Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Kínversku naglamorðin
Kínversku naglamorðin
Kínversku naglamorðin
Ebook243 pages3 hours

Kínversku naglamorðin

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Dagarnir hafa verið með rólegra móti hjá hinum háttvirta Dee dómara og varðliði hans síðan hann tók við dómaraembættinu í Pei-chow héraði. Þegar Yeh bræðurnir birtast óvænt í réttarsal hans verður þó breyting á, því að systir þeirra hefur verið myrt með grimmilegum hætti og morðingjann er hvergi að finna. Atvik þetta er þó einungis byrjunin á óhuggulegri og flókinni ráðgátu sem enginn annar en Dee dómari er megnugur að leysa.Bækurnar um ráðgátur Dee dómara eru byggðar á fornum glæpabókmenntum þar sem Dee leysir margslungin mál sem eiga mörg hver rætur sínar að rekja úr raunverulegum dómsmálum frá Kína.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateSep 15, 2023
ISBN9788728451144

Related to Kínversku naglamorðin

Titles in the series (1)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for Kínversku naglamorðin

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Kínversku naglamorðin - Robert van Gulik

    Kínversku naglamorðin

    Translated by Anna María Hilmarsdóttir

    Original title: The Chinese Nail Murders

    Original language: English

    Copyright ©1960, 2023 Robert van Gulik and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728451144

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    SÖGUPERSÓNURNAR

    Það skal vakin athygli á því að eftirnafnið í kínversku, sem hér er prentað með upphafsstöfum, kemur á undan fornafninu.

    Dómstóllinn

    DEE Jen-djieh, yfirvald í Pei-chow, borgarhverfis rétt norðan við landamæri kínverska keisaradæmisins undir T’ang keisaraættinni. Nefndur „Dee dómari eða „dómarinn.

    HOONG Liang, trúnaðarráðgjafi Dees dómara og útnefndur varðstjóri dómstólsins. Nefndur „Hoong varðstjóri eða „varðstjórinn.

    MA Joong

    CHIAO Tai Hinir þrír liðsforingjar Dees dómara:

    TAO Gan

    KUO, lyfsali sem einnig er embættismaður við dómstólinn.

    Frú KUO, fædd Wang, eiginkona hans, einnig gæslukona kvennafangelsisins.

    Gátan um höfuðlausa líkið

    YEH Pin, pappírskaupmaður.

    YEH Tai, yngri bróðir hans.

    PAN Feng, fornmunasali.

    Frú PAN, fædd Yeh, eiginkona hans.

    KAO, vörður í hverfinu þar sem glæpurinn var framinn.

    Gátan um pappírsköttinn

    LAN Tao-kuei, meistari í boxi.

    MEI Cheng, aðalaðstoðarmaður hans.

    Gátan um myrta kaupmanninn

    LOO Ming, baðmullarkaupmaður, dó fimm mánuðum áður.

    Frú LOO, fædd Chen, ekkja hans.

    LOO Mei-lan, barnung dóttir hennar.

    Aðrir

    LIAO, gildismeistari leðuriðnaðarmanna.

    LIAO Lien-fang, dóttir hans sem hvarf.

    CHU Ta-yuan, auðugur landeigandi og mikilsvirtur borgari í Peichow.

    YU Kang, ritari hans, trúlofaður ungfrú Liao Lien-fang.

    Uppdráttur af Pei-chow

    1. Dómstóllinn

    2. Gamalt æfingasvæði

    3. Sívalningsturn

    4. Stórhýsi Chus

    5. Lyfjaverslun Kuos

    6. Hof stríðsguðsins

    7. Hervöllur

    8. Fornmunasala Pans Fengs

    9. Pappírsverslun Yehs

    10. Klukkuturn

    11. Hof borgarguðsins

    12. Baðmullarverslun frú Loos

    13. Hús Lans Tao-Kueis

    14. Varmabaðhús

    15. Yfirbyggður markaður

    16. Hof Konfúsíusar

    17. Stórhýsi Liaos

    18. Aðalgatan

    19. Lækningahæð

    20. Garður grafhvelfinganna

    INNGANGUR

    Þegar ég leitaði fyrir mörgum árum að efni á ensku um hefðbundið líf í Kína fannst mér skáldsögur, lýsingar og vangaveltur þeirra Lins Yu-tangs, Pearls Bucks og Alice Tisdales Hobarts afar upplýsandi. Gegnum upplifanir þeirra, sem eru hrífandi aflestrar, kynntust lesendur fjórða áratugarins smátt og smátt kínversku þjóðfélagi með lágaðli, smábændum og viðskiptamönnum hafnarborganna. Þessir höfundar þýddu einnig af miklu næmi vinsæl kínversk bókmenntaverk. Á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina var sérlega erfitt að finna slíkt efni þar sem flestir vestrænir áhugamenn um Kína, auk Kínverjanna sjálfra, reyndu hver í kapp við annan að útskýra hnignun og fall þjóðernisstjórnarinnar og hvers vegna kommúnistarnir komust til valda. Lesendur sjötta áratugarins voru því bæði fegnir og ánægðir þegar skáldsögur Roberts Hans van Guliks um Dee dómara komu fram á sjónarsviðið þar sem dregin er upp lifandi mynd af menningu kínverska keisaradæmisins fremur en að það sé atkvæðalítið peð í alþjóðlegri valdabaráttu. Þar sem gamla Kína verður ekki lengur endurvakið með því að heimsækja það nýja þá halda sögurnar um Dee áfram að vera besti kosturinn sem völ er á til að fá nasasjón af hversdagslífi þessa liðna tíma.

    Ferill Van Guliks er ofinn marglitum þráðum úr hespu fræðimennsku, ríkiserindreksturs og listar. Hann var sonur læknis sem var foringi í her Hollands í Indónesíu. Hann fæddist árið 1910 í Zutphen í Gelderland-héraði í Hollandi. Frá þriggja til tólf ára aldurs var hann nýlendubúi í Indónesíu. Þegar fjölskylda hans sneri aftur til Hollands 1922 var hinum unga Robert komið í menntaskóla í Nijmegen þar sem umtalsverðir hæfileikar hans til að læra tungumál vöktu fljótlega eftirtekt. Ungur að árum kynntist hann Sanskrítarfræðum og tungumáli Svartfeta-indíána í Ameríku gegnum C.C. Uhlenbeck sem var málvísindamaður við háskólann í Amsterdam. Hann var í einkatímum í kínversku í frítíma sínum og var fyrsti kennari hans kínverskur nemandi í landbúnaði í Wageningen.

    Árið 1934 gekk Van Gulik í háskólann í Leyden sem er ein af meginstöðvum Evrópu í austur-asískum fræðum. Þar lagði hann kerfisbundið stund á kínversku og japönsku án þess þó að hætta að sinna áhuga sínum á öðrum Asíutungumálum og bókmenntum. Til dæmis gaf hann út 1932 hollenska þýðingu á fornindversku leikriti eftir Kalidasa (u.þ.b.400 f.Kr.). Doktorsritgerð hans, sem fjallaði um hestadýrkun í Kína, Japan, Indlandi og Tíbet, sem hann varði í Utrecht 1934 var gefin út 1935 af Brill, útgefanda í Leyden sem sérhæfir sig í asísku efni. Samhliða þessu skrifaði Van Gulik greinar fyrir hollensk tímarit um kínversk, indversk og indónesísk málefni. Í þessum greinum lét hann fyrst í ljós dálæti sitt á fornum lífsháttum í Asíu og hvernig hann sætti sig við breytingarnar sem áttu sér stað.

    Van Gulik gekk í utanríkisþjónustu Hollands eftir að hann lauk háskólanámi 1935. Hann var fyrst sendur til sendiráðsins í Tokyo þar sem hann gat lagt stund á fræðirannsóknir í frítíma sínum. Flest rannsóknarefni hans voru valin með tilliti til þeirra verka sem hefðbundnir kínverskir bókmenntafræðingar höfðu skilið eftir sig. Vegna tímaskorts voru kannanir hans takmarkaðar að umfangi en sjaldan að dýpt. Eins og sæmir hefðbundnum kínverskum herramanni safnaði hann sjálfur sjaldgæfum bókum, litlum listmunum, málverkum á rúllum og hljóðfærum. Hann rannsakaði einnig fjársjóði sína fræðilega og af slíkri kunnáttu að hann ávann sér virðingu hinna fremstu safnara austurlenskra minja. Hann þýddi frægan kínverskan texta eftir Mi Fu á bleksteina sem eru mikils metnir og skrautritarinn notar til að undirbúa blekið sem hann ætlar að skrifa með. Hann var sjálfur fær skrautritari sem er sjaldgæft meðal Vesturlandabúa. Hann lék á hina fornu kínversku lútu (ch’in) og skrifaði um hana tvö rit þar sem hann studdist við kínverskar heimildir. Flest af því sem hann gaf út á þessum rólegu og frjóu árum kom út í Peking og Tokyo og hlaut viðurkenningu fræðimanna bæði í Asíu og Evrópu.

    Fjöldamorðin í síðari heimsstyrjöldinni urðu til þess að fyrstu dvöl Van Guliks í Tokyo lauk snögglega. Hann var fluttur brott árið 1942 ásamt öðrum ríkiserindrekum bandamanna og sendur til Chungking sem sendiráðsritari Hollands í Kína. Á þessum fjarlæga stað gaf hann út árið 1944 framúrskarandi kínverskt rit um Ch’an meistarann Tung-kao. Hann var Búddhamunkur sem var trúr Ming-stefnunni á þeim tíma sem hún hlaut ósigur sinn. Hann var í Kína til loka stríðsins í Evrópu 1945 og sneri þá aftur til Haag og var þar fram til 1947. Næstu tvö árin var hann ráðgjafi við hollenska sendiráðið í Washington en 1949 sneri hann aftur til Japans til að sinna embættisstörfum þar næstu fjögur árin.

    Árið 1940 hafði Van Gulik fengið í hendur kínverska leynilögreglusögu eftir ónefndan höfund sem hreif hann mjög. En stríðið og eftirköst þess urðu til þess að frítími hans var takmarkaður og hann komst ekki í allar þær heimildir sem hann þurfti. Honum tókst samt að kynna sér vinsælar kínverskar bókmenntir í þeim frítíma sem hann hafði til umráða, sérstaklega leynilögreglu- og réttarsögur. Hann þýddi yfir á ensku hefðbundna leynilögreglusögu sem hann gaf út í Tokyo í takmörkuðu upplagi árið 1949 með titlinum Dee Goong An. Hinn vestræni heimur kynntist fyrst hetjudáðum Dees dómara, sem er ein af leynilögregluhetjum Kínverja, í þessari sögu sem var gefin út í þremur þáttum.

    Vegna þess hve Van Gulik var heillaður af Dee dómara, sem er fyrirmynd hins keisaralega yfirvalds og nemandi í fræðum Konfúsíusar, fór hann að kynna sér enn frekar kínverskt réttarkerfi og uppljóstranir. Árið 1956 gaf hann út enska þýðingu á handbók frá þrettándu öld sem nefnist T’ang-yin pi-shih.

    Hrifning Van Guliks á leynilögreglubókmenntum varð brátt til þess að samsvarandi áhugi vaknaði á kínverskri list og bókmenntum um ástalíf, sérstaklega frá valdatímum Ming-keisaraættarinnar (1368-1644). Að daðra við gleðikonur og hjákonur var oft á tíðum álíka mikilvægt í lífi kínversks herramanns og að safna bleksteinum eða spila á ch’in. Van Gulik, ávallt kunnáttumaður um kínverska myndlist, gaf sjálfur út í fimmtíu eintökum litmyndir um ástalíf frá Ming-tímum ásamt handskrifaðri ritgerð um sögu kynlífs í Kína frá 206 f.Kr. til 1644 e.Kr. til þess að sýna fram á þetta atriði. Þó að kynlíf utan hjónabands og hin vinsæla skáldsaga væru almennt álitin utan seilingar hefðarmanns sem virti siðfræði Konfúsíusar, er það ljóst að margir slíkir menn nutu óleyfilegs kynlífs og höfðu gaman að og skrifuðu skáldsögur í laumi. Með fjölda bóka sinna sýndi Van Gulik fram á að þótt hefðarmenn hins hefðbundna Kínaveldis hefðu oft verið fylgjandi æðri siðgæðisreglum í orði kveðnu, létu þeir í ljós í einkalífi sínu sama siðgæðisveikleikann og fólk alls staðar annars staðar.

    Hinn mikli fjöldi þýðinga Van Guliks og endursamdar kínverskar leynilögreglusögur gerðu hann frægan á Vesturlöndum, sérlega kringum 1950 meðan bækur þær um ástalíf sem hann gaf út var aðeins dreift meðal valinna áheyrenda. Van Gulik hélt áfram að birta sögurnar um Dee dómara sem urðu að minnsta kosti sautján, hvort sem hann var starfandi í Nýju Delhi, Haag eða Kuala Lumpur. Hann kom aftur til Tokyo þegar hann gegndi stöðu ríkiserindreka í síðasta sinn 1965 sem sendiherra Hollands í Japan, stöðu sem hann hafði lengi sóst eftir. Tveimur árum síðar þegar Van Gulik var í heimfararleyfi, lagði hann frá sér ritpensilinn í hinsta sinn.

    Allt sitt tiltölulega stutta líf fann Van Gulik sér tíma í miðjum erli starfsferils síns sem ríkiserindreki til að rannsaka ótrúlegt samansafn af heimullegum viðfangsefnum og að gefa út uppgötvanir sínar. Hann einblíndi ekki á hin miklu vandamál í Kína sem eru stjórnmálalegs, þjóðfélagslegs og efnahagslegs eðlis, þó að hann gerði sér vissulega grein fyrir mikilvægi þessara þátta þar sem hann átti hlutdeild í fræðilegri umfjöllun um það nýjasta í þeim málum og var vel kunnugur stjórnmálaatburðum síns tíma. Hann sérhæfði sig ekki í neinu sérstöku tímabili, né heldur í bókmenntum einum saman. Í leit sinni teygði hann sig allt frá kínverskum fornfræðum (u.þ.b. 1200 f.Kr.-200 e.Kr.) til loka valdatíma Ch’ing keisaraættarinnar (1644-1911). Áhugi hans var takmarkaður við hið hefðbundna Kínaveldi fremur en land tuttugustu aldarinnar með því byltingabrölti sem átti sér stað eftir að keisaraveldið leið undir lok. Hann var á höttunum eftir „litlu málefnunum" sem fagurkerar og áhugamenn um listir og bókmenntir hafa venjulegast dálæti á. Til rannsókna sinna á þessum áður ókönnuðu afkvistum hafði hann í farteski sínu umtalsverða hæfileika sína sem málvísindamaður, sagnfræðingur og sérfræðiþekkingu sína. Þótt mörg fræðiverka hans höfðuðu einungis til takmarkaðs hóps voru rannsóknir hans á skáldsögunni, réttarkerfinu, glæpauppljóstrunum og ástalífsviðfangsefnum borin á borð fyrir alþýðu manna á Vesturlöndum í sögum hans um hetjudáðir Dees dómara, hins kínverska Sherlocks Holmes.

    Það var ekki fyrr en á þessari öld að hin kínverska alþýðuskáldsaga var lesin ofan í kjölinn hvort sem var í Kína eða á Vesturlöndum. Á tímabilinu milli heimsstyrjaldanna tveggja hófst ítarleg rannsókn á kínverskum alþýðubókmenntum. Eftirköst kínversku byltingarinnar 1911-1912 og upplausnarástandið eftir fyrri heimsstyrjöldina leiddi til þess að hin nýja menntastétt kínverska alþýðulýðveldisins leitaðist við að hið talaða mál (paihua) yrði tekið upp sem aðalmál í þeim tilgangi að gera þjóðfélagið nútímalegra. Leiðtogar þessarar róttæku endurvakningar í bókmenntum – Hu Shih, Lu Hsün og Ts’ai Yüan-p’ei – hófust handa við að endurlífga alþýðubókmenntir fyrri tíma í von um að geta sýnt fram á að hið talaða mál hefði verið, og gæti í framtíðinni verið í enn ríkari mæli, sterkur miðill í tjáningu ritmáls. Þar sem þeir voru einnig áfjáðir í að láta fjöldanum í té nýtt lesefni, leituðu þeir til fortíðarinnar eftir heillandi frásögnum, flókinni atburðarás og siðferðilegum boðskap sem mætti endurútgefa eða fríska upp á fyrir almenning. Það er ekki lengra síðan en 1975 að kínverskir mannfræðingar afhjúpuðu í Hupeh-héraði felustað með bambusbókum frá valdatímum Ch’in-keisaraættarinnar (221-200 f.Kr.) sem að því er fréttir herma innihalda efni um glæpi og uppljóstranir auk vinsælla frásagna af leynilögregluafrekum yfirvaldsins. Þannig heldur leitin áfram að uppruna glæpaskáldsögunnar.

    Japanskir bókmenntafræðingar sem voru ekki eins fordómafullir gagnvart alþýðubókmenntum og kínverskir samtímamenn þeirra höfðu lengi vel safnað kínverskum alþýðuleikritum og – sögum og höfðu á stundum aðlagað þær japönskum smekk áður en þeir gáfu þær út að nýju. Fræðimenn frá Vesturlöndum, einkanlega franskir Kínasérfræðingar, sem Paul Pelliot er dæmi um á okkar öld, höfðu rannsakað kínverska alþýðutrú og -sögur áður en endurbótasinnaðir fræðimenn hins kínverska alþýðulýðveldis vöknuðu til vitundar um hve mikilvægur miðill þær voru við stjórnmálalegar leiðbeiningar og áróður. Á fjórða áratugnum gerðu kínverskir kommúnistar sér á sama hátt grein fyrir áróðursgildi alþýðuleikrita og hafa ekki misst sjónar af því síðan þeir yfirtóku ríkisstjórnina 1949.

    Van Gulik sem kom úr evrópskum skóla í kínverskum fræðum þar sem Pelliot var í hávegum hafður, hafði eins og skólinn brennandi áhuga á samanburðarfræðum og framandi málefnum. Fyrir slíka fræðimenn öðlaðist hið minnsta og óljósasta umfjöllunarefni víðtæka merkingu sökum sérstæðrar skilgreiningar og skynjunar rannsakandans á málvísindum, bókmenntum og listum. Í stuttu máli, hugvitsemi og hæfileikar rannsakandans gáfu viðfangsefninu mikilvægi, inntak og gildi. Þegar Van Gulik kom fyrst til Japans 1935 sá hann fljótlega að listmunasöfn og bókasöfn þar voru auðug af efni um kínverska alþýðumenningu. Þar sem Van Gulik var hugmyndaríkur fræðimaður sem hafði takmarkaðan tíma til ráðstöfunar varð honum strax ljóst að hann gæti lagt fram hrífandi bókmenntaverk um menningu kínverska lágaðalsins með því að rannsaka ítarlega þá muni sem þetta forréttindafólk safnaði og venjurnar sem það viðhélt. Kínverska glæpa- eða réttarskáldsagan var seinni tíma stíll einnar helstu greinar frásagnarhefðarinnar – leynilögreglusögunnar. Síðan á tímum Sung-keisaraættarinnar (960-1279 e.Kr.) og sennilega miklu fyrr hafði alþýðufólkið mikla ánægju af að hlusta á frásagnir sögumannanna sem komu fram á verslunartorgum eða á götum úti í borgum og bæjum. Ein af vinsælu leynilögregluhetjum sögumannanna var Dee dómari (Ti Jen-chieh), stjórnvitringur sem til eru heimildir um og naut virðingar við T’anghirðina og var uppi 630-700 e.Kr. Hann og aðrir dómarar, sérstaklega Pao Cheng (999-1062 e. Kr.), voru lofsungnir af sögumönnum, leikritaskáldum og skáldsagnahöfundum. Í tímans rás urðu sögulegar hetjudáðir dómarans grunnurinn að þjóðsagnakenndum uppljóstrunarafrekum, óhagganlegri siðferðiskennd og ofurmannlegu innsæi. Dómaraleynilögreglan varð hin steinrunna söguhetja sem gagnsýrði allar gerðir alþýðubókmennta.

    Hetjan í hinni hefðbundnu kínversku leynilögreglusögu er venjulega yfirvald staðarins. Sagan er vanalega sögð í frásagnarstíl frá sjónarhóli hins starfandi yfirvalds sem birtist sem leynilögreglumaður, rannsóknardómari, dómari og opinber refsivörður. Alla jafna fjallar hún um nokkra mismunandi glæpi því að yfirvaldið hafði sjaldnast tíma eða tækifæri til að fást við einn glæp í einu. Oftast eiga glæpirnir sér stað snemma í sögunni og tengjast oft. Leikritin eða sögurnar eru sjaldnast fræðandi og fjalla fremur um glæpi gegn einstaklingnum en misgjörðir gegn þjóðfélaginu. Glæpurinn er ávallt tiltekið brot á settum lögum, oftast morð, nauðgun eða bæði. Dómarinn starfar fyrir hönd ríkisins eða keisarans við að afla sönnunargagna, ná glæpamanninum og sjá um að framfylgja þeirri refsingu sem lögin fyrirskipa. Svo til hvergi í hinum hefðbundnu sögum gefst dómaranum kostur á að fylgja eigin geðþótta, auðsýna miskunn eða mismunun. Dómarinn er tákn um hugrekki, skarpskyggni, heiðarleika, óhlutdrægni og strangleika; hann er glöggskyggn við uppgötvanir sínar, á stundum styðst hann við ofurmannlegt innsæi eða þekkingu sem hann fær frá framliðnum beint úr undirheimum. Gamansemi og léttleiki eru sjaldnast sett í samband við dómarann þótt undirsátar hans eigi það til að taka þátt í fíflalegum uppátækjum.

    Dómarinn, sem ávallt er karlmaður á miðjum aldri úr menntastétt, fyrirlítur óhóf, er verndari þeirra sem minna mega sín og misrétti eru beittir og hann er yfir spillingu og hræsni hafinn. Glæpamaðurinn, sérstaklega morðinginn, er venjulegast kaldrifjaður og óforbetranlega vondur, þarf nokkur högg til að játa og á skilið að fá hinar hræðilegustu refsingar sem lögin mæla fyrir um. Glæpamaðurinn getur verið á hvaða aldri sem er, úr hvaða þrepi þjóðfélagsins sem er og af hvoru kyninu sem er. Törturum, Mongólum, Taóistum og Búddhistum er næstum ætíð stillt upp sem níðingum. Fórnarlambið tilheyrir venjulega stétt iðnaðarmanna, eins og reyndar flestir áheyrenda.

    Þjóðfélagslegt réttlæti er grundvallarþemað í sögunum. Í keisaraveldinu Kína var markmið réttarkerfisins að refsa réttlátlega og að bæta fyrir misgjörðir; yfirvaldið gegndi þessu hlutverki réttlátlega og af skyldurækni eins og hann heldur málefnum jarðarinnar í samræmi við vilja forsjónarinnar. Réttarhöld fóru fram í réttarsalnum og gat almenningur hlýtt á. Saksóknarinn varð að yfirheyra hinn ákærða við opinber réttarhöld en aldrei í einrúmi. Þótt álitið væri að dómarinn sjálfur gæti greint sekt eða sakleysi af innsæi sínu umsvifalaust var þess krafist að hann færði sönnur á mál sitt opinberlega og hann varð að þvinga fram játningu hjá hinum ákærða. Öll atburðarásin var vandlega skráð og hinn ákærði varð að staðfesta nákvæmni þess sem skráð var með undirskrift sinni.

    Vegna þess að glæpamenn voru oft slyngir var dómarinn stundum ruglaður í ríminu, þó aldrei lengur en um stundarsakir. Þótt flestum rannsóknum væri stýrt af réttarþjónum átti dómarinn það til að sjá um rannsókn sjálfur til að sýna dug eða framfylgja réttlætinu. Almenningur, bæði á götum úti og í réttarsalnum, gagnrýndi eða lofaði athafnir og ákvarðanir dómarans. Ef fólkið grunaði dómarann um spillingu, hlutdrægni eða rangsýni mátti búast við að því fylgdu almenn mótmæli og uppþot. Ef yfirboðarar dómarans voru sannfærðir um að hann hefði breytt ranglega var hann rekinn og honum refsað; ef mótmæli almennings voru úrskurðuð óréttmæt og að þau höfðu æst til uppreisnar var heilu héraði refsað.

    Þegar Van Gulik gaf út fyrstu þýðingu sína á sögu Dees dómara 1949 lagði hann til að nútímahöfundur leynilögreglusagna reyndi við skáldsöguna upp á kínversku fyrir nútímalesendur. Þar sem enginn varð við þessari áskorun ákvað Van Gulik að takast sjálfur á við verkefnið jafnvel þótt hann hefði ekki öðlast reynslu í að skrifa skáldverk. Upphaflega ætlaði hann sér að sýna lesendum meðal almennings í Japan og

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1