Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Sagan af Núreddín Alí og Bedreddín Hassan (Þúsund og ein nótt 46)
Sagan af Núreddín Alí og Bedreddín Hassan (Þúsund og ein nótt 46)
Sagan af Núreddín Alí og Bedreddín Hassan (Þúsund og ein nótt 46)
Ebook77 pages58 minutes

Sagan af Núreddín Alí og Bedreddín Hassan (Þúsund og ein nótt 46)

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Til þess að bjarga þræl sínum frá reiði kalífans, segir vezírinn óvænta sögu: Tveir nánir bræður finna fyrir það sterkri ástúð sín á milli að þá dreymir um að giftast systrum á sama degi og að börn þeirra muni síðar giftast. Á meðan þeir leggja á ráðin um óskir sínar byrja þeir að rífast varðandi upphæð heimanmundsins og skiljast að. En máttur örlaga er það sterkur að leiðir þeirra munu liggja saman aftur á ný.Þetta er síðasta ævintýrið í hinu klassíska safni "Þúsund og ein nótt".Eftir að Sjarjar konungur er svikinn af konu sinni getur hann ekki treyst öðrum konum. Hann tekur sífellt við nýjar konur og afhausar þær svo. Þegar hann kynnist Sjerasade eru það töfrandi sagnamáttur hennar sem nær að halda henni á lífi, en sögur hennar heilla konung á þann hátt að hann fær sig ekki til þess að drepa hana. Ævintýralegu sögurnar sem innihalda forn heilræði hafa einnig þann mátt að geta breytt ákvörðunum og örlögum konungsins.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateSep 6, 2021
ISBN9788726593136
Sagan af Núreddín Alí og Bedreddín Hassan (Þúsund og ein nótt 46)

Related to Sagan af Núreddín Alí og Bedreddín Hassan (Þúsund og ein nótt 46)

Titles in the series (6)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for Sagan af Núreddín Alí og Bedreddín Hassan (Þúsund og ein nótt 46)

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Sagan af Núreddín Alí og Bedreddín Hassan (Þúsund og ein nótt 46) - One Thousand and One Nights

    Sagan af Núreddín Alí og Bedreddín Hassan (Þúsund og ein nótt 46)

    Translated by Steingrímur Thorsteinsson

    Original title: أَلْفُلَيْلَةٍوَلَيْلَةٌ‎

    Original language: Arabic

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 900, 2021 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726593136

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga Egmont - a part of Egmont, www.egmont.com

    „Drottinn rétttrúaðra manna! Einu sinni ríkti í Egiptalandi soldán, sem var réttlátur, hjartagóður ograusnarlyndur. Nágrannaþjóðirnar höfðu geig af honum fyrir sakir hreysti hans. Hann var vinurhinna nauðstöddu og verndari fræðimanna, og hóf hann þá til hæstu metorða.

    Stórvezír konungs þessa var hygginn og vitur maður, og vel að sér í fögrum vísindum og alls konarfróðleik. Ráðgjafi þessi átti tvo sonu, fríða sýnum; fetuðu þeir báðir í fótspor hans. Hinn eldri hétSjemseddín Móhammed, en hinn yngri Núreddín Alí, og hafði einkum sá hinn yngri alla kosti til aðbera, sem hugsazt geta.

    Þegar vezírinn, faðir þeirra, var dáinn, gerði soldán boð eftir þeim báðum, færði hvorn þeirra um sig ívezírs skrúða og mælti: „Ykkur tekur ekki sárara tjón það, er þið hafið beðið, en sjálfan mig. Veit ég aðþið lifið í bróðurlegu samlyndi, og sæmi ég ykkur því báða vezírstigninni. Farið nú vel, og reynið aðlíkjast föður ykkar."

    Báðir hinir nýju vezírar þökkuðu soldáni fyrir náð þessa og gengu heim; eftir það sáu þeir um greftrunföður síns. Þegar mánuður var liðinn, gengu þeir í fyrsta sinn á ráðstefnu soldáns; áttu þeir þarstöðugt sæti. Þegar soldán fór á veiðar, fylgdi honum ávallt annar hvor bræðranna, og nutu þeirþessarar sæmdar til skiptis.

    Það var einu sinni, er þeir höfðu snætt kvöldverð, daginn áður en eldri bróðirinn átti að fylgja soldániá veiðar, og voru að tala um hitt og þetta, að þá tók hinn eldri til máls: „Við erum báðir ókvæntir oglifum í bróðurlegri eindrægni, því kemur mér til hugar, að við ættum á sama degi að eiga tvær systuraf góðum ættum við okkar hæfi. Hvernig lízt þér á það?"

    „Þetta ráð, anzaði Núreddín Alí, „er í alla staði samboðið vináttu okkar, og er ég reiðubúinn til alls,sem þú hyggur oss henta.

    „Ekki skal þar við sitja, mælti Sjemseddín, „hugur minn hvarflar lengra fram í tímann. Gerum nú ráðfyrir, að konur okkar verði barnshafandi á sama tíma og ali börn sín á sama degi, þín kona son, ogmín kona dóttur, þá skulum við láta börnin eigast, þegar þau eru upp komin.

    „Þetta er óskaráð, segir Núreddín Alí, „þessi ráðahagur staðfestir bróðurelsku okkar til fulls, ogsamþykki ég þetta fúslega. En ef nú yrði úr þessari ráðagerð, mundir þú þá heimta heimanmund afsyni mínum?

    „Það verður varla sundurþykkisefni, anzaði hinn, „og geng ég að því vísu, að þú gefir syni þínum íminnsta lagi þrjú þúsund sekkínur, þrjár góðar jarðir og þrjá þræla.

    „Ekki skaltu treysta því, anzaði yngri bróðirinn, „erum við ekki bræður og höfum báðir jöfn metorð?Þú veizt líka, að karlar eru konum æðri og meiri. Ætli því ekki það væri réttast, að þú greiddir framríkulega heimanfylgju? Mundi þér ekki verða mikið fyrir því, þó þú yrðir að lána féð úr annars sjóði.

    Að vísu sagði Núreddín Alí þetta í gamni, en bróðir hans var skapbráður og þótti honum fyrir. „Bölvaður sé sonur þinn, mælti hann með þykkjusvip, „fyrst þú vogar að taka hann fram yfir dótturmína. Þykir mér þú furðu djarfur, að ætla þeim jafnræði. Þú munt vera brjálaður, fyrst þú segir, að við höfum jöfn metorð. Skaltu vita það, að fyrir heimsku þína mun ég ekki gefa syni þínum dóttur mína,þó þú gæfir honum meiri auð en þú átt sjálfur.

    Þessi skringilega þræta bræðranna út af giftingu óborinna barna þeirra, harðnaði meir og meir, ogjókst orð af orði, þangað til Sjemseddín Móhammed heitaðist við bróður sinn og mælti: „Ætti ég ekkiá morgun að fylgja soldáni, skyldi ég launa þér, sem þú hefur til unnið. En þegar ég kem heim, skaltukomast að raun um, að yngra bróður hentar ekki að velja eldra bróður svo háðuleg orð, sem þú hefurgert."

    Eftir þetta gengu þeir báðir til svefns.

    Morguninn eftir snemma dags fór Sjemseddín Móhammed frá Kairó með soldáni og föruneyti hans,og var stefnt á leið til pýramíðanna. En Núreddín var harðla órótt um nóttina, og kom honum ekkisvefn á auga. Eftir langa umhugsun réði hann af, að slíta allri sambúð við bróður sinn, því honumþótti frágangs sök að þola slíkan ofmetnað.

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1