Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

KF Mezzi 1-10
KF Mezzi 1-10
KF Mezzi 1-10
Ebook419 pages5 hours

KF Mezzi 1-10

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Hér er að finna bækur nr. 1-10 í vinsælu seríunni um fótboltaliðið KF-Mezzi.KF Mezzi er sería af fótboltabókum eftir Daniel Zimakoff. Serían fjallar um vinina Tómas, Sölva og Berg og gleði þeirra og vandamál með þjálfara, félaga og andstæðinga. Þeir taka þátt í að stofna fótboltaliðið KF-Mezzi, sem er blandað lið, því það eru líka stelpur með í liðinu.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJun 12, 2023
ISBN9788726915631

Read more from Daniel Zimakoff

Related to KF Mezzi 1-10

Titles in the series (88)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for KF Mezzi 1-10

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    KF Mezzi 1-10 - Daniel Zimakoff

    KF Mezzi 1-10

    Translated by Kjartan Már Ómarsson

    Original title: FC Mezzi 1-10

    Original language: Danish

    Copyright ©2016, 2023 Daniel Zimakoff and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726915631

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    KF Mezzi 1: Nýtt upphaf

    Tómas: Tómas elskar að spila fótbolta. Það skiptir hann meira máli en nokkuð annað. Hann er góður að lesa leikinn, hann er snöggur og hann hefur gott hlaupaþol. Hann er ekki hrifinn af því að láta tækla sig. Hann dreymir um að verða atvinnumaður í FC Barcelona - eins og Messi.

    Sölvi: Sölvi æfir sig mjög mikið með boltann í garðinum og er með hörku vinstri fót. Hann er alltaf jákvæður og skemmtilegur. Hann er nautsterkur, orkumikill og hann er litli bróðir besta leikmannsins, Kára.

    Bergur: Bergur er ótrúlega góður markmaður sem ver flest skot. Hann veit allt um fótbolta, þekkir öll liðin og veit hvernig þau spila. Eini gallinn er að hann þolir ekki að hlaupa og verður fljótt móður.

    1. Kafli

    Við vorum sjö á móti átta og einu marki undir. Við þurftum að þétta okkur og stilla upp á nýtt. Ég hélt höndinni útréttri til þess að skýla mig fyrir sólinni. Sólin skein beint framan í Berg sem stóð í markinu. Völlurinn var mjúkur og ójafn svo við þurftum að vanda spilið.

    Jói náði ekki að halda boltanum svo ég náði honum af honum á miðjunni. Ég tók þríhyrningsspil með Sölva vini mínum og stóð skyndilega einn á móti markmanni A-liðsins. Hann kom á móti mér, ég þóttist taka skotið, fór hægra megin við hann og sendi boltann í tómt markið.

    „Vel gert Tómas!" kallaði Sölvi. Bergur, Sölvi og ég vorum bestu vinir. Við spiluðum allir með B-liðinu.

    „Vel spilað!" hrópaði Daníel. Hann þjálfaði bæði A og B liðið.

    Við höfðum jafnað en höfðum verið undir pressu allan leikinn. Daníel hafði skipt ójafnt í lið. Allir bestu leikmennirnir voru í átta manna liðinu á móti okkur sjö.

    „Skítalið," muldraði Sölvi.

    „Það er leikur bráðum, sagði Daníel. „A-liðið þarf að spila sig í gang.

    „Gaman … fyrir þá," sagði Bergur. Hann var markmaðurinn okkar.

    „Af hverju þurftu þeir að vera átta?" spurði ég.

    „Þeir þurfa á svolitlu sjálfstrausti að halda," sagði Daníel og hló.

    Við mynduðum vegg fyrir framan Berg, og liðið með átta leikmönnum gat ekki skorað. Bergur varði skotin sem komust í gegn, og ég sá aðra opnu til að ná boltanum. Jafnvel þótt að jafntefli væri sigur fyrir okkur, því við vorum færri, vildi ég vinna.

    Felix var fyrirliði í sínu liði, A-liðinu. Hann var sonur þjálfarans og hélt hann væri aðalmaðurinn. Núna var hann fúll því hann réð ekki við okkur í B-liðinu.

    Í þetta sinn var það Lúkas sem lenti í vandræðum því völlurinn var ójafn. Ég náði boltanum af honum. Sölvi kom upp vinstra megin. Ég sendi boltann til hans svo hann gæti hlaupið upp kantinn og þaut í átt að markinu. Sölvi var örvfættur og sendi boltann beint á ennið á mér upp við markið.

    Stundum var ég svolítið hræddur við að skalla boltann, en núna lokaði ég augunum og gerði mitt besta til þess að setja hann undir slána, ég var þegar búinn að sjá hann lenda í markinu og alla fagna brjálæðislega. En á sama augnabliki lenti ég á milli tveggja varnarmanna. Felix og Axel negldu mig á sama tíma. Þetta var hörku árekstur og ég endaði í grasinu.

    Djöfull var þetta vont. Ég fékk tár í augun. Ég yrði að láta Sölva taka vítið, en … í staðinn fyrir að flauta og dæma víti lét Daníel þá bara spila áfram.

    „Tómas átti að fá víti!" hrópaði Sölvi.

    „Við þurfum að venjast því að spila svolítið harðan bolta," sagði Daníel.

    Felix skammaði Lúkas fyrir að missa boltann til mín.

    Ég stóð á fætur og haltraði til baka. Ég hugsaði að ekkert væri brotið, en ég var aumur í brjóstkassanum og öxlunum líka.

    Áður en ég komst til baka hafði A-liðið skorað. Núna vorum við tveimur færri.

    Daníel stoppaði leikinn strax. Axel og Felix gáfu hvor öðrum fimmu uppi á hæð, ánægðir með sig. Þeir unnu 2-1.

    Daníel kom til að tala við mig.

    „Er í lagi með þig Tómas?"

    Ég kinkaði bara kolli.

    „Gott. Þú spilaðir vel. Þú og Sölvi eru nokkuð góðir. Sjáumst á miðvikudaginn."

    Hann klappaði mér á auma öxlina.

    2. Kafli

    Ég greip í bremsuna og fjallahjólið mitt skransaði restina af leiðinni, svo ég náði að grípa í garðhliðið án þess að stíga af hjólinu. Sölvi stóð þarna í Barcelonatreyjunni sinni og sparkaði bolta í markið. Boltinn var akkúrat sjö metra frá markinu. Ég mældi það sjálfur. Markmaðurinn, Nesi, var pappafígúra sem ég og Sölvi höfðum sett saman. Nesi hét eftir Hannesi Þór Halldórssyni sem var í marki í landsliðinu.

    Stutt hlaup fram. Búmm! Boltinn fór vinstra megin við Nesa, sem átti ekki séns. Sölvi var sko með hörku vinstri fót.

    Ég klappaði.

    „Hei, Tómas. Ég er að koma." Sölvi náði í hjólið sitt. Manchester United taskan var föst aftan á og svo hjóluðum við 6,5 kílómetra á Vorvelli til að fara á æfingu. Það voru fjórtán gráður úti og sól. Vorið var komið til að vera.

    „Heldurðu að við komumst fljótlega í A-liðið?" spurði Sölvi.

    „Kannski á næsta tímabili."

    „Ég vona það."

    „Það væri svo kúl." Ég sagði Sölva hvernig Daníel hefði hrósað okkur. Ég gat séð framtíð mína í boltanum fyrir mér. Fyrst var að komast í A-liðið, svo landsliðið, svo loksins atvinnumennskuna í FC Barcelona sem yngsti leikmaðurinn sem þeir hefðu tekið inn.

    Við hjóluðum gegnum Nýjabrunn, framhjá myllunni, og kringum húsið sem var búið að vera á sölu í fimm ár, og stoppuðum við síðasta húsið í þorpinu. Hér átti Bergur heima. Við vorum allir í sama bekk í Vorvallaskóla. Fjórða bekk.

    Bergur var sá okkar sem vissi mest um fótbolta. Hann þekkti öll liðin og hvern einasta leikmann í Englandi, Þýskalandi og Hollandi, meira að segja Spáni. Hann var líka góður í fótbolta, en hann var örlítið „þéttur" og honum þótti ekki jafn gaman að æfa og okkur hinum.

    Við þurftum að bíða eftir Bergi í fjórar mínútur, og þurftum fyrir vikið að spæna áfram til þess að verða ekki of seinir.

    „Á mínútunni, piltar, sagði Daníel. „Við skulum byrja á því að hlaupa aðeins.

    Bergur andvarpaði.

    Við vorum 17 á æfingunni, sem var rétt nóg til að skipta í tvö sjö manna lið. Það urðu að vera níu eða tíu í leik, en það myndu örugglega fleiri strákar byrja að mæta þegar það yrði aðeins hlýrra úti.

    Sölvi og ég vorum bestu hlaupararnir og vorum í besta forminu. Það var örugglega af því við þurftum að hjóla á æfingu og svo spiluðum við líka fótbolta í skólanum og heima. Bergur var síðastur til að klára hringinn. Hann var allur rauður í framan og náði varla andanum.

    „Ég elska fótbolta, en ég hata að hlaupa," sagði hann.

    Eftir upphitun æfðum við innanfótarsendingar á þremur mismunandi stöðvum. Ég var ekki á sömu stöðvum og Sölvi eða Bergur, en ég var með tveimur strákanna úr A-liðinu, Felix og Axel.

    Var þetta merki um eitthvað? Þeir spörkuðu fast, miklu fastar en þurfti.

    „Ekki svona fast, Felix! kallaði Daníel. Hann var pabbi Felix. „Þú verður að nota innanverðan fótinn. Hann greip um ennið. „Ó, eigum við að æfa skalla?" spurði Felix.

    Nokkrir strákann hlógu. Ég hló smá líka. Ég vildi ekki styggja Felix. Hann var aðalmaðurinn í A-liðinu.

    Axel og Felix voru alltaf aðeins of mikið að grínast, og svo þurftu allir að gera 20 armbeygjur í refsingu.

    Axel var í sama skóla og við en Felix og þeir í A-liðinu voru í stóra skólanum í Gerðarhöfn. Þegar við færum í sjöunda bekk myndum við líka fara þangað.

    Eftir æfingu sagði Daníel okkur hverjir myndu spila um helgina og hvernig skipt yrði í liðin. Hann las upp A-liðið fyrst. Ég hlustaði vandlega, en var ekki vongóður. Auðvitað yrði ég ekkert í A-liðinu.

    En þá … var Sölvi lesinn upp númer 7. Hann horfði á mig, undrandi en glaður. Ég gaf honum þumalinn. Flott hjá honum. „Og Axel er númer 8, sagði Daníel. „Og Tómas er númer 9.

    Glæsilegt! Sölvi blikkaði mig. Við vorum í liðinu. En ef maður pælir í því, þá vorum við búnir að mæta á allar æfingar allan veturinn, meira að segja þegar það var snjór og klaki á vellinum.

    „Lúkas og Jói fara í B-liðið, en þið getið unnið ykkur aftur upp."

    Lúkas kinkaði bara kolli. Jói kastaði skónum sínum ofan í töskuna.

    Bergur var ennþá í B-liðinu. Hann virtist örlítið vonsvikinn.

    Við kvöddum Berg við Nýjabrunn, og þá fórum við virkilega að fagna. Við gáfum hvor öðrum fimmur uppi á hæð. Jess! Við vorum búnir að færa okkur upp í A-liðið!

    „Þetta er svo gott, sagði Sölvi. „Ég get ekki beðið eftir að segja Kára

    „Skil þig."

    Kári var stóri bróðir Sölva og hann var virkilega góður í fótbolta. Kári var í raun millinafnið hans, en allir kölluðu hann Kára. Hann var 19 ára og hafði spilað í A-liði KG - Knattspyrnufélagi Gerðarhafnar, þar til hann meiddist í hnénu á síðasta ári. Sölvi talaði oft um það. Hann lenti í svakalegri tæklingu. Hann sá leikinn, en Kári þurfti að hætta að spila. Hann hefði getað komist í landsliðið, en lenti í einni ljótri tæklingu og draumurinn var úti.

    „Ég vona að Felix verði ekki of pirrandi, sagði ég. „Þú veist, ef einn okkar klúðrar boltanum og það kostar okkur mark.

    „Hafðu ekki áhyggjur af honum. Hann heldur að hann sé bestur í liðinu, bara af því pabbi hans er þjálfarinn."

    „Já. Ég trúi ekki að Daníel hafi ekki dæmt á hann víti síðast."

    „Pældu ekki í því. Við verðum bara að hafa trú á okkur sjálfum, eins og Kári segir alltaf." Sölvi hringdi bjöllunni sinni.

    Ég hjólaði eins hratt og ég gat síðasta spölinn heim. Sölvi var alltaf bjartsýnn, og hann var nokkuð skemmtilegur. Ég vildi óska að ég væri meira eins og hann. Ég lét mig dreyma um glæsta ferilinn minn aftur og þegar ég hjólaði gegnum garðhliðið, hafði ég rétt nógu mikinn tíma til þess að skora þrennu á Heimsmeistaramótinu.

    Ljúfeng lyktin af kjúkling mætti mér þegar ég opnaði dyrnar.

    „Hæ Tómas! kallaði pabbi úr eldhúsinu. „Maturinn verður til þegar þú ert búinn í sturtu. Mundu að setja óhreinu fötin í þvottakörfuna.

    Ég beið þangað til við byrjuðum að borða með að segja þeim að ég hefði verið valinn í A-liðið.

    3. Kafli

    Við Sölvi vorum samferða á leikinn. Við urðum að vera mættir klukkutíma áður en hann byrjaði. Við mættum snemma, og við vorum fyrstir á svæðið. Það rigndi aðeins og völlurinn var sleipur.

    Sölvi sleppti höndum af stýrinu og var næstum dottinn. Hann var alveg jafn spenntur og ég. Ég var hræddur um að renna til eða gera mistök … og kannski verða til þess að A-liðið tapaði fyrsta leiknum.

    Bergur og B-liðið höfðu spilað daginn áður og unnið. Bergur sagði að hann myndi kannski koma og horfa á leikinn.

    „Ég vona að það rigni ekki þegar við spilum," sagði ég.

    „Þeir sögðu að það ætti að vera sól, sagði Sölvi. „Það er gott fyrir grasið að blotna aðeins.

    Ég kinkaði kolli. Þeir vökvuðu alltaf völlinn fyrir leik á Camp Nou í Barcelona. Boltinn rann hraðar og það var betra fyrir leikmennina sem voru tæknilegir. Ég vonaði að ég myndi spila vel.

    Öll fjölskyldan mín yrði sennilega þarna, það er: Pabbi, mamma og stóra systir mín. Hún hafði sagt hún kæmi, kannski. Ef það yrði gott veður, þá gæti hún verið með nýju sólgleraugun sín.

    Hinir í liðinu bættust einn og einn í hópinn. Þeir voru að tala um leikinn sem þeir höfðu horft á í sjónvarpinu á laugardagskvöldið. Barcelona hafði unnið lélegt lið, og Messi hafði skorað þrjú mörk. Rosalegt. Ég hafði ekki séð leikinn, því við vorum ekki með þessa stöð. Pabbi var ekkert sérstaklega hrifinn af íþróttum. Stundum fór ég heim til Bergs að horfa. Þau voru með allar stöðvarnar.

    Daníel kom nákvæmlega klukkutíma fyrir leikinn og opnaði búningsklefann.

    „Eruði tilbúnir strákar? Sváfuð þið vel?"

    „Ekki nógu lengi," sagði Axel.

    „Ó, þannig að þú ert svona B-manneskja, Axel. Þú hlakkar þá til að komast í eldri flokkinn. Við spilum alltaf á kvöldin eins og í úrvalsdeildinni."

    „Getur sofið jafn lengi, en ert ekki næstum því jafn góður," sagði Sölvi. Hinir hlógu.

    Daníel dró fram búningana: Bláar treyjur, gular stuttbuxur og sokkar, eins og sænski landsliðsbúningurinn eða KA. Treyjurnar voru með hvítum röndum og númerum á bakinu. Ég sótti mér treyju úr bunkanum.

    „Heyrðu, ég er númer 10," sagði Felix og hrifsaði hana af mér.

    Ég vissi að Messi spilaði númer 10. Hann var uppáhalds leikmaðurinn minn og bestur í heimi. Svo auðvitað vildi Felix vera númer 10.

    „Allt í lagi," sagði ég og greip treyju númer 6.

    „Númer 6, vel valið, sagði Daníel. „Ég spila í númer 6.

    „Nett, sagði Sölvi. „Númer 2, Daniel Alves. Það er svo mikið ég. Snöggur, góður að rekja og skýtur fast. Ef þú velur þér tvist, skorarðu fyrst! sagði hann.

    Daníel bað alla um að hafa hljóð. Hann vildi sýna okkur hvernig við myndum stilla upp og tala aðeins um tæknileg atriði áður en við færum út á völlinn. Það var hægt að vera með þrjá varamenn, svo það þurftu að vera tíu í liðinu. En Daníel þótti betra að spila með níu. Hann hló og sagði að það yrði of mikið um skiptingar ef við værum tíu.

    Sölvi og ég byrjuðum á bekknum, eins og við áttum von á. Það var ekki í fyrsta sinn, en það var allt í lagi. Þetta var fyrsti leikurinn okkar í A-iðinu og einhver varð að byrja á bekknum.

    „Við spilum á móti Lambastöðum, sagði Daníel. „En eins og þið munið kannski frá því í fyrra, eru þeir engin lömb að leika við.

    Það mundu margir.

    „Þeir eru naglar, sagði Daníel. Þeir nota skrokkinn, svo það er eins gott að þið gerið það líka.

    „Einmitt, sagði Axel. „Látum þá finna fyrir því. Þetta er ekki stelpuleikur. Hann horfði á mig og hló.

    „Ekki spila gróft, Axel," sagði Daníel.

    Axel var þekktur fyrir að vera tuddi á vellinum. Ég dró mig oftast til baka ef hlutirnir urðu of harkalegir. Kannski var það þess vegna sem Axel hafði horft á mig og hlegið.

    „Við unnum þá síðast," sagði Felix.

    „Akkúrat. Og við vinnum þá aftur, ef þið spilið saman og munið að nota völlinn."

    Daníel hélt áfram að fara yfir tæknileg atriði, en ég var eiginlega hættur að hlusta. Ég var hvort sem er að byrja á bekknum.

    „Við skulum hita okkur upp strákar. Leikurinn byrjar eftir 28 mínútur."

    4. Kafli

    Sólin skein og himininn var næstum heiðskír um það bil sem leikurinn var að byrja. Sólgleraugnaveður.

    Völlurinn var rakur en ekki blautur, og hann var bara nokkuð grænn líka.

    Allir í fjölskyldunni minni voru komnir í sæti. Eva var með sólgleraugu og pabbi hélt á hitabrúsa, sem var örugglega fullur af kaffi. Stóri bróðir Sölva, hann Kári, var þarna líka. Mamma og pabbi veifuðu mér en ég þóttist ekki sjá þau og fór hinum megin á völlinn til Sölva og Daníels. Sölvi og ég vorum í hettupeysum. Ég safnaði boltunum saman í pokann.

    Lyktin af leðri og grasi og mold … ó, þvílíkur unaður!

    Við söfnuðumst í hring og tókum baráttuópið.

    „Hvað viljum við? Hvað þurfum við …? Sigur, sigur, sigur!"

    Við öskruðum eins hátt og við gátum til þess að reyna að hræða leikmennina frá Lambastöðum.

    Þetta var erfiður og jafn leikur með aðeins örfáum færum. Felix rak boltann fram hjá þremur strákum, náði skoti en það fór yfir.

    Lambastaðir spiluðu grófan bolta og dómarinn þurfti að ræða aðeins við einn þeirra. Næst fengi hann rautt. Axel var líka grófur, en ekki of mikið.

    Sölvi og ég sátum á bekknum allan fyrri hálfleik, en Sölvi var inni á vellinum næstum allan seinni hálfleik.

    Í hálfleik voru allir nema markvörðurinn í hóp kringum Daníel á meðan við fengum vatn að drekka. Við vorum eldrauðir í framan.

    „Vel spilað, strákar. Góð vörn. Þeir hafa ekki fengið mörg færi, en ekki láta þá pressa ykkur. Notið axlirnar!"

    „Þeir eru hrikalega grófir," sagði Felix og flestir voru sammála honum.

    „Já, ég veit það, sagði Daníel. „Kannski fær einn þeirra rautt í seinni hálfleik. En núna verðum við að vera rólegir. Færin munu koma. Felix þarf kannski bara eina góða sendingu og þá erum við komnir yfir 1-0 sem við höldum. Jakob gefur hann á Sölva á vinstri miðju … Daníel leit snöggt til mín. „Þú ferð inn á Tómas … bráðum."

    Og þá flautaði dómarinn og seinni hálfleikur byrjaði. Sölvi straukst við öxlina á mér þegar hann hljóp út á völlinn.

    „Bara trúa," sagði ég og horfði á áhorfendurna. Þeir voru örugglega að velta því fyrir sér af hverju ég væri ekki að spila.

    Sölvi átti góðan leik. Hann hljóp bara með boltann þegar hann þurfti og eftir fimmtán mínútur gerði hann Felix lausan. Felix sparkaði fast í boltann og hélt honum stöðugum, en það fór á mitt markið svo markvörðurinn greip Smá ruglingslegt hér.

    „Vel spilað Sölvi! kallaði Daníel. „Munaði litlu, Felix.

    Ég byrjaði að hita upp. Ég varð að fá að komast inn á fljótt. Það var bara korter eftir og hver hálfleikur var þrjátíu mínútur.

    „Tvær mínútur, Tómas," sagði Daníel án þess að taka augun af boltanum.

    En þá tæklaði Axel sneggsta framherjan frá Lambastöðum. Dómarinn flautaði og benti með höndunum. Fimm mínútna brottrekstur. Daníel blótaði í hljóði. Hann sagðist ekki geta sett mig inn á þegar við værum manni undir.

    „En leikurinn er að verða búinn," tuldraði ég. En hann heyrði ekki í mér. Hann kallaði á vörnina að mynda vegg. Lambastaðir voru að fá aukaspyrnu.

    „Þrír í vegg, kallaði hann. „Og einn á hvora stöng!

    Stærsti leikmaðurinn frá Lambastöðum ætlaði að taka spyrnuna. Hann tók tilhlaup og þóttist ætla að negla en gaf hann í staðinn á liðsfélaga sinn sem var galopinn. Hann sparkaði boltanum í markið, klobbaði markmanninn.

    „Fjandinn! gargaði Daníel. Og stuttu seinna: „Koma svo, strákar. Nú urðum við að sækja, þótt við værum manni undir. Lambastaðir pökkuðu í vörn og þegar straffið hjá Axel var búið voru þeir ennþá yfir.

    Loksins fékk ég að koma inn á. Ég heyrði einhvern klappa. Örugglega mamma og pabbi. Það voru ekki tíu mínútur eftir. Ég spilaði ágætlega, fékk smá færi eftir að Sölvi gaf hann fyrir, en skaut yfir markið.

    Við töpuðum með einu marki.

    Þegar við vorum búnir að taka í höndina á dómaranum og öllum í hinu liðinu, safnaði Daníel okkur saman úti á vellinum. Mér leið undarlega í maganum. Rétt eins og þegar maður er verulega, verulega reiður. Af hverju hafði ég bara spilað í níu mínútur? Fannst Daníel ég ekki nógu góður?

    Daníel talaði aðeins um hvað við hefðum gert vel, en sérstaklega um hvað við hefðum getað gert betur. Ég hlustaði eiginlega ekki. Þegar hann var búinn, og allir byrjaðir að fara aftur út í félagsheimilið, kom Bergur til mín.

    „Þetta var gott skot hjá þér, þetta síðasta. Ekkert smá nálægt."

    „Ég hefði átt að setja hann."

    „Þú gerir það næst … Treyja númer sex. Það er sama og Xavi. Mikilvægasti leikmaðurinn í Barcelona, eða, sko á eftir Messi."

    Pabbi kom til okkar.

    „Góður leikur, Tómas. Þú varst ekki mjög lengi inn á samt." Hann sagði þetta nógu hátt svo Daníel myndi heyra til hans. Bergur og ég litum hvor á annan. Ég vonaði að pabbi myndi ekki vera of vandræðalegur. Ég þekkti sko pabba. Hann var fúll yfir því að eyða heilum laugardegi í að horfa á mig spila í níu mínútur. Daníel kom til okkar.

    „Já, þetta var bara einn leikur og Tómas er nýr, svo ég var … hálfsmeykur að …"

    „En hann verður í byrjunarliðinu næst, ekki satt?" spurði pabbi.

    „Ég get ekki lofað því. Það er á móti Dalbúð. Þeir eru líklegastir til þess að vinna deildina."

    Þjálfari Lambastaðastrákanna kom til Daníels til að þakka fyrir leikinn. Ég kvaddi Berg og dró pabba burt með mér.

    „Vertu ekki að skipta þér af, hvæsti ég. „Ég ætla að hjóla einn heim.

    Svo hljóp ég á eftir hinum til þessa að fara í sturtu og skipta um föt, þótt ég væri ekki neitt sveittur.

    5. Kafli

    Sölvi og ég byrjuðum á bekknum í leiknum á móti Dalbúð. Ég hafði verið fjúkandi reiður eftir síðasta leik og talaði við Sölva og Berg um það á heimleiðinni.

    Bergur hafði beðið eftir okkur á meðan við klæddum okkur. Við vorum að hjóla heim saman. Honum fannst það þetta líka glatað, að ég hefði bara spilað í níu mínútur. Sölvi var sammála. „Þú hefðir að minnsta kosti átt að spila heilan hálfleik."

    Ég sagðist ætla að hætta ef þetta myndi ekki skána í næsta leik. En ég meinti það ekki í alvöru. Ég sagði þetta bara því ég var reiður. Þeir vissu það alveg og sögðu ekkert.

    Þegar mamma var að segja góða nótt á sunnudagskvöldið, spurði hún mig varfærnislega um þetta. Hún spurði hvort ég væri ekki ánægður að vera í A-liðinu. Þegar ég svaraði ekki sagði hún að æfingin skapaði meistarann.

    Pabbi sagði ekki neitt, en ég hafði líka beðið hann um að skipta sér ekki af þessu.

    Og nú var komið að Dalbúðarleiknum. Það var aftur erfiður og jafn leikur. Það var mjög mikill vindur og við unnum hlutkestið, svo við fengum að byrja með vindinn í bakið.

    Staðan var 1-1 í hálfleik. Í þetta sinn hafði ég beðið mömmu og pabba að koma ekki. Pabba virstist létt. Bergur var þarna. Kári var þarna líka, með Barcelona trefilinn sinn. Hann var alltaf með hann.

    „Haldiði boltanum niðri. Við erum með góðan meðbyr, svo gerið ykkar besta, strákar!" Daníel setti okkur ekki inn á í hálfleik, jafnvel þótt Axel væri meiddur og flestir hinna virtust úrvinda. Við Sölvi biðum og biðum.

    „Heldurðu að hann hafi gleymt okkur?" muldraði ég.

    „Það kæmi mér ekki á óvart," hvíslaði Sölvi.

    En þá, loksins, var Sölvi beðinn um að fara úr peysunni. Það voru aðeins fimmtán mínútur eftir af leiknum. Staðan var ennþá 1-1. Axel var skipt út og Sölvi kinkaði til mín kolli þegar hann hljóp út á völl.

    Ég sneri baki í leikinn og sparkaði í túnfífil. Ég ólgaði af reiði.

    Átti ekkert að setja mig inn á? Var verið að refsa mér fyrir það sem pabbi sagði síðast?

    Ég leit á klukkuna. Þá kallaði Daníel á mig. Það voru um 10 mínútur eftir.

    „Ertu tilbúinn, Tómas? Þú tekur stöðuna hans Matta á vinstri vængnum."

    „Bara strax? Leikurinn er eiginlega búinn." Röddin í mér nötraði.

    „Svona er þetta bara. Það vilja allir vinna, ekki satt?"

    „Og er það ekki hægt ef ég er í liðinu?"

    „Jú, en … Skjóttu Felix! Fjandinn … Þetta er heldur betur aukaspyrna!" Daníel var svo ákafur að hann gleymdi að skipta mér inn á.

    Það liðu nokkrar mínútur áður en hann kallaði í dómarann og bað um að skipta út Matta.

    Og það var þá sem eitthvað annað byrjaði að stjórna mér. Eitthvað innra með mér var upptendrað.

    Ég fór ekki úr peysunni.

    „Það skiptir ekki máli, sagði ég. „Ég vil ekki að þú tapir út af mér, og lagði áherslu á orðið þú.

    „Bull, Tómas. Komdu nú, farðu úr peysunni."

    Matti kom hlaupandi og kastaði sér í grasið. Dómarinn beið eftir að geta hafið leikinn að nýju. Ég fór ekki úr peysunni.

    „Ég er búinn að jafna mig," sagði Axel.

    Daníel greip í handlegginn á mér.

    „Við skulum tala um þetta seinna. Farðu úr peysunni Tómas, og inn á völlinn með þig. Axel er meiddur. Liðið þarf á þér að halda."

    En ég hrifsaði höndina til mín, sneri baki í hann og gekk burt í átt að félagsheimilinu með tárin í augunum.

    Ég henti treyjunni minni í gólfið, fór í fötin mín og hjólaði heim. Ég fór hringinn í kringum allan akurinn. Ég hjólaði eins hratt og ég gat á meðan ég bölvaði og grét á sama tíma.

    6. Kafli

    Mamma stóð í garðinum þegar ég kom heim svo ég gat ekki læðst inn. Ég reiddi hjólið mitt framhjá henni. Hún setti í brýrnar.

    „Af hverju ertu kominn heim svona snemma, Tómas?"

    „Af því bara." Ég vildi leggja hjólinu mínu en ég gat ekki spennt út standarann almennilega svo hjólið datt á hliðina. Í blótaði og skildi það eftir á jörðinni.

    „Er eitthvað að?"

    Ég reyndi að halda í mér, en réð ekki við mig og tárin runnu niður kinnarnar. Ég fór inn í herbergið mitt og skellti hurðinni á eftir mér.

    Eftir smá stund komu mamma og pabbi inn í herbergi og ég lét allt flakka.

    „Og fórstu í miðjum leik?" spurði mamma.

    „Það voru bara fimm mínútur eftir," sagði ég.

    „Já, en …"

    „Ég veit. Það er ekki gott, en …" ég þagnaði. Var ég slæmur liðsfélagi?

    „Ég skil þig, sagði pabbi. „Það er ekki sanngjarnt að setja þig svona seint inn á. Þetta er ekki úrvalsdeildin. Kannski hefði ég átt að ræða betur við Daníel síðast.

    „Það er ennþá hægt, sagði mamma. „Kannski með Tómasi …

    „Það skiptir ekki lengur máli, greip ég fram í. „Ég er hættur í liðinu.

    „En þú elskar fótbolta, sagði mamma. „Og hvað þá?

    „Ég veit það ekki."

    „Það er alveg ónýtt að við skulum ekki vera með okkar eigið lið hér í þorpinu, sagði pabbi. „En það eru víst ekki nógu margir leikmenn hérna.

    Þá hringdi dyrabjallan og pabbi fór að opna. Hann kom aftur með Sölva og Berg í eftirdragi. Þeir hringdu aldrei dyrabjöllunni. Vanalega gengu þeir bara inn.

    „Hæ, Tómas," sögðu þeir í kór. Röddin í þeim hljómaði undarlega.

    Ég kinkaði kolli til þeirra. Mamma og pabbi létu okkur eina. Ég leit upp á Sölva og Berg … ætli þeim þyki ég hafa hagað mér eins og asni?

    „Daníel er alveg glataður, sagði Bergur. „Ég skil vel af hverju þú fórst.

    Mér var svo létt að ég andvarpaði, og leit svo á Sölva. Var hann sammála? Hann kinkaði kolli.

    „Fimm mínútur, hnussaði hann. „Þetta er algjör brandari. Í B-liðinu fá allir að minnsta kosti að spila heilan hálfleik.

    „Hvernig fór leikurinn?" spurði ég.

    „Töpuðum með tveimur. Það var Daníel að kenna. Ef við hefðum báðir spilað allan seinni hálfleikinn hefðum við unnið."

    „Örugglega, sagði Bergur. „Axel var meiddur og gat ekki hlaupið. Og flestir hinna voru dauðþreyttir.

    Ég heyrði að þeir voru búnir að ræða þetta á leiðinni hingað.

    „Mig langar ekki að spila aftur með þeim," sagði ég.

    „Ertu viss? Sölvi horfði á mig. „Því ef þú kemur ekki aftur, geri ég það ekki heldur.

    Ég horfði á hann. Var honum alvara? Honum virtist alvara. Myndi ég gera það sama fyrir hann?

    „Ef þið hættið báðir … geri ég það líka, sagði Bergur. „Ég spila eiginlega bara af því þið gerið það. En þú gætir líka bara sagt að þú viljir fara aftur í B-liðið.

    Sölvi horfði á mig. Við gætum gert það. Við skemmtum okkur vel í B-liðinu. En þá værum við samt í sama félagi, og þá þyrftum við að æfa með A-liðinu. Og Daníel.

    „Ég vildi óska að við gætum bara gert okkar eigin lið," andvarpaði ég.

    „Góð hugmynd! sagði Bergur, „Gerum það. Við skulum stofna okkar eigið lið og vinna þá.

    „Hljómar vel," sagði Sölvi.

    „En hvernig," spurði ég. „Getum við fundið 10 leikmenn? Og hvar ættum við að æfa? Og hver ætti

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1