Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Tónsnillingaþættir
Tónsnillingaþættir
Tónsnillingaþættir
Ebook254 pages3 hours

Tónsnillingaþættir

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Hér er fjallað um helstu tónskáld Evrópu á árunum 1525-1907. Theodór Árnasson, íslenskur fiðluleikari og skáld fjallar hér um tónlistarsöguna og persónulegt líf þeirra sem voru brautryðjendur í tónheiminum á þessum tíma. Margir vel þekktir einstaklingar koma við sögu en einnig nokkrir sem gleymast gjarnan. Serían fjallar um helstu tónsnillinga allt frá árunum 1525-1907. Hún er byggð á skrifum Theodórs Árnasonar sem var íslenskur tónlistarmaður. Fjallað er um líf tónskálda og verk þeirra. Bókin kom fyrst út árið 1966 og er full af fróðleik um tónlistarsöguna.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJan 1, 2022
ISBN9788728037560

Related to Tónsnillingaþættir

Titles in the series (1)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for Tónsnillingaþættir

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Tónsnillingaþættir - Theódór Árnason

    Tónsnillingaþættir

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1966, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728037560

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    GIOVANNI PIERLUIGI DA PALESTRINA

    1525—1594

    P ALESTRINA er raunverulega hinn fyrsti mikli meistari, sem tónlistarsagan getur um. — Hann er kirkjunnar maður frá því, er fyrst fara af honum sögur, tónskáld hinnar kaþólsku kirkju, og þó að hann væri ekki vígður maður, lifir nafn hans enn og er nefnt með nöfnum hinna merkustu manna kirkjunnar og mun svo verða enn um langan aldur. Hann gerði sér far um það, og með dásamlegum árangri, að láta tóniistina túlka hræringar hugar og hjarta, samstilla lögin ljóðunum — tónsmíðarnar tekstunum, sem hann tók sér að viðfangsefnum.

    Tónsmíðar hans voru einfaldar og yfirlætislausar, en þó glampaði af þeim glæsileg tign og göfgi. Hann gaf hinni kaþólsku kirkju dýra sjóði, sem henni hafa enzt til þessa, á sama hátt og Bach síðar arfleiddi mótmælendakirkjuna að sínum dýrmætu og dásamlegu verkum, sem vér lofum og dáumst að enn í dag og teljum það bezta, sem nokkurt tónskáld hefir gefið kirkjunni.

    Líklegt er, að þessir tveir miklu meistarar, Palestrina og Bach, hafi verið mjög svipaðir að skapgerð og hæfileikum. En aðstöðumunurinn var ákaflega mikill. Og báðir geta þeir sér ódauðlegan orðstir fyrir frábær afrek sin í þágu listarinnar og kirkjunnar, — og fyrir óvenjulega mannkosti.

    Giovanni Pierluigi da Palestrina var af fátæku fólki kominn og fæddur í Palestrina (skamt frá Rómaborg). Ættarnafnið var Pierluigi, en hann kendi sig við Palestrina, fæðingarborg sína, eftir að hann kom til Rómaborgar, og hefir síðan jafnan verið nefndur því nafni. Ekki vita menn með vissu, h v e n æ r hann var fæddur, en talið er að hann muni hafa verið um sjötugt, þegar hann lézt, árið 1594, og er þá fæddur um 1524 eða 1525. Kirkjubækurnar í Palestrina voru eyðilagðar í styrjöld árið 1557, svo að ekki hefir verið hægt að kömast fyrir hið sanna um þetta.

    Um bernskuár þessa tónsnillings vita menn ekkert. En árið 1540 mun hann hafa komið til Rómaborgar og dvalið þar um fjögra ára skeið. Stundaði hann þar nám við tónlistarstofnun, sem kend var við flæmskan tónlistarmann, Gaudio Mel að nafni. En gerðist svo, árið 1544, kirkjuorganisti og söngstjóri í fæðingarbæ sínum og gegndi því starfi í sjö ár. Ekki er vitað um aðrar athafnir hans á þessum árum. En hann mun hafa orðið víðkunnur fyrir hæfileika sína og kunnáttu, því að í september árið 1551 var hann kjörinn kórstjóri í Vatíkaninu við hina virðulegu stofnun: Capella Giuila, af Júlíusi páfa hinum þriðja. Gerði páfi þessi jafnan mjög vel til Palestrina, enda tileinkaði Palestrina honum hinar fyrstu tónsmíðar sínar, sem prentaðar voru: „Fyrsta bók, innihaldandi fjórraddaðar messur" (1554). Þessi bók kom út í þrem útgáfum, — hinar síðari 1572 og 1591. Var Palestrina nú um hríð söngstjóri við Péturskirkjuna í Róm og Magister puerorum, þ. e. söngstjóri drengjakórsins, og kennari við Capella Julia.

    Júlíus páfi hafði góðan skilning á hæfileikum Palestrina, og skipaði svo fyrir, að hann skyldi fá upptöku í söngvara- „kollegium" sixtinsku kapellunnar og fá undanþágu frá því að ganga undir hið sjálfsagða og stranga próf, og án tillits til þess, að hann var maður óvígður og þar að auki kvæntur og margra barna faðir. En út af þessu varð nokkur kurr þá strax. Eftirmaður Júlíusar í páfastóli, Marcellus, lét þó við þetta sitja. En hans naut aðeins við um þriggja vikna tíma. Og sá, sem næstur varð páfi, að honum látnum, Páll fjórði, vildi halda fast við allar venjur og reglur og lét víkja Palestrina frá störfum sínum með litilfjörlegum eftirlaunum, og tveim öðrum kvæntum mönnum, sem í kapellunni voru.

    Palestrina mun hafa þótt sér mjög misboðið með þessu, og víst er það, að þetta fékk mikið á hann. Hann var nú löngu kvæntur og átti fjóra syni. Hét konan Lucrezia, og er mælt að hjónaband þeirra hafi verið mjög ástúðlegt og að Palestrina hafi látið sér einkar ant um heimilið. Rýrar höfðu tekjur hans verið áður, en nú kveið hann því, að hann myndi ekki geta séð sómasamlega fyrir heimilinu. Hann mun hafa verið taugaveiklaður fyrir og lagðist nú í rúmið og lá allþungt haldinn í margar vikur. En þegar hann var farinn að hressast aftur, var honum boðin söngstjórastaðan við Laterankirkjuna (1555) og í þeirri stöðu samdi hann hinar frægu impróperíur, sem enn eru sungnar á ári hverju í sixtinsku kapellunni í Rómaborg á föstudaginn langa. Árið 1561 var honum veitt samskonar staða, en allmiklu betur launuð, við Santa Maria Maggiore, og loks varð hann söngstjóri við Péturskirkjuna árið 1571 og gegndi því embætti til dauðadags. Ýmsum virðulegum störfum gegndi hann öðrum. Var t. d. „kapellumeistari hjá Buoncompagni fursta og „kenslustjóri við tónlistarskóla, sem stofnaður var í Róm 1580 og kendur við Nanini.

    Einhver allra merkilegasti atburðurinn í lífi þessa snillings var það, er farið var að hreyfa því og það loks samþykt á kirkjufundum tridentisku kirkjunnar, að láta fara fram rækilega endurskoðun á kirkjumúsíkinni, sem þá var notuð við guðsþjónustur. Hún hafði smám saman komist í það horf, að ekki þótti samboðið tilganginum, og var oft mjög fjarri því, að vera í samræmi við tekstana, jafnvel notuð dægur- og dans-lög. Hneykslaði þetta æði marga þá, sem einlægir voru unnendur kirkjunnar og einhverja þekkingu höfðu á tónlist. Fulltrúi Þýzkalands á þessum kirkjufundum, Fedinand fyrsti, keisari, lagði fram ákveðin mótmæli gegn því, að haldið yrði lengra í þessu horfi, og voru þá skipaðir átta kardínálar í nefnd til þess að athuga málið itarlega og koma með tillögur til úrbóta (1564). Nefndin snéri sér til Palestrina, og bað hann að semja messu, sem uppfylti þær kröfur, er gera bæri til þess, að söngurinn væri samboðinn guðsþjónustunum og í samræmi við tekstana.

    „Til vonar og vara samdi Palestrina þrjár messur, og var þeirra á meðal hin fræga sex-raddaða „Missa Papæ Marcelli (sem hann tileinkaði minningunni um þann góða páfa). Vöktu þær einróma aðdáun nefndarinnar og velþóknan, og þótti þetta vandamál þar með leyst. Og er þetta atriði eitt af því, sem lengst geymir minningu Palestrina í kaþólsku kirkjunni. Og í viðurkenningar skyni útnefndi Píus IV hann nú „páfalegan kompónista".

    Palestrina samdi engar hljóðfæratónsmíðar né heldur einsöngslög. Hann var enginn byltingamaður, — eina byltingin, sem hann stóð að, voru umbætur á kirkjutónlistinni, — og hann gaf ekkert um að leita inn á nýjar brautir. Hann hélt sér fast við form og reglur sinnar tíðar, en á þeim grundvelli skapaði hann verk, sem taka öllu öðru hliðstæðu fram, og eru svo fullkomin og fögur sem verða má.

    Hann var eljumaður mikill og ákaflega afkastamikill. En svo að segja allar tónsmíðar hans voru helgaðar kirkjunni, enda var hann, eins og fyr segir, kirkjunnar maður með lífi og sál, þó að ekki væri hann vígður.

    Hann lézt í Rómaborg 2. febrúúr 1594 og var jarðaður í Péturskirkjunni.

    CLAUDIO MONTEVERDI

    1567—16430

    T ALIÐ ER að Monteverdi hafi fæðst árið 1567 í Cremona á Ítalíu, — um mánaðardaginn er ekki vitað, og um bernsku- og æskuár hans er ekkert fært í letur fyr en hann er kominn í þjónustu hertogans af Mantua sem fiðlari og söngvari, og er hann þá kominn yfir tvítugt (1590). En við hirð hertogans vakti hann á sér athygli fyrir ótvíræða tónlistarhæfileika, og veitti söngstjóri hertogans, Marc Antonio Ingegneri honum tilsögn í hinum æðri tónfræðivísindum. Það er þó talið, að Monteverdi hafi lítið látið sér að gagni verða sú tilsögn, verið óeirinn við að læra og fylgja ströngum reglum, enda hafi hann snemma byrjað á að þreifa fyrir sér á nýjum leiðum, upp á eigin spýtur og kunnáttulítið. Það var ekki dregið í efa, að gæddur væri hann mikilli skáldgáfu og margt væri frábærilega fagurt í tónsmíðum hans, svo að segja frá upphafi. En hann notaði óspart hljóma og hljómasambönd, sem svo létu illa í eyrum tónlistarspekinga þeirrar tíðar, að hárin risu á höfðum þeirra og hinir opinberu gagnrýnendur heltu sér yfir Monteverdi með heift og formælingum.

    En Monteverdi hélt ótrauður áfram á þessari „glæfrabraut", — fikraði sig áfram og færði sig upp á skaftið. Tilraunir höfðu að vísu verið gerðar til þess áður á Ítalíu, að beina túlkun tónlistar inn í nýja farvegi. En Monteverdi varð fyrstur tónskálda, sem nokkuð kvað verulega að, sem lagði sig allan fram í þessu, og með svo miklum og glæsilegum árangri, að hans mun um aldur og æfi verða minst sem einhvers allra merkasta tónskáldsins, sem uppi hefir verið.

    Hann gefur gömlum og gildum reglum langt nef, byggir upp án nokkurra fyrirmynda, skapar algerlega nýjan hljómlistarstíl, nýjar hljómfræðireglur, og hljóðfæri notar hann („instrumenterar) með nýjum hætti. Alt er þetta áður óþekt. Og það er fyllilega játað nú, að hann hafi verið einn hinn mesti „skapandi andi sem um getur í sögu listanna.

    Og þessi ,,glæfrabraut", sem samtíðarmenn hans töldu hann hafa lagt inn á, og hann var einkum mjög fordæmdur fyrir á meðan hann var við hirð hertogans af Mantua, lá einmitt inn á þær leiðir, sem hinum gáfuðustu snillingum síðari alda, hefir engin minkunn þótt í að þræða.

    Fyrst framan af eru tónsmíðar hans einkum lýrisk sönglög og kirkjulög. En 1607 kemur á sjónarsviðið hið fyrsta stóra verk Monteverdis, — dramatiskur söngleikur, Arianna, við teksta eftir Rinuccini, — saminn og leikinn í tilefni af brúðkaupi Francesco di Gonzaga, sonar hertogans af Mantua. Og þessu verki var tekið með fádæma fögnuði og hrifningu. Enda kom nú í ljós, að notkun hinna frumlegu hljóma og hljómasambanda, sem áður hafði þótt spilla formi og fegurð hinna fyrri og smábrotnari tónsmíða hans (sönglögum og kirkjutónsmíðum) þótti nú einmitt eiga þarna heima. Og jafnvel hinir svæsnustu andstæðingar Monteverdis komust varla hjá því að viðurkenna, að þarna væri hann loks að komast á rétta hillu, og að „hann hefði nokkuð til síns máls" með því að brjóta gömul lögmál og reglur.

    Ári síðar kemur svo annað stórverkið og þó enn stórbrotnara, söngleikurinn Orfeo, og má raunar segja, að þar sé í fyrsta sinni í sögunni notuð hljómsveit, sem nefna mátti því nafni, — hvorki meira né minna en 36 hljóðfæri. Handrit af Arianna (í heild) er glatað, svo að ekki er hægt um það að segja, hvernig þar hefir verið háttað hljóðfæraskipan. En Orfeo kom út á prenti tvívegis. Þar er í fyrsta sinn gerð tilraun til að túlka tilfinningar, geðslag og geðsbreytingar persónanna í leiknum með því að nota til þess hinn ýmislega hljómblæ og margvíslega eiginleika hinna ýmsu hljóðfæra, samræma músíkina atburðum leiksins.

    Og raunar er það engin furða, þó að mönnum yrði hverft við, fyrst í stað. Svo stórt var stökkið sem Monteverdi tók, samanborið við það, sem áður hafði reynt verið í þessa átt, Áður hafði verið „dullað" undir sönginn á leiksviðinu með fáeinum strengjahljóðfærum (lút). En Monteverdi teflir fram heilli hljómsveit, með fiðlum, kontrabössum, gítörum, orgeli, harpiscord, flautum, kornettum og básúnum. Í stað fábrotinna og tilbreytingalausra hljóma, notar Monteverdi djarfa og frumlega hljóma og hljómasambönd með alls konar blæbrigðum, — sem ekkert myndu þó þykja láta óeðlilega eða hneykslanlega í eyrum n ú, t. d. þeim, sem melt geta tónsmíðar Rich. Strauss, þó að það hneykslaði menn á dögum Monteverdis.

    Þrátt fyrir andróður og harðorða dóma, varð Monteverdi eftirmaður Ingegneris og tekur við söngstjórastarfinu við hirðina árið 1603 og gegndi því tíu árin næstu. En árið 1613 buðu forráðamenn St. Markúsar kirkjunnar í Feneyjum honum söngstjóraembættið við þá kirkju, með miklu hærri launum en nokkrum söngstjóra hafði verið greidd áður. Þáði hann það boð og flutti til Feneyja og gegndi hinu virðulega embætti til dauðadags. En talið er, að sú ráðabreytni hafi verið bæði honum og tónlistinni hið mesta happ. Því að um þær mundir voru Feneyjar einmitt sá staðurinn, sem allra hentugastur gat talist fyrir Monteverdi, til þess að hann fengi notið sín. Viðreisnar og siðabótatímabilið var byrjað. Menn tóku fegins hendi við endurbótum og nýjungum, ef eygð var í þeim fegurð. Gamlir hlekkir voru brotnir og gömlum reglum og venjum varpað fyrir borð. Andrúmsloftið var þrungið af ástríðum og byltingahug. En Feneyjabúar, sem Monteverdi var nú með síðustu þrjá tugi æfinnar, voru Aþenumenn sinnar tíðar. Hvergi á Ítalíu var vegur tónlistar og málaralistar jafn mikill og hjá þeim. Þeir tóku hinni nýju list opnum örmum. Þeir fældust ekkert það, sem ókunnuglega þótti láta í eyrum í tónsmíðum Monteverdis. Þeir dáðu djarfa liti í málaralist og nýstárleg form í byggingarlist. Og þannig dáðu þeir alveg eins dirfsku í tónlistinni. Hinum nýju, ástríðuþrungnu og frumlegu hljómum Monteverdis var tekið með fögnuði. Hin nýstárlega, litauðga „instrumentation", með sífeldum tilbreytingum í hljómasamböndum, opnaði þeim nýja heima fegurðar og unaðar. Og Feneyjar urðu á skömmum tíma höfuðból óperunnar.

    Fyrst í stað voru verk Monteverdis aðeins flutt við hátíðleg tækifæri, í furstahöllum og annara stórmenna. En almenningur þurfti ekki lengi að bíða þess, að fá líka að njóta þessara verka. Árið 1637 var fyrsta óperuleikhúsið opnað í Feneyjum, Il Teatro de San Cassiano. Og áður en öldin var á enda, voru risin upp í Feneyjum hvorki fleiri né færri en ellefu slíkar sönghallir, og í þeim öllum voru fyrst og fremst flutt verk Monteverdis. Það var trygt að framtíðin nyti brautryðjendastarfs hans og áhrifa, því að sigrar hans hvöttu mjög til þess, að aðrir snillingar tæki upp þráðinn, þar sem hann hafði slept. Monteverdi var um langt skeið frægastur allra tónskálda. Hann var fyrsti mikli byltingamaðurinn, sem saga tónlistarinnar getur um, og hið fyrsta sjálfstæða „musik-gení".

    Monteverdi lést árið 1643. Af prentuðum tónsmíðum hans eru enn varðveitt átta hefti sönglaga (Madrigals), sem birt voru á tímabilinu 1587—1738, heildarútgáfa af Orfeo og þrjú bindi af kirkju-tónsmíðum. Ennfremur er varðveitt í keisaralega safninu í Vínarborg handrit af söngleiknum „Il Ritorno d’Ulisse", en annars er megnið af handritum þessa stórmerka tónskálds glatað.

    JEAN-BAPTISTE LULLI

    1633—1687

    Þ AÐ eru ekki einsdæmi í sögu tónlistarinnar, að tónsnillingar hafi verið fé- og metorðagjarnir, og þetta kemur fyrir enn í dag. En líklega er Lulli þó alveg einstakur í þessu efni, einkum vegna þess, að hann virðist hafa verið ófyrirleitnari en aðrir og óvandaðri að meðölum til þess að koma ár sinni fyrir borð, og það jafnvel svo, að auðfundið er á sagnariturum, að þeim þykir hálfgerð skömm að því, að nefna hann með hinum miklu tónsnillingum. En með þeim á hann þó sæti, og það jafnvel á bekk með hinum allra fjölhæfustu. Og brautryðjandi var hann að því leyti, að hann var fyrsta söngleikjaskáldið í Frakklandi, sem nokkuð kvað að.

    Jean-Baptiste Lulli var kominn af bláfátækri aðalsætt ítalskri, og fæddur í Florence 1633. Sagt er, að á bernskuárunum hafi hann verið baldinn og hrekkjóttur, en það þótti furðu sæta, að hann skaust oft inn í kirkjur, sat þá prúður á meðan sungið var, en ilt hafði hann átt með að vera aðgerðarlaus undir bænalestrinum.

    Hann fór snemma að glíma við fiðlu og gítar upp á eigin spýtur. En gamall munkur einn, sem veitt hafði dreng þessum athygli og mun hafa þóst sjá, hvað í honum bjó, varð til þess, að veita honum undirstöðu-tilsögn á þessi hljóðfæri.

    Það, sem úrslitum réði um það, hvernig æfiferill þessa bráðgáfaða, en pörótta snáða, mótaðist, var það, að þrettán ára gamall flæktist hann til Parísar og komst í vist sem vikadrengur í eldhúsi Mademoiselle de Montpensier — „Le Grande Mademoiselle" var hún annars jafnan kölluð, — systur Lúðvígs konungs fjórtánda.

    Frístundum sínum varði Lulli til þess að læra lögin, sem þá voru helzt „í gangi", og æfa sið á þeim á fiðluna. En þegar eftir því var tekið, að þessi vikadrengur í eldhúsinu var talsvert slyngur fiðlari, var hann hækkaður í tigninni og látinn taka sæti í hljómsveit ungfrúarinnar. Þetta hleypti honum kapp í kinn. Hann tók nú að æfa sig af slíku kappi á fiðluna, að ekki leið á löngu þangað til hann bar af öllum hinum fiðlurunum í hljómsveitinni. En ekki gat hann lengi á sér setið. Skopkvæði hafði verið ort um húsmóður hans og Lulli gerði við það smellið lag, sem brátt var á hvers manns vörum í París. En M. d. Montpensier komst að þessu og rak hann úr vistinni.

    En nú var Lulli orðinn það kunnur fyrir tónlistarhæfileika sína, að honum var hjálpað til frekari tónlistarmentunar, og Lúðvíg fjórtándi réði hann í hina frægu hljómsveit sína, sem skipuð var 24 fiðlurum (Les 24 violons du roy). Varð hann brátt stjórnandi þessarar hljómsveitar, en síðar lét konungur koma upp annari hljómsveit með 16 fiðlurum (les 16 petit violons), beinlínis handa Lulli. Bygði Lulli þessa sveit upp frá grunni, og var annálað, hversu frábærilega hefði verið vandaður samleikur þessara fiðlara undir stjórn Lullis.

    Lulli var engu síður hygginn en hann var metorðagjarn. Og hann sá það, að enn varð hann að læra mikið, til þess að honum notuðust hæfileikarnir út í æsar. Keypti hann sér nú tilsögn á „harpiscord" og í hinni æðri hljómfræði og komposition, hjá hinum beztu kennurum sem völ var á. En jafnframt lét hann ekkert tækifæri ónotað til þess að koma sér í mjúkinn hjá tignum mönnum. Hann var einkar laginn á þetta, og naut af því margskonar hagnaðar síðar.

    Hann var nú brátt kjörinn til þess að semja „ballett"- dansana fyrir ýmisleg hátíðahöld við hirðina, — og dansaði þá sjálfur, jafnframt því að vera hljómsveitarstjóri. Sagt er, að Lúðvíg konungur hafi jafnvel sjálfur tekið þátt í þessum ballet-dönsum. Ennfremur samdi Lulli dansa, sem feldir voru inn í gamanleiki Moliéres og dansaði þá sjálfur með mestu prýði, að því er sögur herma.

    Vegur Lullis við hirðina fór sívaxandi, en tekjurnar munu ekki hafa verið að sama skapi miklar, eða svo að hann þættist geta við unað. Og nú fer hann að beita hyggindum sínum og slægð sér til framdráttar, svo að um munar. Verður hér aðeins skýrt frá því atriði, sem líklega hefir skift hann sjálfan mestu máli, og er í sjálfu sér merkilegt atriði í sögu frakknesku óperunnar.

    Maður nokkur, Cambert að nafni, hafði um þessar mundir einkaleyfi „til þess að sýna opinbera söngleiki á frakkneskri tungu" (Akademie royale de musique). Með undirróðri og ýmislegum klækjum tókst Lulli að koma Cambert þessum í ónáð, svo að einkaleyfið var tekið af honum, — enda mun frammistaða hans hafa verið næsta léleg, — og veitt Lulli, árið 1672.

    Þegar til kom reyndist þetta ekki aðeins mikill hagur fyrir Lulli persónulega, heldur má segja, að með þessu væri lagður grundvöllurinn að hinni frakknesku óperu, og hefir Lulli síðan verið talinn hinn raunverulegi upphafsmaður hennar og fyrsti brautryðjandi.

    Nú fengu fyrst notið sín til fullnustu hinir frábæru tónlistarhæfileikar hans, og um leið skipulagningar- og ráðsmenskuhæfileikarnir. Sá hét Quinault, sem textana samdi fyrir Lulli og reyndist honum ómetanlegur samverkamaður. En sjálfur var Lulli alt í senn: framkvæmdastjórinn, tónskáldið, leikstjórinn og hljómsveitarstjórinn, og fórst alt vel úr hendi.

    Söngleikir Lullis eru í formi hinna fyrstu florentisku „músik-sorgarleikja, og voru upphaflega ekki nefndir „óperur heldur „dramatiskir mcsik-leikir".

    Næstu 14 árin samdi Lulli hvorki meira né minna en um 20 slíkra tónverka, og er alveg furðulegt, hve fjölbreytileg viðfangsefni hann valdi sér. En það er eins og hann væri alstaðar jafnvel heima og að öll viðfangsefni léku í höndum hans og huga.

    „Þegar hann hafði fengið umráð yfir leikhúsinu, sýndi hann það tvímælalaust, að honum bar sess meðal hinna merkustu og fjölhæfustu tónlistarmanna, þó að hann verðskuldaði annars hvorki samúð né virðingu sem maður," segir einn sagnaritarinn um Lulli.

    Auk þessara söngleikja (sem tilgagnslaust er að telja hér upp, þar sem nú eru þeir ekki viðfangsefni annara en tónlistarsagnfræðinga), samdi Lulli fjölda annara tónsmíða, svo sem 20 balletta, danslög og ýmiskonar leiksviðstónsmíðar, sem feldar voru inn í sjónleiki ýmsra höfunda, t. d. Moliérs, fiðlutónsmíðar, og jafnvel nokkuð

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1