Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

KF Mezzi 6-10
KF Mezzi 6-10
KF Mezzi 6-10
Ebook220 pages2 hours

KF Mezzi 6-10

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Hér er að finna bækur nr. 6-10 í vinsælu seríunni um fótboltaliðið KF-Mezzi.KF Mezzi er sería af fótboltabókum eftir Daniel Zimakoff. Serían fjallar um vinina Tómas, Sölva og Berg og gleði þeirra og vandamál með þjálfara, félaga og andstæðinga. Þeir taka þátt í að stofna fótboltaliðið KF-Mezzi, sem er blandað lið, því það eru líka stelpur með í liðinu.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJun 8, 2023
ISBN9788728194409

Related to KF Mezzi 6-10

Related ebooks

Related categories

Reviews for KF Mezzi 6-10

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    KF Mezzi 6-10 - Daniel Zimakoff

    KF Mezzi 6-10

    Original title: FC Mezzi 5-10

    Original language: Danish

    Copyright ©2016, 2023 Daniel Zimakoff and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728194409

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    KF Mezzi 6 - Kári kvaddur

    Tómas: Tómas elskar að spila fótbolta. Það skiptir hann meira máli en nokkuð annað. Hann er góður að lesa leikinn, hann er snöggur og hann hefur gott hlaupaþol. Hann er ekki hrifinn af því að láta tækla sig. Hann dreymir um að verða atvinnumaður í FC Barcelona - eins og Messi.

    Sölvi: Sölvi æfir sig mjög mikið með boltann í garðinum og er með hörku vinstri fót. Hann er alltaf jákvæður og skemmtilegur. Hann er nautsterkur, orkumikill og hann er litli bróðir besta leikmannsins, Kára.

    Bergur: Bergur er ótrúlega góður markmaður sem ver flest skot. Hann veit allt um fótbolta, þekkir öll liðin og veit hvernig þau spila. Eini gallinn er að hann þolir ekki að hlaupa og verður fljótt móður.

    1. Kafli

    Sólin gægðist fram milli skýjanna. Sölvi og ég vorum að hjóla saman, eins og vanalega. Ekkert gæti breytt því, ekki einu sinni að ég og Kristín værum par núna.

    Bergur hafði hringt sig inn veikan. Hann var með flensu. Sölvi sleppti annarri höndinni af stýrinu og greip í öxlina á mér.

    „Sástu Barca vinna í gær?"

    „Auðvitað. En þeir grísuðu soldið með þetta víti sem Messi tók."

    „Já. En þeir voru betra liðið."

    Við töluðum um Barcelona og leikinn þeirra gegn Manchester City í Meistaradeildinni. Við vorum sammála um að Barcelona myndu taka deildina í ár, því þeir voru með Messi, Neymar og Suarez. Þeir myndu pottþétt vinna Bayern München í úrslitunum.

    „Bíddu aðeins." Ég stoppaði og lagaði brettið á hjólinu mínu. Það var skakkt.

    „Heyrðu … öö, sagði Sölvi. „Hvernig er eiginlega að eiga kærustu?

    „Það er gaman."

    „Hvernig gaman?"

    „Þú ættir að prófa. Hvað, líst þér vel á Brynju?"

    „Já, en … Hana langar það örugglega ekkert."

    „Hefurðu spurt?"

    „Nee."

    „Gerðu það bara. Hvað gæti gerst? Hún gæti sagt nei, en ég held hún geri það ekki."

    „Hefur Kristín sagt eitthvað?"

    „Ekki beint, en … ég gæti spurt hana. Nú er þetta fjandans bretti komið á sinn stað."

    Æfingin snerist um eitt hlut og ekkert annað. Næsta leik við KFK. Hvernig gætum við unnið leikinn?

    „Þeir eru trylltir í að hefna sín og munu örugglega sækja fast á okkur, sagði Kári. „Við spilum aftarlega, höldum okkur á okkar helmingi og bíðum eftir því að þeir geri mistök og sækjum þá fram.

    „Svona soldið eins og Noregur," hló Marco.

    „Já, maður gæti sagt það, sagði Kári. „Eða eins og Chelsea eða Barcelona. Við æfum þetta núna, sex á móti fimm. Sex verjast og bíða eftir því að hinir geri mistök. Og ég skal fara í mark því Bergur er ekki með.

    Ég var í sex manna liðinu með Zlatan. Kári hrópaði og beindi okkur og við héldum þeim frá markinu. Þegar ég náði boltanum á miðjum okkar helmingi, hljóp Zlatan fram eins hratt og hann gat. Ég gaf boltann á hann og hann tók boltann á lofti og sendi hann af öryggi í markið.

    „Jess! hrópaði Kári. „Það er einmitt svona sem við vinnum KFK.

    Sölvi kom með sprengju á leiðinni heim. Ekki alvöru sprengju, heldur sagði hann okkur að Kári myndi kannski ekki halda áfram sem þjálfarinn okkar. Hann og kærastan hans væru búin að sækja um styrk til þess að fara í íþróttaskóla í Bandaríkjunum og ef hann kæmist inn …

    „Já, en hvenær?"

    „Strax, held ég. Hann heyrir í þeim á næstu dögum."

    „Hvað eigum við að gera ef hann hættir?"

    „Ekki hugmynd, andvarpaði Sölvi. „Við þurfum bara að finna nýjan þjálfara.

    „Já, en hvern?" Ég stóð sjálfan mig að því að vona að Kári kæmist ekki í skólann, en það var ekki fallegt af mér. Bandaríkin. Það yrði geggjað gaman fyrir Kára.

    Sölvi beygði niður götuna sína, og ég hélt áfram heim.

    Ég ætlaði heim til Kristínar í kvöld. Við ætluðum að læra ensku saman og drekka te. Ég þyrfti að muna að spyrja hana út í Brynju. Það væri gaman ef hún gæti verið kærastan hans Sölva. Þá bætum við farið tvö og tvö saman í bíó og alls konar. Ég velti fyrir mér hvort Kristín hefði einhverjar hugmyndir um nýjan þjálfara?

    KF Mezzi var loks að ganga vel. Við höfðum unnið síðustu tvo leiki létt, og ef við ynnum deildina færum við til Fjarða að spila við Stálkrók. Þá yrði fjör.

    2. Kafli

    Loksins var komið að stóra leiknum. Við vorum að mæta KFK, gamla félaginu mínu sem ég hætti í því þeir komu svo illa fram við mig. Hafi nokkurn tíma verið mikilvægt að vinna leik, þá var það þessi. Þetta gæti orðið sögulegur leikur í fleiri en einum skilningi. Á sorglegan hátt, því þetta gæti verið síðasti leikurinn sem Kári væri þjálfarinn okkar. Hann hafði kallað til fundar síðasta þriðjudag.

    Sem betur fór var Bergur búinn að ná sér og var til í slaginn, þótt hann væri örlítið fölur.

    Bergur, Sölvi og ég hjóluðum saman. Ég spurði Kristínu út í Brynju. Hún ætlaði að minnast á þetta við hana, en ég var ekkert búinn að heyra enn. Og í dag var Brynja ekki einu sinni á svæðinu. Hún hafði beðið um að fá að sleppa leiknum því hún væri eitthvað aum í hnénu.

    „Við verðum að vinna, sagði Bergur. „Annars þarf ég að hlusta á Axel það sem eftir er af árinu.

    „Og horfa framan í smettið á Felix þegar við þökkum fyrir leikinn," sagði ég.

    „Við vinnum, sagði Sölvi. „Vinnum stórt. Ég hef góða tilfinningu fyrir leiknum.

    „Þú ert örugglega bara svangur," sagði Bergur.

    Kári mætti snemma og kærastan var með honum. María. Hann hafði ekki heyrt í þeim frá Bandaríkjunum.

    „Velkomnir strákar mínir! kallaði hann. „Snöggir í gallana í dag. Við þurfum að hita upp og tala um leikskipulagið.

    „Eins og alltaf," sagði Sölvi þurrlega.

    Ég horfði á Axel og Felix. Þeir voru að tala saman fyrir utan. Ég velti fyrir mér hvað þeir væru að tala um. Kannski um hversu gróft þeir ætluðu að spila … og sigra okkur? Bara að dómarinn haldi ekki of mikið með heimaliðinu. Þegar foreldrar voru að dæma voru þeir oft meiri foreldrar en dómarar, sagði Kári einu sinni.

    Ég vissi að Eiki og Sturla voru að vonast eftir sigri í dag. Þeim fannst KFK hafa komið illa fram við þá líka. Kári fór með sömu ræðu og á síðustu æfingu. Við yrðum að verja okkar helming vel, lofa þeim að sækja og svo taka skyndisóknir.

    „Munið, við erum lið. Allir hjálpast að og ef þið verðið þreytt eru ferskir leikmenn á bekknum. Svona byrjum við: Bergur, mark. Eiki, Kristján og Marco og Símon í vörn. Á miðju erum við með Tómas, Kristínu og Sölva. Og lengst frammi, Zlatan. Sturla, Matti og Addi byrja á bekknum."

    Ég kinkaði kolli. Kannski ekki sterkasta byrjunarliðið, en næstum því. Ómar og Jói voru ekki með. Jói var í fermingu með fjölskyldunni.

    Brynja og margir foreldranna voru að horfa á. Líka pabbi Marcos. Ég vonaði bara að hann yrði slakur í dag.

    Kári sá til þess að við hituðum almennilega upp. Það var mikilvægt að koma púlsinum af stað svo við værum tilbúin þegar að dómarinn flautaði.

    „Hver erum við …? Mezzi!"

    Við öskruðum extra hátt, svo KFK myndi heyra til okkar.

    KFK vann hlutkestið og valdi boltann.

    „Koma svo!" öskraði ég á liðið okkar.

    Dómarinn blés í flautuna. Leikurinn byrjaði.

    Kári hafði rétt fyrir sér. KFK óð í sókn. Þeir sóttu fast og voru ákafir. Þeir fóru hart í tæklingar út um allan völlinn. Þeir ætluðu örugglega að reyna að hræða okkur og komast snemma yfir.

    Eftir tvær mínútur reyndi á Berg. Góður snúningsbolti frá Axel. En Bergur náði að pota í hann með fingrunum og sá til þess að hann fór yfir markið. Þeir fengu horn. Felix tók spyrnuna. Boltinn fór í fjarendann á markinu, þar sem Axel birtist og skallaði hann beint í netið!

    Fjandans! Undir, eftir aðeins þrjár mínútur. Og við vorum ekki einu sinni búin að fá boltann.

    „Koma svo!" kallaði Kári og foreldrarnir tóku undir með honum.

    Ég hélt á boltanum að miðju og gaf hann á Zlatan.

    „Skulum tækla þá," sagði ég með munninn næstum lokaðan. Sölvi og Zlatan kinkuðu kolli.

    Smám saman unnum við okkur aftur inn í leikinn. Liðið lagði allt í þetta. Dómarinn áminnti Zlatan eftir að hann tæklaði Felix fremur harkalega.

    Felix vældi í mér.

    „Eruði að reyna að slasa okkur?"

    Ég hunsaði hann og hélt augunum á boltanum. Við spiluðum kannski ekki fallegan bolta, en KF Mezzi var nú eins oft með boltann og KFK, og skömmu seinna fengum við fyrsta færið okkar.

    Kristín fékk boltann frá Eika á hægri kantinum. Það fóru strax tveir varnarmenn í hana. Þeir óðu í hana og ég hljóp þangað til þess að bjóða upp á sendingu. Kristín tók skrefið, stöðvaði boltann, og gaf hann til baka með glans. Hún lék þvílíkt á varnarmennina. Svo spilaði hún mig lausan í horninu á vellinum.

    Ég ákvað að taka skotið strax, fastan bolta sem fór því miður yfir markið.

    „Gott skot!" kallaði pabbi Marcos.

    „Vel spilað Kristín!" kallaði Kári.

    Leikurinn gekk upp og niður. Við skiptum Kristínu og Kristjáni fyrir Sturlu og Matta.

    Það var enn farið hart í tæklingar báðum megin, en við fengum ostsneiðina. Gula spjaldið. Sturla fór of hart í Felix, svo var alveg sanngjarnt að fá gult, þótt við kvörtuðum yfir því.

    Einum færri í fimm mínútur.

    KFK þrýsti okkur til baka. Við vorum með þétta vörn og hreinsuðum út, eins og á síðustu æfingu. Þrátt fyrir það fengu þeir nokkur færi og eitt dauðafæri … Felix tók fasta spyrnu og flata, en Bergur kastaði sér á boltann og greip hann án þess að gefa þeim horn.

    Bergur lét boltann skoppa og leit upp. Hann sparkaði honum fram til Zlatans, sem var byrjaður að hlaupa. Varnarmaður úr KFK var tilbúinn. Hann ýtti Zlatan til hliðar og skallaði boltann burt. Hann lenti beint hjá mér.

    Ég náði stjórn á boltanum, tók þríhyrningsspil með Sölva á miðjum vellinum á meðan ég beið eftir að Zlatan yrði aftur réttstæður. Zlatan benti fram og ég vippaði boltanum yfir tvo varnarmenn með fágaðri sveiflu.

    Zlatan sá það og kom hlaupandi í áttina.

    „Rangstæður!" hrópuðu áhorfendur KFK.

    Dómarinn hikaði. En það var alls ekki rangstæða, því Zlatan var á eigin helmingi þegar ég sendi boltann. Dómarinn blés sem betur fer ekki í flautuna.

    Zlatan þaut í átt að markinu með tvo menn á hælunum. En hann var snöggur, með og án boltans. Þau myndu aldrei ná honum.

    Markvörðurinn kom á móti honum til að þrengja færið. Zlatan þóttist ætla til hægri, en fór til vinstri í staðinn, hringsneri sér kringum markvörðinn og skaut boltanum af öryggi í markið.

    Staðan var 1-1.

    Áhorfendurnir tjúlluðust og allir leikmenn KF Mezzi hentu sér á Zlatan og föðmuðu hann. Hann var í klessu. Hann losaði sig og virtist fara hjá sér við lætin.

    „Vel spilað, Tómas! sagði hann. „Og Sölvi.

    „Koma svo, sagði Sturla þegar við hlupum til baka. „Það er ekki nóg að jafna. Við verðum að vinna þetta!

    „Böö, þetta var svo pottþétt rangstæða," vældi Axel.

    „Þú þarft kannski að gúgla reglurnar," sagði Sölvi.

    Okkur tókst að halda jöfnu fram að hálfleik þrátt fyrir að vera einum færri þessar fimm mínútur. Kári hrósaði okkur þegar við hrundum í grasið með vatnsbrúsana okkar.

    „Þetta mark var alveg eftir plani, sagði hann. „Svona eigið þið að spila þegar við erum undir pressu.

    „Sáuði hana Kristínu? spurði Sölvi. „Hún fór illa með þess tvo þarna.

    „Já, það var glatað að ég náði ekki að klára færið eftir sendinguna," sagði ég.

    „Þú gerir það næst," sagði Bergur.

    „Þeir eru að þreytast, sagði Kári. „Og við skorum sigurmarkið. Ókei?

    „Sigur!" öskruðum við öll. Það var ekki nóg að gera jafntefli ef við vildum vinna deildina, ekki nema KFK myndi tapa síðasta leiknum sínum og við vinna okkar.

    Ég horfði á Kristínu. Hún var búin að standa sig verulega vel, og ekki bara miðað við stelpu. Og hún var kærastan mín.

    Dómarinn fór á miðjuna og gerði sig kláran að blása til leiks á ný.

    3. kafli

    KFK virtust bara alls ekkert þreyttir! Þeir óðu í okkur af fullum krafti. Þeir þrýstu okkur lengst aftur á völlinn, mögulega af því að Zlatan og Sölvi byrjuðu á bekknum.

    Og svo eftir fimmtán mínútur gerðist það. Matti tæklaði óvart einhvern á vellinum og dómarinn dæmdi víti. Pínu, ponsu, skítavíti.

    Felix tók boltann um leið og gekk í átt að punktinum. Auðvitað ætlaði hann að taka spyrnuna. Ég vonaði bara að Bergur myndi bjarga okkur.

    Felix tók stutt tilhlaup eins og Ronaldo og Bergur fór í rangt horn … mark!

    2-1 fyrir KFK. Leikmenn þeirra hlupu allir til þess að fagna Felix, og þjálfarinn þeirra, Daníel, sem var líka pabbi Felix kallaði:

    „Vel gert Felix!"

    Kári setti Sölva og Zlatan aftur inn á. Við þyrftum að vera djörf núna.

    Ég blótaði þegar ég gaf boltann. Við ætluðum sko ekki að tapa fyrir KFK. Ég gaf boltann á Sölva, sem gaf hann beint aftur á meðan Zlatan hljóp fram. Ég reyndi að vippa boltanum, en það var ekki nógu vel gert, svo Axel náði boltanum.

    KFK spilaði af meira öryggi núna. Þeir voru líklegri en við að skora. Axel fór sjálfur í gegn og ég á eftir honum. Ég náði ekki í boltann. Hann fór kringum Marco, klobbaði Símon og var mættur inn í teig og að fara að taka skotið.

    Ég tók sénsinn og henti mér fram um leið og Axel sparkaði og náði að pota fætinum í boltann að aftan en Axel sparkaði í fótinn á mér í staðinn. Við duttum báðir og Eiki hreinsaði fram.

    Sjitt, hvað mér var illt í fætinum.

    „Víti!" kallaði Felix og margir í áhorfendahópnum tóku undir, en sem betur fer hafði dómarinn séð þetta og hristi bara höfuðið.

    Ég stóð á fætur og ætlaði að hjálpa Axel, en hann sló mig í höndina.

    „Tækling aftan frá, hvæsti hann. „Ég hefði skorað … Þú hefðir átt að fá rautt fyrir þetta.

    „Ég tæklaði engan, fór bara

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1