Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Jón Sigurðsson: Andþóf
Jón Sigurðsson: Andþóf
Jón Sigurðsson: Andþóf
Ebook423 pages7 hours

Jón Sigurðsson: Andþóf

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Þriðji hluti ævisögu Jóns Sigurðssonar greinir frá Alþingisfundunum árin 1853 og 1857, þeim ýmsu þingmálum sem þar voru tekin fyrir ásamt baráttu Íslendinga fyrir verslunarfrelsi. Þrátt fyrir vonbrigði að þjóðfundi loknum, efldu niðurstöður hans samstöðu og viðhorf þjóðarinnar til sjálfstæðisbaráttu. Þá litu landsmenn helst til Jóns Sigurðssonar hvað þjóðmál snertir enda atorkusamur í að koma skoðunum sínum á framfæri, bæði í ræðu og riti. Var það helst tímaritið Ný félagsrit sem birti skoðanir baráttumanna um höfuðmál þjóðarinnar á fræðandi, leiðbeinandi og hvetjandi máta. Á þessum tíma tók Jón einnig við stöðu forseta Hins Íslenzka bókmenntafélags ásamt því að starfa fyrir Árnasafn þar sem hann lagði ríka áherslu á söfnun íslenskra handrita. Jón Sigurðsson I-V er ævisaga þjóðarhetju og leiðtoga Íslands í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Ævisagan var upprunalega gefin út í fimm bindum af Hinu Íslenzka Þjóðvinafélagi í Reykjavík á árunum 1929-1933. Verkið er viðamikið og gefur innsýn í afdrifaríka ævi Jóns Sigurðssonar og sjálfstæðisbaráttuna við Dani. Höfundur bókanna er Páll Eggert Ólason.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateApr 5, 2023
ISBN9788728281840
Jón Sigurðsson: Andþóf

Read more from Páll Eggert ólason

Related to Jón Sigurðsson

Titles in the series (5)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for Jón Sigurðsson

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Jón Sigurðsson - Páll Eggert Ólason

    Jón Sigurðsson: Andþóf

    Cover image: shutterstock

    Copyright © 2023 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728281840

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    I. KAFLI.

    Eftirköst þjóðfundar.

    Ϸó að mörgum hafi orðið vonbrigði að því, hversu þjóðfundinum lauk, þá leiddi þó eitt gott af endalokum hans; samheldni manna og festa jókst mjög við glannaskap Trampes konungsfulltrúa og lýsti sèr í samróma andmælum í fundarlok. Mörkuðu andmælin djúpt spor í meðvitund þjóðarinnar, svo að til var vitnað síðan. En af því leiddi mjög samhuga framkomu í sjálfstæðismálum landsins um langa hríð. Var og fulltrúaþing þetta mjög vel fallið til þess að halda uppi merki lands og þjóðar, því að sjaldan hefir annað eins mannval verið saman komið í senn, af hálfu þjóðarinnar, og á þjóðfundinum. Lýsir Jón Sigurðsson sjálfur samheldni fulltrúanna í grein um fundinn, sem hann birti í Nýjum fèlagsritum 1852 og nefndi „Eftirlit". Segir þar svo:

    „Hversu mikið sem reynt var á ýmsan hátt, hversu margar sendiferðir sem gerðar voru út og hversu mikil málsnilld sem þar var sýnd á ýmsa vegu, þá gat það ekki annað en gert menn æ öruggari og fastari, svo að ekki voru að síðustu nema 5 af hinum konungkjörnu, sem að minnsta kosti að nafninu til þóktust standa nær konungsfrumvarpinu, en viðurkenndu þó, að sá máti, sem hèr væri fylgt af stjórninni til að lögleiða þetta frumvarp, væri óvanalegur, og drógu strik yfir grundvallarlögin dönsku, yfir kosningalögin og yfir alla fulltrúana frá Íslandi til ríkisþingsins, nema einn. En svo var konungsfulltrúinn orðinn lítilþægur, að hann þóktist samt sem áður hafa liðveizlu þessara manna, og þeir höfðu gott lag á að halda honum í þeirri trú. Og jafnvel ekki hin konungkjörna sveit var ófáanleg til að sveigja enn lengra frá vilja stjórnarinnar, enda gefur Jón í skyn, að tilslökun hefði getað komið til mála á báðar hliðar: „Samt sem áður er það líklegt, að þeir hefðu komið sèr saman við meira hlutann, ef málið hefði gengið til umræðu, svo að báðir hefðu slakað nokkuð til, hvor við annan, og það getur verið, að bágast hefði orðið á endanum að gera blessaðan prófastinn í Strandasýslu ánægðan.

    Ϸessi síðustu ummæli Jóns lúta að síra Ϸórarni Kristjánssyni. Hlaut hann heldur ámæli af framkomu sinni á þjóðfundinum og einkum eftir fundinn, en var ella vel gefinn maður og vel látinn. Kallar einn samfundarmanna hans, síra Ólafur E. Johnsen, hann síðar „frávilltan sauð", í brèfi til Jóns Sigurðssonar, 4. jan. 1853. ¹ Hafnaði síra Ϸórarinn að taka þátt í samtökunum eftir fundinn með öðrum samverkamönnum sínum, og var það allkynlegt um mann, sem áður hafði kynnt sig að áhuga um þessi efni, verið fulltrúi á fyrsta Ϸingvallafundinum og einn hinna betri stuðningsmanna Nýrra fèlagsrita. Hugðist síra Ϸórarinn síðar að verja framkomu sína á þjóðfundinum, og er sú vörn eða skýrsla hans enn til, ² en ekki tekst honum betur en svo, að sýnt er þeim, sem lesa, að þar hefir maður verið í deigasta lagi.

    Ϸað er enn fremur ljóst, að Jón Sigurðsson og samherjar hans hafa enga þykkju að ráði borið til konungkjörna liðsins nè þess úr þeirri sveit (Ϸórðar Sveinbjörnssonar), sem skarst úr leik í stjórnskipanarnefndinni, með fram vegna þess, að Jón telur jafnvel líklegt, að samkomulag myndi hafa náðst við umræður um málið á fundinum.

    Aðallega beindist gremja manna að konungsfulltrúa og forseta, eins og Jón bezt lýsir sjálfur: „Konungsfulltrúinn lèt mönnum ekki tjónkast það að reyna að tala málið til lykta, heldur sleit hann þinginu upp úr þurru og að orsakalausu, og það svo hastarlega, að forsetinn fekk ekki einu sinni að þakka honum fyrir sig og þingið, eins og vant er, og þókti oss það, hinum, nokkuð ókurteislegt og snubbótt. Ϸar að auk vorum vèr svo djarfir að hugsa, að forseti væri embættismaður þingsins og oddviti þess og ætti að sjá um, að erindreki stjórnarinnar gerði ekki á hluta þess. En það leit svo út sem forsetinn áliti ekki vera farið illa með þingið, þótt illa væri farið með sig, og ekki heldur, að það kæmi sèr við, þótt ósatt væri sagt á þingið. Vèr sjáum þar í móti ekki rèttara en að það hefði verið hans skylda að fá konungsfulltrúa til að segja skýlaust áður, hvort hann vildi lengja tímann, og leiða honum fyrir sjónir, að þingið ætti beinlínis rètt á, eftir konungsbrèfinu 23. sept. 1848, að ræða stjórnarmálið til lykta, eða að minnsta kosti fá hann til að tala um það, svo að ástæður yrðu leiddar með og í móti; en fengist ekki þetta, var hans skylda að segja frá því og mótmæla sjálfur þingsins vegna því, sem ósatt var og rangt, en ekki þegja við því og þagga það niður, og kyssa síðan á hönd konungsfulltrúa, á eftir að hann hafði tekið fyrir munn honum og þinginu".

    Nú var samt engan veginn svo, að Jóni fèllu illa endalok þjóðfundar, því að hann heldur áfram á þessa leið: „Vèr segjum ekki þetta af því, að oss þækti illa fara í sjálfu sèr, þó að þingi þessu sliti þannig, því að vèr álitum það þvert í móti hið heppilegasta, sem orðið gat, eftir því sem á stóð, en söm er gerð manna þar fyrir, hvers í sinni röð". ³ Jón kemur nánara að þessu síðar í hinni sömu grein, að þessi úrslit hafi verið hin hentustu: „Ϸað er auðsætt, að vèr segjum það einnig vegna þess, hvernig nú stóð á. Vèr vitum, að flestir landar vorir segja: ‚Báglega tókst með alþing enn!‘ og vola yfir kostnaði landsins til ónýtis o. s. frv. Ϸað er auðvitað, að allra-bezt væri, að stjórnin hefði búið til allra-bezta frumvarp, sent allra-bezta mann til að bera það upp og fá það samþykkt; svo hefði konungur sagt já og amen, og alllur ótti og kvíði hefði verið horfinn, því að vèr hefðum þá getað hvílt í skauti frelsis og fullsælu um allar ókomnar aldir. Svona hugsa óneitanlega margir, að þegar grundvallarlög landsins væru komin á prent og lögleidd, þá væri það mál á enda kljáð vel og farsællega, og þyrfti ekki þar um að hugsa framar. Svona hugsa menn þar, sem þeir eru óvanir að hugsa um alþýðleg mál og frelsi sitt, en láta stjórnina hafa fyrir því öllu saman; þar er þeim allt þess háttar svo leitt, kalla það hlutsemi og framhleypni og bollaleggingar og allt hvað heita hefir, og að eins ef þeir geta ekki hjá því komizt, þá fara þeir á þing; þegar þar er komið, þá er eins og verið sè að rista torf eða bjástra við búverk; þá er ekki hugsað um annað en reka allt af sem fyrst, til að komast heim aftur, öldungis eins og þegar keppzt er við að hirða í óþerratíð, svo að heyið geti komizt í garð. Ϸá er málunum flaustrað af og allt er á tjá og tundri; verði mótmæli eða kappræða með og í móti, þá heitir það tímatöf, rifrildi og flokkadrættir. Ef stjórnin væri ekki vinveitt þingunum, þá þækti henni vænt um, að svona færi, því að þá gerði hún allt til þess, að þar gæti farið klaufalega, til þess að geta sagt á eftir, að þingin væru til einskis, nema kostnaðar, og svo væri ekki annað en fá alþýðu til að biðja um að taka af þingin; síðan gætu allir lagzt fyrir aftur og farið að sofa og látið stjórnina vaka. Ϸetta er einmitt það, sem vèr höfum gert um ‚sex hundruð sumur‘ og fyrirverðum oss nú einmitt fyrir og segjum hver til annars: ‚Látum oss ei sem gyltur grúfa‘ lengur! Ϸað er því auðsætt, að með þessu fæst ekki frelsi, og með þessu heldst það ekki heldur, þó að það fengist. Ϸað er eina ráðið að vera starfsamir, árvakrir og samheldnir ávallt og jafnt, allt af vakandi og allt af með ugg og ótta. Með því einu móti vinnst og viðheldst frelsi og eflist velmegan og þjóðheill. Jón kannast við það, að unnt myndi hafa verið að láta ekki hleypa upp þjóðfundinum, en spyr jafnframt, hvort landinu myndi hafa orðið betra. Ef fallizt hefði verið á frumvarp stjórnarinnar, „þá hefði þar með ekki unnizt annað en að þing vort hefði sagt já út í loptið við því, sem það vildi ekki, og þó ekki getað fyrirbyggt neinar þær breytingar, sem nú kunna að verða á hinum dönsku grundvallarlögum. Ϸjóðfundurinn hefði þá í raun rèttri ekki játað grundvallarlögunum, eins og þau eru nú, heldur og einnig með þeim breytingum, sem þau kynnu að fá, hvernig sem þær kunna að verða. Tillögur minna hlutans í nefndinni (Ϸórðar Sveinbjörnssonar) telur hann ekki vissari um áheyrn stjórnarinnar en meira hlutans. Og hvernig sem væri, hefðu Íslendingar þó ekki enn fyrirgert fyrirheiti konungs í brèfi hans 23. sept. 1848. „Menn segja: ‚Ϸað er hryggilegt að vera í þessu voki og vita ekkert, hvernig um sig fer‘. Ϸar til svörum vèr, að vèr erum alls ekki í meira voki nú en þó að vèr hefðum játað stjórnarfrumvarpinu. Komi stjórnin með sama frumvarp, getum vèr játað því, neitað því eða stungið upp á breytingum, eftir því sem oss virðist hentugast, eða látið hleypa þinginu upp í annað sinn. Komi stjórnin með annað frumvarp, þá má fara eins að. Komi hún með nýlendustjórnar-frumvarp, sem helzt lítur út til nú, þá má það vera mikið hnöttótt, ef hvergi verður á því sá flötur, að vèr getum látið það standa, á meðan vèr skoðum það, og mikið tindótt, ef vèr getum hvergi náð á því handfesti. En ef vèr náum í það, þá getum vèr líklega komið að því breytingarákvæðum einhverstaðar". En meðan stendur á þeirri baráttu, bendir Jón á það, hvað gera megi til umbóta innanlands. Er þar efst á baugi verzlunarfrelsið, grundvöllur allra annarra endurbóta á Íslandi, enda lausara orðið um það en nokkuru sinni fyrr og því auðveldara en áður að fylgja því fram með meiri samheldni en áður, í samræmi við tillögur þingsins síðasta (þjóðfundar). Ϸá liggja næst fyrir hendi umbætur alls konar í búnaði og atvinnuvegum og þær stofnanir (bændaskólar, sjómannaskólar), sem hlúð geta að framtaki og framförum í þeim greinum öllum; því meiri rækt, sem lögð er við einstakar greinir, því betri viðbúnaður hinum æðri framförum, því betri fræðsla til að stjórna því, sem meira háttar er, hag landsins, og að beita kröftunum og hagnýta landið. Enn er tilhögun sveitarstjórnar, sýslumála, amtstjórnar, þurfamannamála, umsjón kirkna og eigna þeirra o. s. frv., allt málefni, sem bíða umbóta. ⁴

    Þá er að víkja aftur að lokum þjóðfundar. Ϸað var hið fyrsta, sem þingmenn gerðu, er þeir voru skildir eftir í þingsalnum og forseti þingsins og Trampe konungsfulltrúi voru í brott farnir, að þeir rèðu af að skjóta á fundi í veitingahúsi bæjarins. En er þar var komið, rituðu þeir jafnharðan forsetanum, Páli Melsteð, skorinort aðfinnslubrèf yfir framkomu hans á þjóðfundinum. Segjast þeir í góðu trausti hafa valið hann til forseta þingsins, en hann hafi í þetta sinn öldungis brotið þær skyldur við þing og þjóð, sem honum hafi verið á herðar lagðar með því vali, af því að „þèr hafið fyrst og fremst ekki varað þingmenn við eða boðað uppsögn fundarins í tíma, þó að mörg atvik sýni ljóslega, að þèr hafið vitað, hvað til stóð. Í annan stað hafi hann ekki varið þingið fyrir ósönnum áburði konungsfulltrúans, þó að hann vissi, að rangt var með farið og skylda hans væri að taka til andmæla. Í þriðja lagi hafi hann ekki leyft nokkurum þingmanni, „þó að allur fjöldi þeirra beiddist þess, að bera fram sannindi og rètt þingsins og þjóðarinnar og hrekja ósannan áaustur og lögleysu. ⁵ Undir brèfið rituðu 32 þjóðkjörnir þingmenn ⁶ og einn hinna konungkjörnu, síra Halldór Jónsson. Fyrir sakir venzla við forsetann og náinna skipta eða nágrennis í hèraði, rituðu ekki undir brèfið 5 þjóðkjörnir þingmenn (Páll yngri Melsteð, síra Árni Böðvarsson, síra Sveinn Níelsson, Ϸorvaldur Sívertsen og síra Ϸórarinn Kristjánsson), en allir tóku þeir þátt í að lýsa vanþóknun sinni á lokum fundarins á annan hátt, nema Páll yngri Melsteð og síra Ϸórarinn Kristjánsson. Skildust menn að í þetta sinn með sammælum um að koma saman daginn eftir (10. ágúst) og hafa þá ráðið með sèr, hverjar nánari aðgerðir skyldi hafa í máli þessu.

    Ϸenna dag hinn sama, er lauk þjóðfundinum, hafði Trampe boðið öllum þjóðfundarmönnum til skilnaðarveizlu. En heldur þóktu honum þunnskipaðir bekkir, er setzt var að veizlunni. Ϸeir voru 5, er komu, og allir konungkjörnir: Ϸórður Sveinbjörnsson, Ϸórður Jónasson, síra Pètur Pètursson, Páll Melsteð og Helgi Thordarsen. ⁷ Ekki er getið, hvað menn hafi gert þar sèr til fagnaðar, en ólíklegt er, að öllum hafi verið þar rótt innan brjósts. Má vel vera, að suma þeirra hafi þá órað fyrir því, að ekki myndi hið konungkjörna nafn láta sem tignarnafn í eyrum Íslendinga hèr eftir, enda er ekki þvi að leyna, að þjóðfundurinn mun mestu hafa valdið um það, að í hóp hinna þjóðræknari Íslendinga varð það á síðan ekki göfugt kallað að vera í tölu konungkjörinna þingmanna og það notað allt að því sem skammaryrði langa hríð á eftir. En síra Halldór Jónsson varð alla ævi mjög ágættur af þreki sínu, er hann skarst úr hinni konungkjörnu sveit; var það og að makleikum, því að hann var og að öðru hinn mesti snilldarmaður.

    Engin gleði beið heldur forsetans, Páls Melsteðs, er hann kom heim úr veizlu stiftamtmanns um kvöldið. Ϸar lá þá fyrir honum vantraustsbrèf þjóðfundarmanna, er þeir höfðu sent honum fyrr um daginn. Mun honum vart hafa orðið svefnsamt. Samdi hann þegar kæru um þetta atferli til stjórnarinnar og fekk Trampe, en hann sendi innanríkisráðherra, og er hún dagsett 11. ágúst. ⁸ Lýsti hann því þar, að hann hefði þegar á öndverðu þingi tjáð sig í öllum atriðum sammála skoðunum stjórnarinnar í frumvarpi hennar um stjórnarskipan landsins. Síðar á einkafundi með þingmönnum öllum hefði hann gert grein fyrir þessari skoðun sinni á málinu og tilkynnt þeim að lokum „greinilega eftir leyfi, sem konungsfulltrúi gaf mèr, að þinginu myndi verða slitið, ef það kæmi fram með frumvarp, sem færi í bága við þá meðferð málsins, sem eg hafði talið hina einu rèttu. Sè því fyrsta kæruatriðið rangt og hin þar með úr sögunni, enda telji hann það fyrirlitning á virðingu og hlýðni við konung að ætlast til, að sèr hafi verið skylt að andmæla konungsfulltrúa, er hann hafði sagt þinginu slitið í nafni konungs. Hafi hann því hegðað sèr að rèttum boðum skyldu sinnar og samvizku og sem hollur þegn, en ákæran sè með öllu rakalaus. Því segist hann og vænta þess, „að stjórnin af rèttlætistilfinningu sinni gefi mèr í máli þessu þá rètting, sem hún telur, að eg eigi skilið, og eg þarf að fá, til þess að geta gegnt embætti mínu, svo að að gagni sè á þessum erfiðu tímum. Skildi stjórnin vel þessa bending, og mun síðar getið, hver umbun Páli var huguð. Að lyktum ræður hann stjórninni til þess að hafa heldur en ekki gát á embættismönnum sínum, með þeim orðum, „að ef stjórnin ekki í tíma og á öflugan hátt bælir niður þann ofsa og æsing, sem farið er að brydda á hèr á landi, einkum meðal embættismannastèttarinnar, þá munu vafalaust með tímanum hljótast af því óþægindi og, ef til vill, sorglegar afleiðingar fyrir landið. Enn þá er hægt að koma í veg fyrir slíkar afleiðingar, því að æsingin hefir enn þá ekki fest rætur meðal almennings, en ef henni er sífellt haldið við, getur hún vaxið, og þá munu hinar skaðlegu afleiðingar sýna sig". Er auðráðið af þessu, að Páll ætlast til þess, að stjórnin beiti beinni kúgun við embættismenn eða brottrekstri, ef ekki verði haldið í skefjum.

    Þjóðfundarmenn komu nú saman af nýju, sem til stóð, 10. ágúst og rituðu undir ávarp, er samið hafði verið, til konungs og hafði að geyma kærur á hendur Trampe í konungsfulltrúastöðu og ýmis atriði eða tillögur, er vörðuðu stjórnskipan Íslands. Er ávarpið að öllu eftir Jón Sigurðsson og varðveitt enn í eiginhandaruppkasti hans. ⁹ Tvívegis hefir það og prentað verið. ¹⁰

    Fyrst er þar vikið að því beinum orðum og skörulega, að konungur hafi lýst yfir því, er hann tók við ríkjum, að hann myndi veita þegnum sínum frjálslegri stjórnarskipan en áður var, enda sýnt það í verki skömmu síðar. Eftir nokkurn aðdraganda hefði konungur heitið því í brèfi, 23. sept. 1848, að kveða ekkert á um tengsl Íslands við lönd sín, fyrr en leitað hefði verið umsagnar þings, er hann hefði boðað til í landinu sjálfu. Í samræmi við það hefðu fulltrúar Íslendinga á allsherjarþingi eða stjórnlagafundi Dana (‚grundvallarlagasamkomunni‘) áskilið Íslendingum frjálslegan atkvæðisrètt um þessi tengsl, enda á þeirri samkomu viðurkennt af öllum, að þetta fyrirheit skyldi gilt, þó að ekki kæmi til skilyrði, er sett væri fyrir hönd landsins við auglýsing stjórnlaga Dana (‚grundvallarlaganna‘). Er síðan lýst, hver viðbúnaður var hafður af stjórn, þingi og landsmönnum og hversu Trampe stiftamtmaður var riðinn við Ϸingvallafund 1850, kosinn þar í framkvæmdanefnd, og hversu hann framan af tók þátt i nefndarstörfum. Ϸá er lýst þjóðfundinum og lokum hans. Er þar sýnd framkoma konungsfulltrúa og fært fram, að hann hafi rofið loforð konungs í brèfinu 23. sept. 1848, enda lýsir ávarpið, að fulltrúar þeir, er undir rita, telji ekki því fyrirheiti fullnægt, fyrr en þing á sömu undirstöðu hafi látið uppi skoðun sína á málinu, og mótmæla ávarpsmenn hátíðlega lagagildi allra fyrirmæla, sem gerð kunni að verða um það efni, að því er til Íslands tekur. Jafnframt greina þeir nánara um stirða framkomu konungsfulltrúa, en forsetinn, Páll Melsteð, er ekki nefndur, vafalaust af tilhliðrunarsemi við þá, er ekki höfðu viljað rita undir vantraustsbrèfið til hans, en fúsir voru til að taka þátt í þessu ávarpi og óánægðir með afdrif þjóðfundarins. Lýsa þeir síðan skilningi sínum á fyrirheiti konungs í brèfinu 23. sept., hversu það feli í sèr tillögurètt fullkominn um tengsl landsins við ríki konungs önnur og rèttindi þess, og sýna, á hverjum rökum þau sèu reist og þá hvers vegna stjórnskipanarnefnd þjóðfundarins hafi talið frumvarp stjórnarinnar reist á rangri undirstöðu. Síðan er það átalið, að Trampe hafi talið stjórninni trú um, að í landinu væri svo mikill óróaandi, að herlið þyrfti til landsins, til að halda landsmönnum í skefjum. Hafi og hermenn nokkurir haft þar aðsetur um sumarið og sèrstaklega látið á sèr bera lokadag þjóðfundarins. Sè slíkt ráðlag ósæmilegt gegn hollum þegnum og vopnlausum þingmönnum, enda af þessu kominn sá kali í þjóðina, að ekki treysti hún framar þeim mönnum, sem valdir sèu að þessu. Ϸessi eru að lokum ályktarorð ávarpsins:

    „1. Að yðar hátign vilji skipa svo fyrir, að stjórn Íslandsmálefna komist í hendur þeirra manna, sem þjóð vor getur haft traust á, einkum innlendra, og að sá, sem yðar hátign setti fyrir þessi mál í Kaupmannahöfn, fengi sæti og atkvæði í ríkisráðinu í þeim almennum málum, sem Ísland varða.

    2. Að frumvarp til grundvallarlaga verði sem fyrst gert, byggt á uppástungum meira hluta nefndarinnar í stjórnarskipunarmálinu, og síðan lagt fyrir þing hèr á landi, til að ræða um það og samþykkja að sínu leyti.

    3. Að þing þetta verði sett eftir sömu kosningalögum sem þjóðfundurinn".

    Á þessum sama fundi þjóðfundarmanna (10. ágúst) voru kosnir þrír fulltrúar, til þess að bera fram ávarpið og málefni landsins fyrir konungi. Var það í samræmi við ályktun Ϸingvallafundar þá um sumarið. Til fararinnar voru kosnir Jón Sigurðsson, Eggert Briem og Jón Guðmundsson. Voru samtímis ákvæði sett um lúkning kostnaðar af förinni. Í niðurlagi ávarpsins til konungs var þess og getið, að þessir þrír menn hefðu umboð fundarins til þess að fara á konungsfund. Undir ávarpið rituðu 36 þjóðfundarmenn, allir hinir sömu sem undir vantraustsbrèfið til Páls Melsteðs, en að auk Ϸorvaldur Sívertsen, síra Árni Böðvarsson og síra Sveinn Níelsson.

    Með þessum atgerðum höfðu þá þjóðfundarmenn borgið sæmd sinni, svo sem auðið varð, við það ofbeldi, sem þeir voru beittir, og gegnt þeirri skyldu, sem á þeim hvíldi, sýnt, að þeir vildu vera sannir fulltrúar landsins. Varð ekki meira að gert að sinni. Má að öllu segja, að þeim hafi farið þar skörulega og einarðlega og þó með fullri ró og stillingu. Tóku fulltrúar nú að tínast heim. Hèldu þeir skilnaðarhóf sín í milli 12. ágúst. Ϸar voru kvæði flutt og sungin eftir Benedikt Gröndal, sem þá hafði um hríð dvalizt í Reykjavík. Var eitt til Friðriks konungs sjöunda. Annað til Jóns Sigurðssonar, og lýkur því svo:

    Allir, sem feðra elska láð,

    allir, sem líta snjóvga tindinn,

    þar sem að hreina himinlindin

    elur sig myrkt við mökkva gráð:

    Ϸeir skulu allir þakkir færa

    þèr, sem að frelsisljómann skæra

    vaktir og kallar saga sanns

    sverðið og skjöldinn Ísalands.

    Fór Jón Sgurðsson í öndverðum septembermánuði og kona hans með lausakaupmanni til Ballum; óku þau þaðan til Flensborgar, en fóru þaðan sjóveg til Kaupmannahafnar; varð sú ferð ágæt og tók að eins 14 daga, alla leið til Kaupmannahafnar. ¹¹

    Hinir lètu ekki heldur sitt eftir liggja. Vèr höfum sèð, hversu forseti þjóðfundarins, Páll Melsteð, tók brèfi þjóðfundarmanna, sá maður, sem samkvæmt stöðu sinni hefði átt að vera oddviti þeirra, bæði út á við og inn á við. Konungsfulltrúinn, Trampe, sendi auðvitað stjórninni skýrslur um aðgerðir og afdrif fundarins; eru þær ekki færri en sex samtals, og er allfróðlegt að kynnast þeim, ¹² enda urðu þær og kæra Páls Melsteðs allafdrifamiklar sumum þeim mönnum, sem við þjóðfundinn voru riðnir.

    Fyrsta skýrsla frá Trampe er til innanríkisstjórnarinnar, dagsett 21. júlí 1851, sama dag sem nefnd var kosin á þinginu til að fjalla um stjórnskipanarmálið. Sú skýrsla er lýsing á því, hversu horfur sèu á þinginu. Telur hann hina 5 konungkjörnu þingmenn (síra Halldór Jónsson er auðvitað frá skilinn) auðsveipa og holla málstað stjórnarinnar. En foringja andstæðinganna telur hann Jón Sigurðsson, Kristján Kristjánsson, síra Hannes Stephensen, Jón Guðmundsson, Jósep lækni Skaftason, Eggert Briem, síra Jóhann Briem og síra Halldór Jónsson, og kveður hann þessa menn hafa tögl og hagldir. Kveðst hann munu láta óheftar aðgerðir fundarins, nema svo langt verði farið, að tekin verði til atkvæða atriði, sem hann verði að telja „algerlega ólögleg", t. d. um tengsl Íslands og Danmerkur eða eitthvað þvílíkt.

    Eftir það sendi Trampe fimm skýrslur, og er hin fyrsta dagsett 10. ágúst, eða deginum eftir að þjóðfundi var hleypt upp. Er þar enn sem fyrr veitzt að Jóni Sigurðssyni, Jóni Guðmundssyni, Kristjáni Kristjánssyni og síra Hannesi Stephensen fyrir að hafa náð algerðum tökum á fundarmönnum og sýnt hinn mesta ofsa í stjórnskipanarmálinu. Einn nefndarmanna í því máli, Ϸórður Sveinbjörnsson, hafi fylgt frumvarpi stjórnarinnar í öllum höfuðatriðum, en hliðrað þó til í nokkurum greinum, í því skyni að fá nokkura samnefndarmanna sinna til að fallast á það. En það hafi komið fyrir ekki; allir hinir nefndarmennirnir hafi borið fram frumvarp, er geri Ísland að sjálfstæðu ríki. Og er hann hafi orðið þess var, að mjög myndu verða fáir, er ganga vildu í móti frumvarpi meira hlutans, hafi hann slitið fundinum. Hafi þá Jón Sigurðsson reynt að grípa fram í fyrir sèr á mjög ósæmilegan hátt; en er Jóni heppnaðist það ekki, hafi hann, Jón Guðmundsson, Jósep Skaftason o. fl. fylgismanna þeirra, er ræðu sinni var lokið, stokkið upp og steytt knefa framan í sig með illum látum. Hafi þá orðið hark mikið, en þeir gengið af fundinum, hann og forsetinn, Páll Melsteð, og hafi þeir síðan heyrt hrópað inni ‚húrra‘ fyrir konungi; sè það sama aðferðin sem beitt hafi verið annarstaðar í löndum Danakonungs, og haldi menn, að með því geti þeir breitt yfir hatur sitt til stjórnar Dana og til Danmerkur. Hafi þegar birzt merki mótþróans í brèfi, sem Páli Melsteð hafi verið ritað af fundarmönnum og hann telji sèr svo nærgöngult, að hann geti ekki gegnt embætti framar, nema stjórnin veiti sèr uppreisn, enda sè brèfið undirritað af mörgum embættismönnum, er honum lúti ¹³ ; sè Páll hinn hollasti og tryggvasti fylgismaður konungs og stjórnar. Að lyktum kveðst Trampe eigi vita enn, hve lengi fulltrúarnir muni dveljast í Reykjavík og taka saman ráð sín einslega, enda muni hann bjóða þeim, er sèr lúti, að fara heim til embætta sinna, og sama muni þeir gera Páll amtmaður og byskup.

    Aðalskýrslan frá Trampe er 17. ágúst, í höfuðatriðum eins. Æsingaseggi nefnir hann Jón Sigurðsson, Jón Guðmundsson, Kristján Kristjánsson, síra Hannes Stephensen og síra Halldór Jónsson, og hafi þeir beitt sèr þegar í upphafsumræðu; hafi það haft mikil áhrif, að síra Halldór hafi verið þar í flokki, með því að hann væri konungkjörinn. Ítrekar hann það síðan, að þessir menn hafi „bæði í þessu máli og að öllu leyti, meðan á fundinum stóð, „sýnt mesta og skaðvænasta starfsemi. Getur hann síðan leynifunda og hinnar fyrirhuguðu sendifarar á konungsfund og enn, að Jón Guðmundsson, sem settur var um þriggja ára tíma sýslumaður í Skaftafellssýslu, hafi beðizt fararleyfis, en það hafi hann ekki veitt honum, heldur boðið honum að fara tafarlaust til embættis síns; hafi Jón þá sagt lausri sýslunni, en hann sjálfur svarað honum því, að það gæti hann ekki, nema samþykki innanríkisráðuneytis kæmi til. Bendir hann á það, eins og Páll Melsteð hafði gert í kæru sinni, að hugarfari og mótþróa embættismanna í þessu efni verði ekki breytt, nema stjórnin taki röggsamlega í taumana og þoli eigi lengur þá menn í embættum, sem vinni í móti löglegum tilgangi og gerðum stjórnarinnar, en umbuni hins vegar þeim, sem reynzt hafi stjórninni trúir og hollir. Ϸeir, sem hann vill láta beita hörðu og hann telur sèrstaklega hafa gengið í berhögg við stjórnina, voru Jón Guðmundsson, Kristján Kristjánsson, síra Hannes Stephensen, síra Halldór Jónsson og síra Ólafur E. Johnsen. Hinir, sem hann vill láta veita umbun, eru Páll amtmaður Melsteð, Ϸórður Sveinbjörnsson, Helgi Thordarsen, síra Pètur Pètursson og Ϸórður Jónasson; gerir hann það að tillögu sinni, að umbunin verði í því fólgin, að þrír hinir fyrstu verði dannebrogsmenn, en tveir hinir síðustu riddarar. Síðan ræður hann frá, að stjórnarskipanarfrumvarpið verði lagt fyrir nokkurt þing á Íslandi fyrst um sinn, en leggur þó til, að stjórnarfarinu verði samt breytt. Gerir hann ákveðnar tillögur í því efni og telur þá 5 konungkjörnu, er síðast voru nefndir, hafa fallizt á þær að öllu leyti. Ϸessu báru þeir þó í móti síðar þrír, Páll Melsteð, Ϸórður Sveinbjörnsson og Pètur Pètursson. Tillögur þessar Trampes eru í 5 höfuðatriðum: 1. Grundvallarlög Danmerkurríkis skulu látin gilda Ísland. 2. Alþingi verði yfirsveitarstjórn á Íslandi, jafnskjótt sem lögbundin sveitarstjórn sè komin á „í hinum stærri hlutum konungsríkisins". 3. Á alþingi eigi sæti 1 þjóðkjörinn fulltrúi fyrir hverja sýslu og nokkurir embættismenn sjálfkjörnir (byskup, amtmenn nyrðra og vestra, dómstjóri í landsyfirrètti, lektor prestaskóla og landfógeti). 4. Ϸrír fulltrúar, valdir af alþingi, eigi sæti á ríkisþingi Dana, tveir í þjóðþingi, einn í landsþingi. 5. Stiftamtmaður fái aukið vald, helzt ráðgjafavald í innri málum landsins, sem ekki varða ríkissjóð. Hvetur hann loks til þess, að slík lög verði sett af konungi og ríkisþingi Dana, en amtmannaembætti þá lögð niður, jafnskjótt sem póstgöngur verði svo lagaðar, að öll stjórn verði framkvæmd úr Reykjavík; í stað amtmanna verði settir með stiftamtmanni tveir stjórndeildarforstjórar, með svipuðu valdi sem þeir, svo að unnt verði að skipta landsmálum eftir eðli, en síðan skipað til um sýslunefnd í hverri sýslu. Telur hann æskilegt, að öllu þessu verði kippt í lag hið bráðasta. Með þessum breytingum telur hann þarflausa hina íslenzku stjórnardeild í Kaupmannahöfn, því að málefnin verði svo örfá til afgreiðslu, að hentast muni að senda þau hverjum ráðgjafa beina leið. Í verzlunarmálinu leggst hann í móti frumvarpi þjóðfundar. Hervald þykist hann þurfa enn, með því að þjóðfundarmenn hafi haft heim með sèr skýrslu um fundinn og eftirrit af brèfinu til Páls amtmanns Melsteðs, til þess að dreifa um landið, og muni þau gögn sízt til þess fallin að friða menn. Ϸví hafi hann boðið herflokkinum, 25 manns að tölu, að dveljast hèr fyrst um sinn.

    Hermenn þessir voru og hèr allan næsta vetur (1851—2), og varð kostnaður eigi alllítill af dvöl þeirra. Er hann talinn í ríkisreikningi Danmerkur 1852—3 nema 9262 rd. og 14 sk. Ϸegar rannsókn þeirra reikninga var lokið, komu þeir til umræðu á ríkisþingi Dana 1856, og urðu ýmsir þingmenn til að ýfast við þeim gjaldlið. Abraham Wessely, einn þeirra stjórnmálamanna, er mjög hafði gætt í hópi hinna frjálslyndari þjóðernissinna um langan tíma, kvaðst hafa skilríki fyrir því, að Trampe hefði beðið um hermennina, eins og rètt var, og að þeir hefðu verið sendir að konungi fornspurðum, eftir ályktun einstakra ráðgjafa, helzt innanríkisráðgjafans, sem þá var (Rosenörns), þó að konungur hafi eftir á látið sèr lynda atgerðir þessar og lagt fyrir, að ráðgjafinn skyldi bera upp við ríkisþingið fjárveizlu þessa. Balthazar Christensen kom hèr fram, sem jafnan er Íslands var minnzt á þingum, með góðvild í garð Íslendinga. Hann jók því við orð Wesselys, að hermenn þessir hefðu beinlínis verið sendir í því skyni, að þeir gerðu þjóðfundi Íslendinga skráveifur og skytu fulltrúum þjóðarinnar skelk í bringu. Kvað hann það illa sæma, að þjóðfulltrúar í ríkisþinginu lètu slíka aðferð líða hjá átölulaust, því að hèr væri í senn skertur rèttur konungs og þjóðar. Báru þeir síðan fram tillögu um það, að ríkisþingið lýsti yfir því, að því mislíkaði þetta atferli. Orla Lehmann vildi þá eyða þessum mótbárum. Innanríkisráðgjafinn (P. G. Bang) viðurkenndi að vísu, að rangt hefði verið að farið, að búnaði til, en taldi allt jafnað, fyrst konungur hefði eftir á samþykkzt þessari ráðstöfun. Vildu þeir báðir eyða því, að hermenn þessir hefðu verið sendir svo sem í herferð til Íslands, heldur verið einungis til löggæzlu, svo sem lögregluþjónar. Wessely fræddi þá þingið á, að Trampe stiftamtmaður hefði einmitt beðið um herskip og þar með landhermenn, ekki of fáa, enda hefði ráðgjafi gegnt því, sá er þá var. Bang ráðgjafi varð þá einnig að kannast við, að stiftamtmaður hefði viljað láta herskip liggja í Reykjavík og láta senda að minnsta kosti heila herdeild (100—200 manns) eða meira. Málalokin urðu samt þau, að tillaga þeirra Wesselys var felld með 25 atkvæðum gegn 5. ¹⁴

    Aðrar skýrslur Trampes um málið eru yngri og skipta ekki miklu (1. og 12. sept. og 16. dec. 1851).

    Svo er og að sjá sem hinir ‚trúu og hollu‘ konungkjörnu þingmenn hafi þókzt þurfa að láta til sín heyra um þetta efni. Oddgeir Stephensen skýrir svo frá í brèfi til Jóns Sigurðssonar nokkurum árum síðar, 12. júní 1856 ¹⁵ : „Eftir þinglok 1851 kom inn klögun frá öllum hinum konungkjörnu [auðvitað að frá skildum síra Halldóri Jónssyni] um, að þið, mótstöðumennirnir, hefðuð þekkt konunglegu frumvörpin, sem lögð voru fyrir, áður þingið byrjaði, og að þetta væri að kenna indiscretion [þ. e. óþagmælsku] íslenzka departementsins, sem líka hefði brytt á oftar". Ϸetta er hið sama sem Trampe kvartar um í skýrslu sinni til stjórnarinnar 17. ágúst, og segir hann þar, að þessir 5 konungkjörnu þingmenn hafi beðið sig að benda á það, því að beina kæru sendu þeir ekki sjálfir, hversu skaðleg áhrif það hefði á hugsunarhátt manna á Íslandi, bæði almennt og á einstaka embættismenn, að stjórnardeildin láti einstökum mönnum í tè vitneskju um tillögur manna hèðan af landi um hvað eina. Bitni þetta oft á embættismönnum þeim, er sent hafi tillögurnar, af því að rangur skilningur sè í þær lagður, þegar brèf sèu skrifuð til landsins um þær. ¹⁶ Ofmælt er það því að vísu hjá Oddgeiri, að kvartað hafi verið um sjálf frumvörpin, enda var allmikil launung á þeim, en af skýrslu Trampes er þó auðsætt, að ekki hefir þessum mönnum verið ljúft, að þjóðhollusta þeirra í tillögum um landsmál væri mjög á almannavitorði. Sjálfur innanríkisráðgjafinn (Tillisch) neitaði þessum áburði á stjórnardeildina íslenzku í brèfi til Trampes 27. sept. 1851. Beint tilefni að þessu bréfi Oddgeirs til Jóns Sigurðssonar og að eftirliti með plöggum stjórnardeildar var annars runnið af því, að um þessar mundir (1856), meðan Sveinn Skúlason var skrifari þar, hafði einhver Íslendingur komizt þar í brèfabók og tekið upp úr henni eitthvað, sem varðaði mál, er Runólfur M. Ólsen átti þá við Pètur amtmann Havstein, að því er Steingrímur Thorsteinsson segir í brèfi til Árna, bróður síns, 11. nóv. 1856. ¹⁷ Var þetta brèfahvarf almennt eignað Arnljóti Ólafssyni, svo að hann þóktist þurfa að auglýsa sakleysi sitt opinberlega með undanfærslu á prenti. ¹⁸ Ϸá undanfærslu lýsti ritstjóri Norðra, sem þá var einmitt orðinn Sveinn Skúlason, markleysu eina. ¹⁹

    Ϸegar tíðindin um lok og afdrif þjóðfundar bárust út um landið, varð mönnum allhverft við. Dómurinn um framkomu þjóðfundarmanna var nokkuð misjafn, eftir því úr hverri átt kom.

    Með þjóðinni voru raunar ekki skoðanirnar skiptar. Ekki verður vart margra radda samtímis, er blak beri af fylgismönnum stjórnarinnar. Jafnvel ekki Bjarni Ϸorsteinsson er alls kostar ánægður með stjórnarfrumvarpið, afdrif þjóðfundar og framkomu Tramppes í konungsfulltrúastöðu, þó að hann vilji bera nokkuð í bætifláka fyrir fylgismenn stjórnarinnar. Bjarna má telja í tölu þeirra, er varkárlegast hafa dæmt að þessu leyti; þykir því rètt að taka upp orð hans um þetta, og eru þau í brèfi til Ϸórðar Jónassonar, 12. okt. 1851, enda til marks um dóm alþjóðar, sem hann víkur að ²⁰ : „Við frumvarpið um stjórnarlögunina hèrna felli eg mig ekki í tveimur aðalgreinum, nefnilega um hluttekt okkar í ríkisdeginum, eftir margbrotnum kosningum, og umskiptin á landsins inn- og útgjöldum. En hvort tveggja þetta, held eg, hefði mátt laga, ef þingið hefði tekið í þetta mál með laglegri stillingu og aðgætni, í staðinn fyrir að taka svo fjarstæða stefnu og að krefja viðlíkt sem de jure [þ. e. að lögum] það, sem annaðhvort á engu eða á veikum rökum er byggt, og þó að það veittist, myndi standa á svo völtum fæti, að það líklega seinna dytti um koll af sjálfu sèr. Ϸannig hafið þèr mína meining yfir höfuð. „Ϸað er nú ekki við öðru að búast en að alstaðar í landinu mælist illa fyrir þingsins afdrifum og að commissarius [þ. e. konungsfulltrúi] af þessu verði mikið illa þokkaður, þar okkar liberale [þ. e. frjálslyndu] þingmenn hvarvetna hafa yfirhönd og leggja allt þetta út upp á sinn máta. Eg held, að commissarius hefði átt að senda út prentaða auglýsing um þær ástæður, vegna hverra hann sleit þingið, því að þetta hefði þó verið nokkur mótvigt til að sefa það ósanngjarna álit, sem alstaðar hreyfir sèr um þetta málefni. Líkast til mun Trampe verða rappellaraður [þ. e. kvaddur heim til Danmerkur] að sumri, enda mun hann þá vera orðinn heimfús og stjórninni veita bágt að soutinera [þ. e. halda] hann, svo að vel fari, í stöðu sinni framvegis.

    En þessi væga rödd er alveg ein sèr. Yfirleitt má segja það, að fylgismenn stjórnarinnar á þjóðfundinum hafi, með framkomu sinni þar, bakað sèr svo megnt vantraust hjá þjóðinni, að í rauninni aldrei hafi þaðan af átt uppreisnar von. Ϸá fyrst rótfestist með þjóðinni sú óbeit, sem hvíldi á konungkjörnum þingmönnum um marga áratugi, ef ekki alla tíð upp frá þessu. Er þarflaust hèr að nefna dóma manna, nema fáa eina yfir þeim, sem taldir voru höfuðforsprakkarnir.

    Um Pál amtmann Melsteð segir svo í brèfi til Jóns Sigurðssonar nokkurum árum síðar, 21. febr. 1855 ²¹ : „Við erum hèr heima í mikilli angist út af verðanda konungsfulltrúa; þeir, sem fróðastir eru í helgidómum stjórnarinnar, t. a. m. [Ϸórður] Jónassen, segja fortakslaust, að [Páll] Melsteð verði það. Eg afbið hann; hann dregur alla dáð úr þinginu með blíðmælum sínum og slær síðan í baksegl og ónýtir allt, sem hann getur". En það er til marks um þykkju manna við Pál og skap þjóðfundarmanna á fundinum, er hann gekk út með Trampe, þegar fundinum var slitið, að einn þingmanna, er næst sat dyrum, Páll Sigurðsson í Árkvörn, harðgeðja maður, sagði svo frá síðar, að þar hefði hann átt erfiðast með að stilla sig að bregða ekki fæti fyrir Pál, er hann gekk út úr salnum. ²² Ϸessi ótrú loddi við Pál amtmann alla ævi upp frá því, og brátt komu upp kviðlingar um hann, sem votta þetta.¹ Guðbrandur Vigfússon var á ferð vestra sumarið 1858; hann ritar Jóni Sigurðssyni brèf úr Stykkishólmi 25. ágúst þá ²³ og segir: „Hèr t. d. í hólminum amar ekkert að mèr, nema að horfa á amtmanninn; þèr kölluðuð hann roð hèr í vetur einu

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1