess að sannfærast um, hvað hæft væri í þessu töfrabragði. Menn höfðu fengið almennan áhuga fyrir hinni fögru konu sjónhverfingamannsins og þá langaði til að sjá, hvernig hún tæki því, þegar byssunum yrði miðað á hana. Sjónhverfingamanninum sjálfum tókst og að vekja nokkurn áhuga á sjálfum sér. Hann talaði með einkennilegum áherslum, sem þegar gáfu til kynna, að hann væri einn af sonum hinnar ógæfusömu pólsku þjóðar, og vakti þetta athygli fólks, eigi síður en hvað annað. Þetta gleymdist þó fljótt, þegar sex hermenn gengu inn á leiksviðið undir stjórn undirforingja. Í fyrstu fór allmikill kliður um áhorfendabekkina, en brátt ríkti dauðaþögn í húsinu. Lýsti þögnin því, að áhorfendur voru ekki lausir við ótta og kvíða. Pólverjinn gekk að borði einu og hlóð skothylkin svo að áhorfendur sáu. Því næst sló hann með hamri á kúlurnar, svo að allir gætu séð, að hér var um að ræða venjulegar tveggja lóða kúlur. Hann fékk nú hverjum hermanni sína kúlu, og máttu allir horfa á og sjá, að engin brögð væru í tafli; hlóðu þeir nú byssur sínar frammi fyrir áhorfendum. Sjónhverfingamaðurinn hringdi bjöllu.

    Unga og fagra konan kom þegar fram á leiksviðið. Hún gekk hægt til annarrar hliðar og staðnæmdist beint frammi fyrir hermönnunum. Hún var undrafögur. Skjöldurinn skýldi vinstra armi hennar, en í hægri hendi hélt hún á sverðinu. Hvítur kjóll féll í þéttum fellingum um fætur henni; um mjaðmimar hafði hún brynplötur, og brynja spegilfögur huldi hið fagra hvelfda brjóst. Hvað var þó allt þetta glit móts við gullgljáa hársins mikla, sem hrundi undan hjálminum, alla leið niður á kjólfaldinn.

    Andlit hennar var fölt og þunglyndislegt, og sorgþrungnum augum horfði hún á byssukjaftana, sem ginu við henni. Enginn dráttur hreyfðist í andliti hennar, og eigi hreyfði hún sig hið minnsta sjálf; hún stóð kyrr eins og marmarastytta. Síðasta fyrirskipun Pólverjans hljómaði gegnum salinn, og allir voru hljóðir og óttaslegnir. Sex skot gullu við sem eitt væri, sverðið hvein í loftinu, og tólf hálfkúlur féllu glamrandi á gólfið. Eitt augnablik sáu áhorfendurnir skjaldmeyna standa teinrétta og hreyfingarlausa; púðurreykurinn huldi andlit hennar, og ekkert sást til hennar nema glamparnir af brynplötunum gegnum svæluna. Allt í einu tók hún að riða á fótunum. Sverð og skjöldur féllu glamrandi til jarðar. Hægri hönd hennar fálmaði út í loftið, eins og hún væri að leita að einhverju til að styðja sig við; síðan rak hún upp hátt neyðaróp og hneig í arma manns síns, sem hafði flýtt sér til hennar.

    — Ó, guð minn góður! skotið hitti mig!

    Hann bar hana á bak við hlíf er stóð aftast á leiksviðinu, því næst stökk hann til hermannanna yfirkominn af bræði. Þeim hafði verið skipað að bíta kúlurnar úr skothylkjunum, áður en þau voru látin í byssurnar; það var allur galdurinn. En einn þeirra, sem var klaufi til allra verka, hafði misst vald á sér, þegar honum varð litið til mannfjöldans, sem beið eftirvæntingarfullur. Þegar allir hermennirnir opnuðu munninn og sýndu kúlurnar, sem þeir geymdu uppi í sér, sá sjónhverfingamaðurinn sér til mikillar skelfingar, að þessi, sem um var getið, hafði aðeins bitið ofurlítið framan af kúluoddinum, en meginhluti hennar hafði farið í gegnum konu hans.

    Krampadrættir komu í andlit Pólverjans af harmi og örvæntingu, þegar hann sá þetta; hann varð utan við sig af reiði og sló hermanninn, sem óviljandi hafði framið þennan glæp, beint í andlitið. Nú komst allt í uppnám í salnum. Kvenfólkið féll í öngvit, og allir hrópuðu á lækni. Böhm læknir, sem hafði fyrstur manna séð hvað gerst hafði í raun og veru, var löngu kominn á bak við hlífina til særðu konunnar. Loks þegar hann kom aftur, sagði hann í hljóði við Hellwig: — Veslings fagra konan hlýtur að deyja. Það er ómögulegt að bjarga lífi hennar!

    Klukkustundu síðar lá kona sjónhverfingamannsins í rúmi sínu í veitingahúsinu „Ljóninu". Hún hafði verið borin út úr salnum á legubekk. Henrik hafði hjálpað til þess.

    — Jæja, herra Hellwig. Hvað sagði ég ekki um ógæfujálkinn okkar? sagði hann við húsbónda sinn um leið og hann fór fram hjá, og stór tár runnu niður kinnar hans.

    Konan, sem fyrir slysinu hafði orðið, lá grafkyrr með lokuð augu. Sjónhverfingamaðurinn kraup við rúmstokkinn og hönd hinnar særðu hvildi á höfði hans, sem hann hafði þrýst niður í yfirsængina.

    — Er Dís sofandi? hvíslaði hún svo lágt að varla heyrðist, um leið og hún opnaði augun.

    Sjónhverfingamaðurinn leit upp og tók hönd hennar milli sinna beggja.

    — Já, hvíslaði hann með grátkiprur í vörunum. — Dóttir veitingamannsins fór með hana til herbergis síns. Barninu okkar líður vel, Meta, ástin mín, yndið mitt!

    Hún horfði á mann sinn og svipur hennar lýsti óumræðilegum þjáningum, því að hún sá örvæntinguna í augum hans.

    — Jaskó, ég er að deyja, andvarpaði hún.

    Sjónhverfingamaðurinn hneig aftur niður á ábreiðuna og engdist sundur og saman, eins og af ósegjanlegum líkamlegum þjáningum.

    — Meta, Meta, farðu ekki frá mér! hrópaði hann viti sínu fjær. — Þú ert eina ljósið á minni dimmu leið! Þú ert sá engill sem tekið hefir á móti þyrnum minnar bölvuðu atvinnu, í hjartað, til þess að þeir megnuðu eigi að særa mig! Meta, hvernig á ég að lifa, þegar þú ert ekki lengur til að vaka yfir mér með ástaraugum og ylríku hjarta? Hvernig á ég að geta lifað, þegar ég heyri eigi lengur þína engilblíðu rödd og sé eigi lengur þitt himneska bros? Hann grét hljóðlega.

    — Ég ætla að reyna að bæta fyrir það sem ég hefi brotið við þig, Meta. Ég ætla að vinna fyrir þér — vinna, þangað til blóðið springur undan nöglum mér, vinna með kvísl og skóflu. Við skulum lifa rólegu lífi í einhverjum afkima veraldar. Hann sleit af sér flauelskragann, sem allur var baldéraður með gullvír. — Burt með þetta glingur! Ég ætla aldrei framar að snerta það. Meta, við skulum byrja nýtt líf!

    Kvalafullt bros kom fram á varir deyjandi konunnar. Hún hreyfði höfuðið með erfiðleikum. Hann smeygði vinstri handleggnum undir það, og þrýsti henni að sér með hægri hendinni, eins og hann væri að missa vitið.

    — Vertu rólegur, Jaskó, reyndu að bera þig karlmannlega, stundi hún og höfuð hennar hneig máttlaust niður á koddann, en svo opnaði hún aftur hálfbrostin augun, og svo virtist sem hin flýjandi sál héldi sér enn dauðahaldi í hið jarðneska hismi. Pessar varir, sem innan skamms yrðu að dufti, þurftu enn einu sinni að mynda orð. Hjartað mátti enn ekki hætta að slá og taka óttakvalir móðurinnar með sér í gröfina.

    — Þú ert óréttlátur gagnvart sjálfum þér, Jaskó, sagði hún eftir nokkra þögn, sem hún notaði til þess að safna síðustu kröftum sínum. — Þú hefir ekki gert mig ógæfusama. Ég hefi verið elskuð svo mikið, að slíkt verður einungis fárra kvenna hlutskipti, og öll þessi ár svo þrungin ást, eru áreiðanlega jafn mikils virði og eitt mannslíf. Ég gekk þess eigi dulin, að ég gaf sjónhverfingamanni hönd mína. Ég yfirgaf feðraheimkynni mitt með opin augun, til þess að ganga við hlið þér, þótt mér væri útskúfað vegna ástar minnar. Hafi sorg og ógæfa komið yfir mig, á ég og enginn annar sök á því. Ég hafði gert of mikið úr þreki mínu og gugnaði undan erfiðleikum starfs þíns.

    — Jaskó, hélt hún áfram og talaði lægra. — Áhyggjur fyrir Dís okkar gera mér dauðastundina bitra og sára. Ég bið þig og grátbæni að halda barninu langt frá atvinnuvegi þínum!

    Hún náði í hönd hans og þrýsti henni að brjósti sér.

    — Ég heimta óumræðilega mikla fórn af þér, Jaskó, hélt hún áfram með biðjandi rödd. — Skildu Dís frá þér, komdu henni fyrir hjá rólegu og góðu fólki; viltu lofa mér því, elsku maðurinn minn?

    Hann lofaði þessu með grátkæfðri rödd.

    Nóttin, sem fór í hönd, varð hræðileg, dauðastríðið ætlaði aldrei að taka enda, en þegar fyrstu geislar morgunsólarinnar skinu inn um gluggann, féllu þeir á liðið lík konunnar, og mátti enginn sjá vott um hið langa dauðastríð í andlitsdráttum líksins, sem dýrðarblæ hafði slegið á í andlátinu.

    Á þriðja degi eftir andlát „loddarakonunnar" var hún jarðsungin í viðurvist mikils mannfjölda. Brjóstgóðar konur höfðu skreytt kistuna blómum, og meðal hinna fremstu í líkfylgdinni var Hellwig.

    Sjónhverfingamaðurinn var rétt að segja hniginn til jarðar, þegar fyrstu rekunum var kastað ofan í gröfina, en Hellwig hélt honum uppi og studdi hann á leiðinni heim til veitingahússins.

    Hann var klukkutímum saman hjá Pólverjanum, sem hingað til hafði vísað allri meðaumkun á bug. , hann hafði jafnvel oftar en einu sinni reynt að leggja hönd á sjálfan sig. Þeim, sem gengu fram hjá dyrum hins ógæfusama manns, heyrðu stundum ákafar grátstunur eða ástríðufull orð, sem skær barnsrödd svaraði.

    III

    Það var komið langt fram á kvöld. Kaldur nóvembervindur þaut um göturnar, og fyrstu snjókornin féllu á húsþökin, steinlagðar götur og nýorpna leiðið, yfir ungu konunni Pólverjans.

    Í stofu Hellwigs var búið að bera á borð. Þungir silfurhnífar og gafflar lágu hjá diskunum á snjóhvítum damaskdúknum. Lampinn stóð á litlu borði hjá legubekknum, og þar sat frú Hellwig og prjónaði langan sokk. Hún var stór og herðamikil kona, nokkuð yfir fertugt. Vera , að andlit hennar hafi verið frítt á æskuvori hennar, að minnsta kosti var hliðarsvipur andlitsins samkvæmt ströngustu fegurðarreglum, en varla hafði kona þessi nokkurn tíma verið gædd kvenlegum yndisleik. Hár hennar var strokið beint aftur frá hvítu enninu, og að aftan var það hulið ofurlitlum snjóhvítum kappa. Þessi höfuðbúnaður, ásamt svörtum kjól með hvítum línsmokkum, gaf henni eitthvert heimatrúboðsútlit.

    Öðru hverju voru litlar hliðardyr opnaðar, og gömul og hrukkótt eldabuska gægðist í gættina.

    — Ekki ennþá, Friðrikka, sagði frú Hellwig í hvert sinn með áherslulausri rödd, án þess að líta upp, en prjónarnir hreyfðust hraðar og hraðar, og einkennilegur dráttur, eins og af innibyrgðri reiði, kom fram við munn hennar. Gamla eldabuskan vissi vel, að húsmóðir hennar var óþolinmóð, og af því að henni þótti gaman að æsa hana ennþá meira, æpti hún að lokum hálfkjökrandi inn um gættina:

    — Hamingjan góða, hvað er orðið af hr. Hellwig? Steikin stórskemmist, og hvenær verð ég svo búin að koma öllu fyrir í kvöld?

    Þetta varð til þess, að frúin ávítaði hana, því að hún þoldi aldrei að þjónar hennar segðu meiningu sína ótilkvaddir. En eldabuskan hörfaði hin ánægðasta fram í eldhúsið aftur, er hún sá, að frúin hrukkaði ennið og reiddist enn meira. Loks voru útidyrnar opnaðar, og hljómur dyrabjöllunnar kvað við um húsið.

    — Ó, er fallega gling-gling-glóið þarna uppi? heyrðist sagt með skærri barnsröddu úti fyrir.

    Frú Hellwig lagði prjónana í körfu, sem var við hlið hennar og stóð upp. Henni kom þessi rödd svo á óvart, að forvitnin vann bug á óþolinmæðinni. Hún horfði til dyranna yfir lampann og mátti sjá, að eftirvænting hennar var mikil. Hún heyrði, að einhver þerraði ótt og títt af fótunum á dyramottunni. Það var maður hennar. Að vörmu spori voru dyrnar opnaðar, og hann gekk til móts við konu sína, en sýnilega var hann allóstyrkur. Á öðrum handleggnum bar hann lítið stúlkubarn, á að giska fjögurra ára gamalt.

    — Hérna kem ég með ofurlítið til þín, Birgitta mín, sagði hann biðjandi, en hann þagnaði undir eins og hann mætti augnaráði konu sinnar.

    — Nú, sagði hún kuldalega, án þess að hreyfa sig úr stað.

    — Ég kem til þín með vesalings barn.

    — Hvaða barn er það? spurði hún kuldalega.

    — Það er dóttir Pólverjans, sem missti konuna sína á svo voveiflegan hátt í ráðhúsinu. Góða Birgitta, taktu vel á móti barninu!

    — Sennilega þó aðeins til einnar nætur?

    — Nei, ég hef lofað föður þess statt og stöðugt, að það skuli alast upp á okkar heimili. Hann sagði þessi orð hiklaust og með festu. Einhvern tíma varð það að segjast hvort sem var.

    Hið föla andlit frúarinnar varð allt í einu rauðleitt, og beiskt hæðnisbros lék um varir hennar.

    — Ég er hrædd um, að þú sért ekki með réttu ráði, Hellwig, sagði hún. Rödd hennar var ennþá köld og róleg, og það var, þegar svona stóð á, enn meira særandi. „Að fara fram á slíkt við mig! Mig, sem hefi barist við að gera hús mitt og heimili að sönnu musteri guðs — koma með annan eins loddara-króa til mín — undir mitt þak. Til þess þarf sannarlega eitthvað meira en einfeldni!

    Hellwig gekk eitt skref aftur á bak, og augu hans, sem að jafnaði voru góðleg, tindruðu nú og leiftruðu.

    „ Þú hefir blekkt sjálfan þig, Hellwig," hélt frúin áfram. — „Ég tek ekki þetta syndarinnar barn inn á mitt heimili — barn glataðrar konu, sem drottinn hefir sýnilega refsað fyrir syndir og misgerðir.

    — Einmitt það, svo að þú heldur það, Birgitta. Má ég spyrja þig hvaða synd bróðir þinn drýgði, áður en hann varð fyrir skoti óvarkárins manns á veiðum og beið bana af? Hann var þó aðeins að skemmta sér, en veslings konan sem hér um ræðir, dó við skylduverk sitt, þótt henni félli þungt að þurfa að uppfylla það.

    Frú Hellwig varð allt í einu náföl, hún þagði ofurlitla stund og gaut augunum lymskulega til manns síns, sem allt í einu gerðist svona einbeittur.

    Á meðan þessu fór fram hafði litla stúlkan, sem Hellwig hafði sett niður á gólfið, tekið af sér rósrauða telpuhettu. Kom nú í ljós fallegt barnshöfuð með miklu hrokknu og brúnu hári og sfðan féll litla kápan af herðum hennar. Hve forhert hlaut ekki þessi kona að vera, að hún skyldi ekki undir eins breiða út faðminn, til þess að þrýsta þessu indæla barni að brjósti sér! Ávalar herðar sáust upp undan flegnum ljósbláum ullarkjól. Beltið og hálsmálið var prýtt fegursta útsaumi. Vera má að þessi útsaumur hafi verið síðasta verk handa þeirra, er nú voru stirðnaðar í dauðanum. En einmitt þessi fallegi búningur og hinar indælu hreyfingar fallegu lokkanna gerðu frú Hellwig ennþá gramari og reiðari.

    — Ég þoli ekki þetta skrípi svo mikið sem hálfa klukkustund nálægt mér, sagði hún allt í einu, án þess að svara nokkru síðustu orðum manns síns. — Þessi frekjulega stelpa, með ógreidda hárið og beru bringuna, á ekki við alvarlega og stranga heimilið okkar. Það væri blátt áfram að taka léttúð og ósiðsemi við hönd sér. Ég trúi því ekki, að þú ætlir að varpa þessu þrætuepli á milli okkar, Hellwig. Ég vona að þú sjáir um, að með stelpuna verði farið þangað sem hún á heima.

    Hún opnaði eldhúsdyrnar og kallaði á eldabuskuna.

    — Færðu barnið í þetta aftur, Friðrikka, skipaði hún og benti á kápu og hettu barnsins, sem enn lá á gólfinu.

    — Þú ferð undir eins út í eldhúsið aftur, sagði Hellwig reiðilega og benti á dyrnar.

    Hin agndofa eldabuska hvarf óðara.

    — Þú neyðir mig til að grípa til örþrifaráða með harðneskju þinni, Birgitta! hrópaði hinn reiði húsbóndi. — Þú mátt sjálfri þér um kenna, að ég segi þér nú ýmislegt, sem mér annars hefði aldrei til hugar komið að nefna á nafn. Hver á í raun og veru þetta hús, sem þú telur þér trú um að hafa gert að musteri drottins? Ég á það, Birgitta. Einnig þú komst hingað fátæk og foreldralaus. En árin hafa liðið, og nú ert þú búin að gleyma því, og það veit guð, að því ákafar, sem þú hefir byggt það, sem þú nefnir musteri drottins, því oftar, sem þú hefir gert þér far um að bera nafn guðs, náungakærleika og auðmýkt á vörunum, því drembnari og miskunnarlausari hefur þú orðið. Og sért þú of lítilmannleg til þess að finna til móðurástar gagnvart blessuðu barninu, þá heimta ég þó að minnsta kosti af konu minni, að hún taki tillit til vilja míns í þessu efni og annist barnið eftir þörfum. Viljir þú ekki með öllu missa álit þitt gagnvart þjónustufólkinu, ræð ég þér til þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að taka á móti barninu, annars verð ég að gefa óhjákvæmilegar fyrirskipanir. Ekki kom orð framar af náfölum vörum frúarinnar. Hver önnur kona hefði í hennar stað gripið til síðasta vopnsins, táranna, en þessi kuldalegu augu virtust ekki þekkja þá líknandi uppsprettu. Þegjandi tók hún lyklakippu og gekk út úr herberginu.

    Hellwig andvarpaði þunglamalega, tók í hönd litlu stúlkunnar og tók að ganga um gólf með hana við hlið sér. Hann hafði barist harðri baráttu til þess að gefa þessum yfirgefna vesaling heimili í húsi sínu, hann hafði í þessu skyni móðgað konu sína svo ógleymanlega, að hann vissi, að hún myndi aldrei fyrirgefa það. Hún myndi aldrei verða svo gömul, að hún gleymdi þeim beisku sannindum, er hann hafði sagt henni, því að hún var heiftræknin sjálf.

    IV

    Friðrikka lét disk á borðið og lagði lítinn hníf og gaffal hjá honum, ásamt hreinum pentudúk. Útidyrabjöllunni var hringt. Að vörmu spori kom lítill sjö ára drengur inn í stofuna í för með Henrik.

    — Gott kvöld, pabbi! sagði drengurinn, um leið og hann barði snjóinn af loðhúfu sinni.

    Hellwig tók hið ljóshærða höfuð drengsins milli handa sér og kyssti hann á ennið.

    — Gott kvöld, drengur minn, sagði hann. — Jæja, hefir þú skemmt þér vel hjá honum litla vini þínum?

    — Já, en þessi heimski Henrik sótti mig alltof fljótt.

    — Móðir þín sipaði honum það, barnið mitt. Komdu hingað Nathanael og sjáðu litlu stúlkuna — hún heitir Dís.

    — Hvaða vitleysa! Hvernig getur hún heitið Dís? Það er ekkert nafn!

    Augu Hellwigs hvíldu blíðlega á litla vesalingnum, sem móðurástin hafði skírt svona skáldlegu nafni.

    — Móðir hennar nefndi hana þessu nafni, sagði hann blíðlega. — Annars heitir hún fullu nafni Felicitas. Vorkennir þú ekki aumingja litlu stúlkunni; móðir hennar var jörðuð í dag, og nú á hún að vera hjá okkur? Ég er viss um, að þér þykir eins vænt um hana og hún væri lítil systir þín.

    — Nei, pabbi, ég vil enga systur eiga!

    Drengurinn var lifandi eftirmynd móður sinnar. Andlit hans var frítt, og litarhátturinn var einkennilega skær, og virtist hörund hans næstum því gagnsætt; en hann hafði þann ljóta sið að láta hökuna síga niður á bringu og gjóta augunum upp á við undan hvelfdu enninu, og gerði þetta hann bæði undirbyggjulegan og illilegan á svipinn. Á þessu augnabliki seig hakan enn lengra niður en vant var; hann hóf upp annan olnbogann eins og í þrjóskufullri vörn og gaut augunum illilega til litlu stúlkunnar.

    Auminginn litli stóð grafkyrr og fitlaði vandræðalega við kjólinn sinn; hún var hálf hrædd við drenginn, sem var töluvert stærri en hún. En smám saman færði hún sig þó nær honum, og án þess að vera verulega hrædd við hinar hatursfullu stellingar sem drengurinn hafði sett sig í, greip hún um ofurlítið sverð, er hékk í belti hans. Hann hratt henni harkalega frá sér og hljóp á móti móður sinni, sem kom inn í sömu svifum.

    — Ég vil enga systur hafa, endurtók hann hálf grenjandi. — Rektu þessu óþægu stelpu út! ég vil vera aleinn hjá þér og pabba!

    Frú Hellwig yppti öxlum án þess að mæla orð frá munni.

    — Biddu, Nathanael! skipaði hún og spennti greipar.

    Hinir tíu fingur drengsins flæktust óðara saman; hann laut höfði auðmjúkur á svip og romsaði upp úr sér langri borðbæn, sem undir núverandi kringumstæðum var ekkert annað en svívirðilegt guðlast.

    Húsbóndinn snerti ekki matinn. Svipur hans var mjög þungbúinn, er hann lék að gaffli sínum og renndi augunum yfir til borðfélaga sinna, voru þau mæðginin ekki laus við skuggalegt útlit og gutu illum augum útundan sér. Litla stúlkan borðaði aftur á móti með bestu lyst. Hún stakk ofurlitlum sælgætismola, sem Hellwig hafði lagt hjá diskinum hennar, í vasa sinn og sagði í trúnaðarrómi:

    — Ég ætla að gefa mömmu þetta, henni þykir gott sælgæti. Pabbi kemur oft með stóra bréfpoka fulla af sælgæti til hennar.

    — Pú, sem átt enga mömmu, sagði Nathanael í stríðnisróm.

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1