Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Ekki er allt sem sýnist
Ekki er allt sem sýnist
Ekki er allt sem sýnist
Ebook219 pages3 hours

Ekki er allt sem sýnist

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

12 sögur. 12 hetjur. 12 óvænt endalok.Í þessu smásagnasafni er frásagnarlist Jeffreys Archer upp á sitt besta. Archer fer með lesendur sína í spennandi ferðalag um rómantík, viðskipti og frelsisþrá; frá London og New York til Kína og jafnvel Nígeríu. Persónurnar elska og þrá, svíkja, tapa og vinna sér inn heiður og fé í sögum sem eiga eftir að vinna hug og hjörtu lesenda, enda hefur safnið að geyma eitthvað fyrir alla.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJan 26, 2022
ISBN9788728200704
Author

Jeffrey Archer

Jeffrey Archer, whose novels and short stories include the Clifton Chronicles, Kane and Abel and Cat O’ Nine Tales, is one of the world’s favourite storytellers and has topped the bestseller lists around the world in a career spanning four decades. His work has been sold in 97 countries and in more than 37 languages. He is the only author ever to have been a number one bestseller in fiction, short stories and non-fiction (The Prison Diaries). Jeffrey is also an art collector and amateur auctioneer, and has raised more than £50m for different charities over the years. A member of the House of Lords for over a quarter of a century, the author is married to Dame Mary Archer, and they have two sons, two granddaughters and two grandsons.

Related to Ekki er allt sem sýnist

Related ebooks

Related categories

Reviews for Ekki er allt sem sýnist

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Ekki er allt sem sýnist - Jeffrey Archer

    Ekki er allt sem sýnist

    Translated by Björn Jónsson

    Original title: A quiver full of arrows

    Original language: English

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1980, 2022 Jeffrey Archer and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728200704

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Tileinkuð Robin

    og Carolyn

    Athugasemd höfundar

    Ellefu af þessum tólf smásögum styðjast við þekkt atvik (en sumum þeirra hefur verið breytt verulega).

    Aðeins ein smásagan er algert hugarfóstur mitt.

    Uppistaðan í Að fylla hundraðið er fengin úr þremur krikketkeppnum. Það er enginn leikur að hafa upp á þeim.

    Hugmyndin að Hádegisverðarboði er fengin hjá W. Somerset Maugham.

    J.A.

    Kínverska styttan

    Litla kínverska styttan var næst á uppboðsskránni. Númer 103 vakti þetta hógláta hljóðskraf, sem ætíð verður í uppboðssal þegar kjörgripur er í vændum. Aðstoðarmaður uppboðshaldara hóf fínlega fílabeinsstyttuna á loft til þess að fólk í þétt skipuðum salnum gæti dáðst að henni, en uppboðshaldari litaðist um til að ganga úr skugga um það hvar einbeittir bjóðendur sætu í mannþrönginni. Ég gaumgæfði uppboðsskrána og las hina nákvæmu lýsingu á styttunni og það sem vitað var um sögu hennar.

    Styttan hafði verið keypt í Ha Li Chuan 1871 og var „í eigu sæmdarmanns", eins og þeir orðuðu það hjá Sotheby’s, en það táknaði oftast að einhver aðalsmaður vildi ógjarnan viðurkenna að hann væri tilneyddur að selja ættargrip. Ég velti því fyrir mér hvort svo væri ástatt að þessu sinni og ákvað að kanna málið. Hvernig stóð á því að þessi litla kínverska stytta var komin inn í uppboðssal þennan fimmtudagsmorgun eftir meira en heila öld.

    „Númer 103, tilkynnti uppboðshaldarinn skýrri röddu. „Hvað er boðið í þennan frábæra...?

    Sir Alexander Heathcote var ekki einungis sæmdarmaður, heldur einkar nákvæmur í einu og öllu. Hann var nákvæmlega 191 cm að hæð, reis úr rekkju klukkan 7 á hverjum morgni, settist að morgunverði með konu sinni og borðaði eitt egg, sem soðið hafði verið í nákvæmlega fjórar mínútur, tvær sneiðar af ristuðu brauði með einni skeið af Cooper’s-ávaxtamauki og drakk einn bolla af Kínatei. Að því búnu ók hann í hestvagni frá heimili sínu í Cadogan Gardens klukkan nákvæmlega tuttugu mínútur yfir átta og kom til utanríkisráðuneytisins klukkan átta fimmtíu og níu, en hélt aftur heim til sín á slaginu klukkan sex síðdegis.

    Sir Alexander hafði verið nákvæmur í öllum háttum frá barnæsku, eins og einkasyni hershöfðingja sæmdi. En gagnstætt föður sínum, valdi hann þann kost að þjóna drottningu sinni í utanríkisþjónustunni, og ekki var síður nákvæmni þörf á þeim vettvangi. Hann hóf feril sinn við tveggja manna skrifborð í utanríkisráðuneytinu í Whitehall, varð síðan þriðji sendiráðsritari í Calcutta, annar sendiráðsritari í Vínarborg, gerðist fyrsti sendiráðsritari í Róm, varð aðstoðarsendiherra í Washington og tók loks við sendiherraembætti í Peking. Hann kættist mjög þegar Gladstone bauð honum sendiherraembættið í Kína, þar sem hann hafði þá um talsvert skeið haft ærinn áhuga á listmunum frá valdaskeiði Ming-ættarinnar. Þessi hátindur á sæmdarferli hans hlaut að veita honum það sem hann hefði talið óhugsandi til þessa: tækifæri til að sjá ýmsar þær stórmerku styttur, málverk og teikningar í réttu umhverfi, sem hann hafði til þessa orðið að dást að í bókum.

    Þegar Sir Alexander kom til Peking með föruneyti sínu eftir nálega tveggja mánaða ferð á sjó og landi, gekk hann á fund Tzu-Hsi keisaraynju og lagði fram embættisskilríki sín ásamt einkabréfi frá Viktoríu drottningu. Keisaraynjan, sem klædd var hvítum og gullnum skrúða frá hvirfli til ilja, tók á móti nýja sendiherranum í hásætissal keisarahallarinnar. Hún las bréf breska einvaldsins meðan Sir Alexander stóð teinréttur í þeim stellingum sem hefðin bauð. Hennar keisaralega hátign lét ekkert uppskátt um efni bréfsins við nýja sendiherrann, óskaði honum einungis farsæls ferils á skipunartíma hans. Að því búnu kipraði hún munnvikin lítið eitt upp á við og hugði Sir Alexander réttilega að það táknaði að áheyrninni væri þar með lokið. Mandarín, klæddur síðum hirðskrúða, svörtum og gylltum, gekk með Sir Alexander um glæsta sali keisarahallarinnar áleiðis til dyra að athöfn lokinni; Sir Alexander gekk eins hægum skrefum og kostur var og virti náið fyrir sér stórkostlegt safn listmuna úr fílabeini og jaðe, sem stóðu á strjálingi hvert sem litið var, með líkum hætti og listaverk eftir Cellini og Michelangelo sem hrúgað hefur verið saman í Flórens.

    Sendiherraskeið Sir Alexanders stóð einungis í þrjú ár og valdi hann því þann kost að fara ekki í löng frí. Þess í stað ferðaðist hann ríðandi út um land, þegar tóm gafst til, og kynnti sér land og þjóð. A þessum ferðum naut hann jafnan fylgdar mandaríns frá hirðinni, er var í senn túlkur hans og leiðsögumaður.

    Í einni slíkri ferð lá leið Sir Alexanders um forugar götur Ha Li Chuan, einkar óverulegs smáþorps eina áttatíu kílómetra frá Peking, og þar rakst hann af tilviljun á verkstæði gamals myndskera. Sendiherrann steig af hesti sínum og gekk frá fylgdarliðinu inn í hrörlegt timburhreysið til að dást að öllum þeim fínlegu listmunum úr fílabeini og jaðe sem fylltu allar hillur frá gólfi til lofts. Gripirnir voru nútímalegir í sniði en frábærlega vel unnir af hinum oddhaga manni, og sendiherrann hugsaði með sér þegar hann gekk inn í kofann að nú þyrfti hann að verða sér úti um einhvern minjagrip um þessa ferð. Þegar inn var komið, gat hann naumast hreyft sig úr stað af ótta við að velta einhverju um koll. Húsnæðið hafði ekki verið miðað við 191 cm háa gesti. Sir Alexander stór kyrr í sömu sporum, frá sér numinn, og andaði að sér jasmínuilminum sem lá þarna í lofti.

    Gamall myndskeri kom tifandi með nokkrum asa, klæddur síðum bláum sloppi og með svartan hatt á höfði; hrafnsvört hárflétta hékk niður á bak. Hann hneigði sig afar djúpt og leit síðan upp á risann frá Englandi. Ráðherrann hneigði sig á móti, en mandaríninn sagði deili á Sir Alexander og greindi frá löngun hans til að skoða handaverk myndskerans. Gamli maðurinn kinkaði kolli til samþykkis áður en mandaríninn hafði lokið bón sinni. Næstu klukkustundina og heldur lengur þó dæsti sendiherrann og kumraði í aðdáun sinni meðan hann gaumgæfði myndverkin en færði sig síðan yfir til gamla mannsins og hrósaði handaverkum hans. Myndskerinn hneigði sig einu sinni enn, og í feimnislegu brosi hans var enga tönn að sjá, aðeins einlæga gleði yfir hrósyrðum Sir Alexanders. Hann otaði fingri inn eftir verkstæðinu og benti sæmdargestum sínum að koma með sér. Þeir gerðu það og gengu inn í sannkallaðan Aladínshelli, þar sem gullfallegar smástyttur af keisurum og sagnapersónum stóðu í röðum og blöstu við sjónum gestanna. Sendiherrann hefði getað hreiðrað þarna um sig í heila viku og notið fílabeinsins sem var allt í kringum hann. Sir Alexander og myndskerinn létu móðan mása hvor við annan með tilstyrk túlksins og það leið ekki á löngu þangað til ást sendiherrans og þekking hans á list Mingskeiðsins kom í ljós. Andlit litla myndskerans ljómaði af gleði þegar honum varð þetta ljóst. Hann sneri sér að mandaríninum og beiddist einhvers í hálfum hljóðum. Mandaríninn kinkaði kolli til samþykkis og þýddi síðan:

    „Ég á reyndar grip frá Ming-skeiðinu sjálfu, yðar ágæti, sem þér gætuð haft gaman af að sjá. Það er stytta sem hefur verið í eigu fjölskyldu minnar í meira en sjö ættliði."

    „Mér væri heiður að því," sagði sendiherrann.

    „Minn væri heiðurinn, yðar ágæti," sagði litli maðurinn og skaust að því búnu út um bakdyrnar; það munaði minnstu að hann dytti um hundgrey á leiðinni yfir að gamla húskofanum örskammt aftan við verkstæðið. Sendiherrann og mandaríninn biðu í bakherberginu. Sir Alexander vissi sem var að aldrei hefði hvarflað að gamla manninum að bjóða virtum gesti inn á vesælt heimili hans fyrr en þeir hefðu þekkst í nokkur ár, og þó ekki fyrr en Sir Alexander hefði orðið fyrri til að bjóða honum heim. Það liðu fáeinar mínútur, en svo birtist litli bláklæddi maðurinn og hljóp við fót, fléttan hoppaði og slóst til á herðum hans. Henn hélt báðum höndum um eitthvað og þrýsti því að brjósti sér; það hlaut að vera eitthvert fágæti eftir tilburðum hans að dæma. Myndskerinn rétti sendiherranum gripinn. Sir Alexander gapti og gat engan veginn dulið geðbrigði sín. Litla styttan, sem aðeins var fimmtán sentimetra há, var af Kung keisara, glæsilegasta sýnishorn frá Ming-skeiðinu sem sendiherrann hafði séð til þessa. Sir Alexander þóttist viss um að höfundur styttunnar hlyti að vera Pen Q hinn snjalli, sem keisarinn hafði haft í þjónustu sinni, en eftir því að dæma hlaut styttan að vera frá lokum fimmtándu aldar. Eini gallinn á þessum góða grip var sá að það vantaði fílabeinsstéttina sem er að jafnaði undir styttum af þessu tagi og smástautur stóð niður úr keisaraskrúðanum. Í augum Sir Alexanders gat hins vegar ekkert skyggt á glæsileika þessa verks. Gamli myndskerinn bærði ekki varirnar, en augu hans ljómuðu af þeim unaði sem leyndi sér ekki hjá gesti hans þegar hann gaumgæfði keisarastyttuna.

    „Yður finnst styttan góð?" spurði myndskerinn með tilstyrk túlksins.

    „Hún er stórfengleg, svaraði sendiherrann. „Alveg stórfengleg.

    „Handaverk mín eru ekki þess verð að standa nálægt henni," bætti myndskerinn við í djúpri auðmýkt.

    „Nei, ég tek alls ekki undir það," sagði sendiherrann, þótt litli myndskerinn vissi gjörla að hefðargesturinn sagði þetta af góðmennsku, því að Sir Alexander hélt þannig á fílabeinsstyttunni að það leyndi sér ekki að hann bar sama hug til hennar og gamli maðurinn.

    Sendiherrann brosti niður til myndskerans þegar hann rétti honum Kung keisara, en svo hrukku út úr honum ef til vill einu óháttvísu orðin, sem honum höfðu orðið á munni á þrjátíu og fimm ára ferli í þjónustu drottningar og föðurlands.

    „Mikið vildi ég að ég ætti þennan grip."

    Sir Alexander iðraðist orða sinna um leið og hann heyrði mandaríninn þýða þau; hann þekkti ofur vel hina fornu kínversku hefð að beiðist virtur gestur einhvers, vex eigandinn í augum annarra, ef hann verður við bóninni.

    Gamli smávaxni myndskerinn varð mæðulegur á svip er hann rétti sendiherranum styttuna.

    „Nei, nei, ég sagði þetta bara í gamni," sagði Sir Alexander og reyndi að ota styttunni aftur að eiganda hennar.

    „Þér mynduð óvirða vesælt heimili mitt, ef þér tækjuð ekki keisarann, yðar ágæti," sagði gamli maðurinn og var mikið niðri fyrir; mandaríninn kinkaði kolli til samþykkis, alvarlegur á svip.

    Litli myndskerinn hneigði sig. „Ég verð að setja stétt undir styttuna, sagði hann, „annars getið þér ekki haft hana til sýnis.

    Hann gekk út í horn og lauk upp stórri trékistu, sem hlýtur að hafa geymt einar hundrað stéttir undir styttur hans sjálfs. Hann rótaði í kistunni og dró síðan upp stétt, sem skreytt var litlum dökkum myndum er sendiherranum leist ekkert á, en stéttin fór hins vegar eins og best varð á kosið. Gamli maðurinn kvaðst ekki þekkja sögu stéttarinnar en fullvissaði Sir Alexander um það að hún bæri einkennismark ágæts handverksmanns.

    Sendiherrann tók við gjöfinni vandræðalegur og miður sín og myndaðist við að þakka litla gamla manninum, þótt hann vissi ekki hvernig hann ætti að koma þakklæti sínu til skila. Myndskerinn hneigði sig djúpt einu sinni enn er Sir Alexander og svipbrigðalaus mandaríninn gengu út úr verkstæðinu.

    Sendiherrann var í ægilegu uppnámi á leiðinni til Peking; mandaríninn sá hvað honum leið og ávarpaði hann að fyrra bragði, þótt ekki væri það vandi hans:

    „Yðar ágæti þekkir efalaust hina fornu kínversku hefð, sagði hann, „að þegar ókunnur maður hefur sýnt örlæti, ber að endurgjalda gjafmildi hans áður en ár er liðið.

    Sir Alexander brosti í þakklætisskyni og velti orðum mandarínsins vandlega fyrir sér. Þegar hann kom til embættisbústaðar síns, gekk hann þegar yfir í veglegt bókasafn sendiráðsins, ef vera kynni að hann gæti áttað sig á raunverulegu verðgildi styttunnar. Eftir langa leit rakst hann á styttu frá Ming-skeiðinu, er var nánast alger hliðstæða gripsins sem nú var í eigu hans, og með aðstoð mandarínsins tókst honum að áætla raungildi hennar, er samsvaraði næstum þriggja ára launum manns í þjónustu krúnunnar. Sendiherrann ræddi málið við lafði Heathcote og hún dró enga dul á það sem bónda hennar bæri nú að gera.

    Í næstu viku sendi sendiherrann bréf með einkaboðbera til forstjóra viðskiptabanka hans, Coutts & Co. í Strand í London. Æskti hann þess að þeir sendu meginhluta innstæðu hans til Peking eins skjótt og kostur væri. Þegar féð kom níu vikum síðar, ræddi sendiherrann aftur við mandaríninn, er hlýddi á spurningar hans og veitti honum skýr og ítarleg svör sjö dögum síðar.

    Mandaríninn hafði komist að því að litli myndskerinn, Yung Lee, var af hinni gömlu og virtu ætt Yungs Shau, en fjöldi manna af þeirri ætt hafði lagt stund á myndskurð síðustu fimm hundruð árin. Hann greindi Sir Alexander enn fremur frá því að handaverk fjölmargra forfeðra Yungs Lee stæðu í höllum Manchu-furstanna. Yung Lee gerðist nú aldurhniginn og langaði til að setjast í helgan stein uppi í hæðabyggðunum ofan við þorpið, þar sem forfeður hans höfðu jafnan lokið ævidögum sínum. Sonur hans var albúinn að taka við verkstæðinu af honum og halda fjölskylduhefðinni við. Sendiherrann þakkaði mandaríninum fyrir vel unnið verk og beiddist aðeins eins af honum til viðbótar. Mandaríninn hlýddi á enska sendiherrann með næmum skilningi og hélt að því búnu til hallarinnar til að ræða málið.

    Nokkrum dögum síðar varð keisaraynjan við bón Sir Alexanders.

    Að jafnlengd, er næstum ár var liðið, hélt sendiherrann ásamt mandaríninum frá Peking til þorpsins Ha Li Chuan. Er Sir Alexander kom á vettvang, steig hann þegar af baki og gekk inn í verkstæðið, sem hann mundi svo vel eftir frá fyrri tíð. Þarna sat gamli maðurinn við vinnuborðið, með hattinn svolítið skakkan á höfðinu, hélt á óskornu fílabeinsstykki í höndunum og velti því íhugandi fyrir sér með hlýju í augunum. Hann leit upp og gekk tifandi í átt til sendiherrans, en bar ekki kennsl á hann fyrr en hann gat næstum snert þennan erlenda risa. Þá hneigði hann sig djúpt. Sendiherrann talaði með tilstyrk mandarínsins:

    „Ég er kominn aftur, áður en ár er liðið, til að gjalda skuld mína."

    „Þess var engin þörf, yðar ágæti. Fjölskyldu minni er sæmd af því að litla styttan stendur nú í voldugu sendiráði og einhvern tíma fær fólk í yðar eigin landi ef til vill tækifæri til að dást að henni."

    Sendiherranum datt ekkert í hug til að svara þessu eins og vert var og beiddist þess eins að gamli maðurinn kæmi með honum í stutta ferð.

    Myndskerinn varð við því án þess að spyrja neins og mennirnir þrír riðu af stað á ösnum og stefndu í norðurátt. Þeir riðu í rúmar tvær stundir eftir krókóttum götum upp í hæðabyggðina bak við verkstæði myndskerans, og þegar þeir komu til þorpsins Ma Tien kom annar mandarín til móts við þá. Hann hneigði sig djúpt fyrir sendiherranum og bað Sir Alexander og myndskerann að fylgja sér fótgangandi. Þeir gengu þegjandi yfir í hinn enda þorpsins og námu ekki staðar fyrr en í litlum hvammi, þar sem dalurinn blasti við sjónum fram undan alla leið niður til Ha Li Chuan. Þarna í hvamminum stóð nýreist hús, lítið hvítt hús, eins fullkomið í öllu sniði og frekast var unnt. Tveir ljónhundar úr steini með lafandi tungur stóðu vörð við útidyrnar. Litli gamli myndskerinn, sem hafði ekki mælt orð frá vörum síðan hann gekk út úr verkstæðinu, furðaði sig enn sem fyrr á þessari ferð uns sendiherrann sneri sér að honum og sagði:

    „Þetta er lítil og óveruleg gjöf og vanmáttug tilraun mín til að gjalda líku líkt."

    Myndskerinn féll á kné og bað mandaríninn að fyrirgefa sér; hann vissi sem var að handverksmönnum var bannað að þiggja gjafir af útlendingum. Mandaríninn reisti skelkaða bláklædda manninn á fætur og skýrði honum frá því að keisaraynjan sjálf hefði orðið við bón sendiherrans. Gleðibros breiddist yfir andlit myndskerans og hann gekk hægum skrefum upp að dyrum litla fallega hússins og gat ekki stillt sig um að strjúka hendi yfir úthöggnu ljónhundana. Ferðalangarnir þrír dáðust síðan að litla húsinu í meira en klukkustund, en héldu síðan aftur sælir og þögulir niður að verkstæðinu í Ha Li Chuan. Þar skildu mennirnir tveir með fullri sæmd og Sir Alexander hélt ríðandi til sendiráðsins um kvöldið; hann var feginn því að bæði mandaríninn og lafði Heathcote höfðu fallist á aðgerðir hans.

    Sendiherrann lauk embættisferli sínum í Peking, keisaraynjan sæmdi hann kínversku silfurstjörnunni og þakklát drottning bætti orðunni K.C.V.O. við safn heiðursmerkja og sæmdartákna sem þegar var orðið stórt. Að því búnu sýslaði Sir Alexander í utanríkisráðuneytinu í nokkrar vikur og hreinsaði til á skrifborði því sem helgað er kínverskum málum, en settist að því búnu í helgan stein í heimahéraðinu Yorkshire, eina héraðinu á Englandi þar sem íbúarnir vonast enn til að fæðast og deyja á sama stað — líkt og Kínverjar. Síðustu æviárin bjó Sir Alexander á föðurleifð sinni ásamt konu sinni og litla Ming-keisaranum. Styttan stóð á miðri arinhillunni í viðhafnarstofunni, þar sem allir gátu barið hana augum og dáðst að henni.

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1