Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

KF Mezzi 6 - Kári kvaddur
KF Mezzi 6 - Kári kvaddur
KF Mezzi 6 - Kári kvaddur
Ebook51 pages35 minutes

KF Mezzi 6 - Kári kvaddur

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Fótbolti snýst hvorki um líf né dauða – það er miklu mikilvægara!KF Mezzi keppir til að vinna í deildinni, svo þau geti tekið þátt í Íslandsmeistaramótinu.Það þýðir að þeir þurfa að sigra gamla félagið hans Tómasar, KFK! En þjálfari Mezzi, Kári, er kannski að fara í nám til Bandaríkjanna. Ef hann hættir, hver á þá að þjálfa KF Mezzi? Og geta þau yfir höfuð unnið án Kára?KF Mezzi er sería af fótboltabókum eftir Daniel Zimakoff. Serían fjallar um vinina Tómas, Sölva og Berg og gleði þeirra og vandamál með þjálfara, félaga og andstæðinga. Þeir taka þátt í að stofna fótboltaliðið KF-Mezzi, sem er blandað lið, því það eru líka stelpur með í liðinu.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 16, 2022
ISBN9788726915570

Read more from Daniel Zimakoff

Related to KF Mezzi 6 - Kári kvaddur

Titles in the series (88)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for KF Mezzi 6 - Kári kvaddur

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    KF Mezzi 6 - Kári kvaddur - Daniel Zimakoff

    Daniel Zimakoff

    KF Mezzi 6

    Kári kvaddur

    SAGA Egmont

    KF Mezzi 6 - Kári kvaddur

    Translated by Kjartan Már Ómarsson

    Original title: FC Mezzi 6 - Farvel til Kingo

    Original language: Danish

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2015, 2022 Daniel Zimakoff and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726915570

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Tómas: Tómas elskar að spila fótbolta. Það skiptir hann meira máli en nokkuð annað. Hann er góður að lesa leikinn, hann er snöggur og hann hefur gott hlaupaþol. Hann er ekki hrifinn af því að láta tækla sig. Hann dreymir um að verða atvinnumaður í FC Barcelona - eins og Messi.

    Sölvi: Sölvi æfir sig mjög mikið með boltann í garðinum og er með hörku vinstri fót. Hann er alltaf jákvæður og skemmtilegur. Hann er nautsterkur, orkumikill og hann er litli bróðir besta leikmannsins, Kára.

    Bergur: Bergur er ótrúlega góður markmaður sem ver flest skot. Hann veit allt um fótbolta, þekkir öll liðin og veit hvernig þau spila. Eini gallinn er að hann þolir ekki að hlaupa og verður fljótt móður.

    1. Kafli

    Sólin gægðist fram milli skýjanna. Sölvi og ég vorum að hjóla saman, eins og vanalega. Ekkert gæti breytt því, ekki einu sinni að ég og Kristín værum par núna.

    Bergur hafði hringt sig inn veikan. Hann var með flensu. Sölvi sleppti annarri höndinni af stýrinu og greip í öxlina á mér.

    „Sástu Barca vinna í gær?"

    „Auðvitað. En þeir grísuðu soldið með þetta víti sem Messi tók."

    „Já. En þeir voru betra liðið."

    Við töluðum um Barcelona og leikinn þeirra gegn Manchester City í Meistaradeildinni. Við vorum sammála um að Barcelona myndu taka deildina í ár, því þeir voru með Messi, Neymar og Suarez. Þeir myndu pottþétt vinna Bayern München í úrslitunum.

    „Bíddu aðeins." Ég stoppaði og lagaði brettið á hjólinu mínu. Það var skakkt.

    „Heyrðu … öö, sagði Sölvi. „Hvernig er eiginlega að eiga kærustu?

    „Það er gaman."

    „Hvernig gaman?"

    „Þú ættir að prófa. Hvað, líst þér vel á Brynju?"

    „Já, en … Hana langar það örugglega ekkert."

    „Hefurðu spurt?"

    „Nee."

    „Gerðu það bara. Hvað gæti gerst? Hún gæti sagt nei, en ég held hún geri það ekki."

    „Hefur Kristín sagt eitthvað?"

    „Ekki beint, en … ég gæti spurt hana. Nú er þetta fjandans bretti komið á sinn stað."

    Æfingin snerist um eitt hlut og ekkert annað. Næsta leik við KFK. Hvernig gætum við unnið leikinn?

    „Þeir eru trylltir í að hefna sín og

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1