Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

KF Mezzi 1 - Nýtt upphaf
KF Mezzi 1 - Nýtt upphaf
KF Mezzi 1 - Nýtt upphaf
Ebook43 pages31 minutes

KF Mezzi 1 - Nýtt upphaf

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Tómas, Sölvi og Bergur eru bestu vinir. Þeir elska fótbolta og æfa allir með sama fótboltafélaginu. Þegar Tómas og Sölvi er settir í A-liðið eru þeir himinlifandi. En þeir eru látnir byrja á bekknum í fyrstu tveimur leikjunum og Tómas fær ekki að vera lengi inni á vellinum í fyrsta leiknum. Þegar tíu mínútur eru eftir af seinni leiknum og Tómas er enn ekki farinn inn á tekur hann stóra ákvörðun.

KF Mezzi er sería af fótboltabókum eftir Daniel Zimakoff. Serían fjallar um vinina Tómas, Sölva og Berg og gleði þeirra og vandamál með þjálfara, félaga og andstæðinga. Þeir taka þátt í að stofna fótboltaliðið KF Mezzi sem er blandað lið, það eru líka stelpur með í liðinu.

Daniel Zimakoff fæddist árið 1956 og er lærður bókasafnsfræðingur, en hefur starfað við ýmislegt, hann vann meira að segja sem leikari áður en hann gerðist rithöfundur. Frá árinu 1980 hefur hann skrifað fjöldann allan af barnabókum og vann til barnabókaverðlauna danska menningarmálaráðuneytisins árið 2004. Þegar hann er ekki upptekinn við að skrifa spilar hann fótbolta, blak, veggjatennis, tennis, les bækur, horfir á sjónvarp og keyrir mótorhjól.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJan 3, 2022
ISBN9788726915624

Read more from Daniel Zimakoff

Related to KF Mezzi 1 - Nýtt upphaf

Titles in the series (1)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for KF Mezzi 1 - Nýtt upphaf

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    KF Mezzi 1 - Nýtt upphaf - Daniel Zimakoff

    Daniel Zimakoff

    KF Mezzi 1

    Nýtt upphaf

    SAGA

    KF Mezzi 1: Nýtt upphaf

    Original title:

    FC Mezzi 1: Bruddet

    Höfundaréttur© 2020 Kit A. Rasmussen and SAGA Egmont, Copenhagen

    Þýðandi: Kjartan Már Ómarsson

    Allur réttur áskilinn

    ISBN: 9788726915624

    1. útgáfa rafbókar, 2021

    Format: EPUB 3.0

    Óheimilt er að afrita eftirfarandi efni hvort sem er að hluta eða heild, enn fremur er óheimilt að vista efnið í gagnaleitarkerfum, eða miðla, í hvaða formi sem er, án skriflegs leyfis útgefanda, eins er óheimilt að dreifa efni í efnisbundnu formi öðru en því sem útgefandi leggur til. Þá er einnig óheimilt að áframselja tiltekið efni án þess að tilvonandi kaupandi framfylgi fyrrgreindum skilyrðum útgefanda.

    www.sagaegmont.com

    Saga Egmont – hluti af Egmont, www.egmont.com

    KF Mezzi

    Nýtt upphaf

    Tómas: Tómas elskar að spila fótbolta. Það skiptir hann meira máli en nokkuð annað. Hann er góður að lesa leikinn, hann er snöggur og hann hefur gott hlaupaþol. Hann er ekki hrifinn af því að láta tækla sig. Hann dreymir um að verða atvinnumaður í FC Barcelona - eins og Messi.

    Sölvi: Sölvi æfir sig mjög mikið með boltann í garðinum og er með hörku vinstri fót. Hann er alltaf jákvæður og skemmtilegur. Hann er nautsterkur, orkumikill og hann er litli bróðir besta leikmannsins, Kára.

    Bergur: Bergur er ótrúlega góður markmaður sem ver flest skot. Hann veit allt um fótbolta, þekkir öll liðin og veit hvernig þau spila. Eini gallinn er að hann þolir ekki að hlaupa og verður fljótt móður.

    1. Kafli

    Við vorum sjö á móti átta og einu marki undir. Við þurftum að þétta okkur og stilla upp á nýtt. Ég hélt höndinni útréttri til þess að skýla mig fyrir sólinni. Sólin skein beint framan í Berg sem stóð í markinu. Völlurinn var mjúkur og ójafn svo við þurftum að vanda spilið.

    Jói náði ekki að halda boltanum svo ég náði honum af honum á miðjunni. Ég tók þríhyrningsspil með Sölva vini mínum og stóð skyndilega einn á móti markmanni A-liðsins. Hann kom á móti mér, ég þóttist taka skotið, fór hægra megin við hann og sendi boltann í tómt markið.

    „Vel gert Tómas!" kallaði Sölvi. Bergur, Sölvi og ég vorum bestu vinir. Við spiluðum allir með B-liðinu.

    „Vel spilað!" hrópaði Daníel. Hann þjálfaði bæði A og B liðið.

    Við höfðum jafnað en höfðum verið undir pressu allan leikinn. Daníel hafði skipt ójafnt í lið. Allir bestu leikmennirnir voru í átta manna liðinu á móti okkur sjö.

    „Skítalið," muldraði Sölvi.

    „Það er leikur bráðum, sagði Daníel. „A-liðið þarf að spila sig í gang.

    „Gaman … fyrir þá," sagði Bergur. Hann var markmaðurinn okkar.

    „Af hverju

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1