Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Útskúfaður: söguleg skáldsaga frá Indlandi
Útskúfaður: söguleg skáldsaga frá Indlandi
Útskúfaður: söguleg skáldsaga frá Indlandi
Ebook515 pages8 hours

Útskúfaður: söguleg skáldsaga frá Indlandi

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

"Í Kalkútta ríkti Warren Hastings með engu minni dýrð og veldi en hverjum austurlenskum harðstjóra hefði sæmt." Sagan hefst árið 1780, þegar veldi Englendinga á Indlandi rís sem hæst. Þar segir af lífi landstjórans Warren Hastings, ótrúlegum átökum og örlögum hans og fólksins í kringum hann, þegar ólíkar skoðanir og menningarheimar mætast. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateOct 4, 2022
ISBN9788728281734
Útskúfaður: söguleg skáldsaga frá Indlandi

Related to Útskúfaður

Related ebooks

Related categories

Reviews for Útskúfaður

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Útskúfaður - Gregor Samarow

    Útskúfaður: söguleg skáldsaga frá Indlandi

    Translated by Jón Leví

    Original title: Gipfel und Abgrund

    Original language: German

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1888, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728281734

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Helstu persónur sögunnar.

    Warren Hastings, landstjóri á Indlandi.

    Maríanna barónsfrú, von Imhoff — kona hans.

    Margrjet barónsdóttir, von Imhoff — stjúpdóttir hans.

    Sindham kafteinn — aðstoðarforingi landstjórans.

    Barwell — embættismaður í Indlandi.

    Popham, majór í hernum.

    Charles Thornstone lávarður — sendimaður Austur-Asíufjelagsins í London.

    Haider Ali — Indverskur þjóðhöfðingi.

    Tipp Sahib sonur hans.

    Scheyte Sing

    Sudscha Daula

    Indverskir þjóðhöfðingjar

    Sir Eijre Cote, hershöfðingi.

    Sir Elija Jempey, dómari.

    I.

    Árið 1780 varð veldi Englendinga í Indlandi meira en nokkurn hefði grunað fám árum áður.

    Herferð sú, er Warren Hastings landstjóri ljet fara gegn Maharatfurstunum, undir forustu hins gamla og reynda hershöfðingja, Sir Eyre Cote, varð að vísu ekki fyllilega sigursæl. Matharatfurstarnir voru ekki ennþá gersamlega undirokaðir. Hjeldu þeir enn fyrri virðingu sinni og sjálfstæði. En þeir höfðu fengið að kenna á veldi Englendinga, og fánar þeirra höfðu blaktað í hjeruðum, sem þeir eigi höfðu sjest í áður. Maharatfurstarnir voru líka í einlægum ófriði hver við annan, og gaf þetta vonir um, að eigi gengi ver að undiroka þá til fullnustu, heldur en að fá yfirstjórn Englendinga viðurkenda.

    Í Kalkutta ríkti Warren Hastings með engu minni dýrð og veldi en hverjum austurlenskum harðstjóra hefði sæmt. Þing, eða ráð var honum til aðstoðar, og var hann háður því að nokkru leyti samkvæmt Parlamentssamþykt, viðvíkjandi Austurasíufjelaginu og ráðsmensku þess. En enginn þingmanna þessara þorði að sitja eða standa öðruvísi en Warren Hastings vildi.

    Til þessa dags var enginn kunnari Austurlandamálum en hann, og sætti hann því enn síður mótmælum þess vegna. Og þegar þar við bættist að hann var stoltur, einráður og drotnunargjarn, og bæði framsýnn og stjórnkænn, má nærri geta hve lítíls hann mat ráðgjafa sína, ef því var að skifta.

    Höll hans var miðstöð alls voldugs og mikils, og raunar alls þess, er með nokkru móti gat þrengt sjer að miðdepli hins takmarkalausa valds og óhemju auðs.

    Hvað Sir Warren Hastings viðvjek sjálfum, þá barst hann ekki mikið á, og þegar um framkvæmdir hugsjóna hans var að ræða, hlífði hann hvorki sjálfum sjer nje öðrum. En þrátt fyrir þetta safnaði hann um sig svo stórri hirð og svo miklum auðæfum og skrauti, að Englandskonungur í höllum sínum í Windsor, London og Hamton Court, mátti heita lítilfjörlegur almúgamaður í samanburði við hann. Hann heimtaði að lafði Marianna, kona hans, sem hann hafði beðið lengi eftir, og loks kvænst, skyldi yfirskyggja alt, sem þektist í Norðurálfu heims af dýrð og skrauti. Marianna, sem hjet Imhoff barónsfrú, áður en hún giftist, var nú nokkuð tekin að eldast, en árin höfðu liðið eins og fram hjá henni, án þess að skilja eftir nokkur merki á andliti hennar og fegurð, sem allir dáðust að. Hún varð við þessari kröfu manns síns með svo miklum yndisleik, að allir þeir mörgu aðalsmenn, er í fyrsta sinn komu til hirð landstjórans í Kalkútta, voru í vafa um það, hvort þeir ættu fremur að dást að persónulegum yndisleik frúarinnar eða skrauti því og skartgripum, er hún hlóð utan á sig, til þess að búast samkvæmt stöðu sinni og þóknast manni sínum.

    Enska nýlendan var alt af að verða fjölmennari og fjölmennari. Pólitískir umboðsmenn og stórframléiðendur söfnuðu sjer innan skamms miljóna auði, og mynduðu með sjer hið íburðarmesta samkvæmislíf. Hinir indversku furstar söfnuðu að sjer öllu því skrautlegasta og dýrmætasta, er þeir áttu í eigu sinni af vopnnum, fögrum búnaði og herliði. Ferðuðust þeir síðan hver af öðrum til Kalkútta, þess að votta landstjóranum virðingu sína og hollustu.

    Einnig í ástamálum fylgdi hamingjan Sir Warren Hastings. Hann elskaði konu sína jafn heitt og hann hafði þráð hana hin mörgu ár, er hann hafði beðið eftir henni. — Hvar sem hún sýndi sig streymdi fólkið að til þess að heilsa og hylla hina tignu frú, og austurlensku furstarnir hneigðu sig og beygðu fyrir henni eins og drotningu sinni.

    Dýrð hirðarinnar — því öðru nafni var ekki hægt að nefna húshald landsstjórans — minkaði heldur ekki við nærzeru Margrjetar dóttur Mariönnu. Hún var nú á unga aldri, og rjett nýlega farin að taka þátt í samkvæmislífinu.

    Hún nefndist Imhoff barónsdóttir — sama nafni og móðir hennar, — og þó að Warren Hastings ætti tvo syni með konu sinni, sýndi hann eigi að síður stjúpdóttur sinni föðurlega blíðu, alveg eins og hann jafnan hafði gert síðan hún var á barnsaldri. Hann hlóð á hana dýrum gjöfum, og hverja þá ósk, er hann þóttist lesa í augum hennar, uppfylti hann, áður en orðin voru komin fram á varir henni.

    Eftir að Margrjet fór að taka þátt í samkvæmislífinu, var hún miðdepillinn í öllum hirðveislum í höll landsstjórans.

    Þægilega deyfðir fjellu geislar sólarinnar gegnum bláan tjalddúkinn, sem þaninn var yfir skeiðvöllinn í hallargarði landsstjórans í Kalkútta.

    Skeiðvöllurinn glumdi við af háværum og glaðlegum röddum. Enskir og indverskir riddarasveinar, í gullbúnum einkennisbúningum og skrautklæðum, stóðu í hvelfingunni, sem lá frá hesthúsunum og út að vellinum, er þakinn var hvítum sandi. — Þar voru þau Warren Hastings sjálfur, Marianna frú hans, Margrjet dóttir hennar og Sindham kafteinn, aðstoðarforingi landsstjórans.

    Þau ljetu hestana stíga dans um völlinn, og sýndu hina mestu reiðlist.

    Þegar þau voru um það bil að hætta, tók Margrjet rautt blóm úr hári sjer, festi það á öxl sjer og mælti:

    — Jeg heiti verðlaunum. — Lotusblómið færir hverjum manni hamingju. Sá, sem getur náð því frá mjer, skal eiga það.

    Um leið og hún sagði þetta reið hún spottakorn frá hinum og út á miðjan skeiðvöllinu.

    Nú hófst kepni milli hennar og kafteinsins, og mátti lengi eigi á milli sjá, hvort þeirra bæri sigur af hólmi. En þar kom, að Sindham kafteinn neytti allrar sinnar kunnáttu og æfingar og þótt Matgrjet reyndi að verjast í lengstu lög, náði hann þó að lokum blóminu, sigurlaununum frá henni.

    — Þjer hafið sigrað mig, kæri Asvanibhandikas, sagði Margrjet brosandi — ef um einhvern annan hefði verið að ræða, hefði mjer þótt það mjög miður; en það alls engin niðurlæging fyrir lærisveininn, þó að meistarinn sigri hann — megi blómið færa yður alla þá hamingju, sem Indverjarnir staðhæfa að því fylgi.

    — Það mun færa mjer hamingjuna, sagði kafteinninn, — sökum þess, að það mun jafnan minna mig á lærisvein minn, sem jeg er búinn að kenna svo vel að hann hafði nær því yfirunnið mig.

    Hann hjálpaði henni af baki og frá sjer numinn af fegurð hennar, hjelt hann henni augnablik í faðmi sjer; hún lyfti höndunum til þess að laga lokkana, sem farið höfðu aflaga við þeysireiðina; ljet hún að því loknu lófana hvíla á kinnunum til þess að hylja roðann, sem gægðist fram. Svo flýtti hún sjer brosandi til foreldra sinna.

    Kafteinninn horfði til hennar þar sem hún sat hjá foreldrunum, sem voru meðal hinna voldugustu í heimi hjer. Hann beit vörunum saman og svipur hans varð myrkur og þungbúinn.

    Skömmu síðar kom liðsforingi frá Fort St. George í Madras, með áríðandi boð til landstjórans, sem þegar gekk burt af vellinum með honum.

    Lafði Hastings hafði sig nú til ferðar, til þess að hverfa til herbergja sinna, en kafteinninn fór inn í forsal landsstjórans til þess að bíða þar skipana yfirmanns síns.

    Hann var glöggur maður og sá þegar, að boðin, sem landstjórinn fjekk, höfðu mikil áhrif á hann samt var eigi svo að sjá, sem hann hefði neinar áhyggjur af því, þar sem hann hvíldi rólegur í hægindastól í forsalnum.

    Hann þrýsti höndinni að hjarta sjer og andvarpaði þunglega. Síðan tautaði hann með rödd, sem titraði af sársauka.

    — Rahú, hinn útskúfaði hafði heitið sjálfum sjer því að enginn mannleg tilfinning, að hatrinu einu undanskildu, skyldi fá vald yfir honum framar. — Hefndina hafa guðirnir fengið mjer skilyrðislaust í hendur og þó hreyfist enn þá ein mannleg tilfinning í brjósti mjer, eins og þegar sólargeislinn vermir jörðina, eftir ískaldann regntímann, til þess að vekja blómin til nýs lífs. — Grimmu, himnesku máttarvöld! Hvað á jeg að gera við þennan sólargeisla? — Jeg get ekki framar rjett hendina út eftir ást og hamingju — jeg verð einn og yfirgefinn að halda áfram að þjóna í stöðu þeirri, — er jeg, sakir hefndarinnar, — tók að mjer. — Niður, niður, allar þjer hamingjuhugsanir. — Niður í myrkustu djúp sálar minnar, til þess að geymast þar og grafast.

    Hann stökk á fætur og tók að ganga um gólf með stórum og bröðum skrefum. Hann beit vörunum fast saman og átti augsýnilega í harðri baráttu við sjálfan sig.

    Hinn ókunni liðsforingi, Fellow kafteinn, hafði komið með hin verstu tíðindi. Haider Ali, drottnandi Mysores, einn af voldugustu furstum Indlands og sem þar að auki naut stuðnings Frakklands, — stóð með voldugan her frammi fyrir hliðum Madrasborgar. Fellow kafteinn var rjett í þessu að ljúka við orðsendingu þá, er hann flutti.

    — Hjer verður að bregða skjótt við, bætti hann við. Haider Ali er þegar búinn að leggja undir sig besta hluta Karnatik-hjeraðsins. Höfuðborgin, Areot og flest virkin eru þegar í hans höndum. — Frá Madras getur að líta hálfhring brennandi þorpa út við sjóndeildarhringinn, þegar kvölda tekur.

    — Já, þjer hafið gersamlega rjett að mæla, tók Hastings fram í fyrir honum. Hjer verður að bregða skjótt við.

    Hann sendi þegar þinginu orð um að koma saman og ljet liðsforinginn endurtaka sögu sína fyrir því.

    Ógn og skelfing gagntók þingmennina — því að hver út af fyrir sig vissi vel hvað ófriður við bandamann Frakka, Haider Ali, hafði að þýða. — Eyðingu hins nýfædda nýlenduríkis.

    Allir voru hljóðir, er Hastings stóð á fætur og mælti án þess að spyrja nokkurn þingmann um álit hans.

    — Sir Robert Dawson hefir hrapalega brugðist skyldu sinni, sem yfirmaður jafn þýðingarmikils staðar. Sökum mistaka hans, svifti jeg hann forystunni og geri Sir Eyre Cote að foringja í St. George víginu. Til stuðnings fær hann allan þann liðstyrk er jeg má án vera hjerna. — Jeg vona, bætti hann við og litaðist um meðal þingmannanna, að þjer, heiðruðu herrar, sjeuð mjer sammála um ráðstafanir þessar.

    Allir hneigðu sig samþykkjandi.

    — — —

    Meðan allir voru önnum kafnir við að framkvæma hinar margvíslegu skipanir Warren Hastings, ljet hann kalla á Sindham kaftein,

    — Kafteinn, sagði hann alvarlega, næst um því hátíðlega. — Einu sinni heimtuðuð þjer af mjer hefnd yfir þá, þer gereyddu hamingju yðar, eitruðu líf yðar og ráku yður úr mannfjelaginu. — Jeg efndi orð mín.

    — Yðar náð, þjer hafið fyllilega efnt orð yðar, svaraði kafteinninn.

    — Enn fremur kröfðust þjer þess, hjelt Hastings áfram, að jeg upphefði yður úr niðurlægingu þeirri er óvinir yðar steyptu yður í og gæfi yður aftur manngildi yðar. — Jeg hefi gert yður að enskum liðsforingja og vandlega þagað yfir kringumstæðum yðar. — Í minni þjónustu standið þjer jafnfætis þeim fremstu í landi þessu — einnig hvað þetta snertir hefi jeg að fullu efnt orð mín.

    — Það hafið þjer, yðar náð, svaraði kafteinninn en á hinn bóginn leyfi jeg mjer einnig að geta þess, að jeg hefi líka haldið gefin loforð — um óbilandi áhuga í starfi mínu og stöðuga þakklátsemi. —

    — Það er yður líka óhætt, kafteinn, — svaraði Hastings og rjetti honum hendina. Við stöndum hver gagnvart öðrum sem menn, sem að engu leyti geta ásakað hver annan. — Þeir hafa báðir efnt orð sín og vita hver um sig að hinn sami gera það framvegis engu síður en hingað til. Það er og þess vegna, — að jeg sný mjer til yðar og segi yður nokkuð, sem jeg myndi ekki segja ein um einasta manni á jarðríki, nema yður — að jeg bið yður um greiða, sem enginn annar en þjer einn getið gert mjer.

    — Þjer vitið, yðar náð, að ótti er mjer ókunnugt hugtak, svaraði kafteinninn, eins er mjer og kunnugt um, að yður er lagíð á að launa góða þjónustu að verðleikum.

    — Gott og vel, hlustið þá á mál mitt: Haider Ali, Rahajinn af Mysore, — stendur nú með her manns frammi fyrir hliðum Madras-borgar. Margir höfðingjar hafa sent úrvala lið sitt honum til aðstoðar, franskir liðsforingjar skipa fyrir í her hans og í stórskotaliði hans má telja á annað hundrað franskar fallbyssur. Auk þess má búast við því á hverri stundu að frönsk herskip taki að herja í Bengalska flóanum, honum til aðstoðar.

    Kafteinninn fölnaði ofurlítið.

    — Þetta er hættulegra enskum yfirráðum í Indlandi, en nokkuð annað sem fyrir hefði getað komið, tautaði hann.

    — Hið mikla takmark mitt var nú orðið mjög nærri, hjelt Hastings áfram og titraði rödd hans af geðshræringu. Jeg hefi brotið allar hindranir niður með járnhönd, og miskunarlaust varpað óvinum mínum til jarðar. — Það var þegar komið svo, að jeg var farinn að halda að allir vegir væru orðnir færir, og að úr þýðingarlitlu verslunarfjelagi myndaðist stórveldi til styrktar Bretlandi hinu mikla. En alt í einu nálgast svo þessi ógnar hætta, sökum vanrækslu hins ónýta landsstjóra í Madras. Þessi ógurlega hætta getur ef til vill steypt öllu verki mínu í myrkur gleymskunnar, og gert mig að fífli komandi kynslóða. Jeg dreg ekki í efa að allir hæðast að viðleitni minni, þegar árangur sjest enginn af henni. Heimurinn dæmir að eins eftir leikslokunum og hagnaðinum, hversu sem tilgangurinn með mishepnuðu starfi er góður. — Og þótt við ynnum sigur í einni orustu — hvað svo? — Ófriður við þetta gamla Mysoreljón er ekki á enda kljáður með einum sigri í bardaga, því að á bak við er allur her Frakka og allur landslýðurinn, að svo miklu leyti sem hann þorir að beita sjer. Hið eina, sem getur fært Indlandi frið og trygt aðstöðu Englendinga þar, er dauði Haider Alis.

    Hann hvesti augun á kafteininn, sem ef til vill var orðinn ofurlítið fölari, en brosti þó, eins og fyrir sjónum hans svifi von um hamingjuríkari æfi.

    — Jeg skil hvað yðar náð á við, svaraði hann. Pjer hafið litið yfir ástandið með hinni hvössu sjón arnarins, og þegar komið auga á depil þann, er úrslitum ræður. — En Haider Ali er engu síður varkár en hann er hugrakkur. Mun honum heldur ekki dyljast það, sem þjer með skarpskygni yðar hafið komið auga á. Hann gætir sín því eflaust vel í orustum og hættir ekki lífi sínu.

    — Hvort hann fellur í orustu, eða hnígur að velli annarsstaðar, skiftir engu máli, sagði Hastings ákafur. Það er alveg sama á hvern hátt hann deyr, ef hann að eins hverfur af sjónarsviðinu, og sá sem flytur mjer fregnina um dauða hans, verður þaðan í frá vinur minn, sem getur krafist hvers af mjer, sem mannlegur máttur fær veitt — hann getur krafist þess af manni, sem aldrei hefir viðurkent merki orðsins »ómögulegt«.

    Kafteinninn laut höfði og stóð um stund hreyfingarlaus og hugsandi. Hastings starði á hann. Brjóst hans gekk upp og niður, og afarmikla eftirvæntingu mátti sjá á svip hans.

    Að stundarkorni liðnu leit Sindham upp, gekk til Hastings og sagði alvarlega og hátíðlega:

    — Haider Ali skal deyja, eða að öðrum kosti munuð þjer ekki sjá mig framar.

    Yfirkominn af geðshræringu faðmaði Hastings kafteininn að sjer.

    — Jeg sagði yður að jeg ætlaði að biðja yður að vinna verk, sem enginn annar á jarðríki gæti gert, og fari svo, að þjer einn góðan veðurdag getið fært mjer þá frjett að Haider Ali sje dauður, getið þjer krafist hvers er þjer viljið.

    Í þetta sinn sást gleðigeisla bregða fyrir á andliti kafteinsins.

    — Gott eg vel, sagði hann. — Leyfið mjer að hugsa nánara um það, er jeg krefst að launum þegar verkið er unnið. Jeg hefi ekki í hyggju að heimta neitt, sem ómögulegt er að veita. Það sem jeg krefst, getið þjer fyrirhafnarlaust veitt. — En meðal annara orða, það mun best að þjer sendið mig í öfuga átt við Madras — til dæmis til Lucknow.

    — Og ekkert annað? spurði Hastings. — Enga fylgd — enga peninga?

    — Peningar eru ekki gagnlegt vopn gegn Haider Ali, svaraði kafteinninn.

    Hastings faðmaði kafteininn enn einu sínni að sjer.

    Sindham hneigði sig djúpt að skilnaði, og þegar hann gekk út í forsalinn, var andlit hans svo sviplaust og kyrt, að enga geðshræringu var á því að sjá. Það var eins og hann hefði verið að tala við landsstjórann um lítilsverð atriði í daglegri þjónustu.

    — Jeg dáist að honum, sagði Hastings við sjálfan sig, þegar hann var farinn — jeg dáist að honum, og þó óttast jeg augnaráð hans. — Það mætti nærri því gera sjer í hugarlund að hann væri andi úr undirheimum, sem hefði stígið upp til jarðar og myndi heimta sál mína að honum fyrir framkvæmdir sínar. — Og væri hann nú andi í raun og veru, bætti hann við, — ætti hann þá ekki heimtingu á sál minni, þar sem jeg hefi hvatt hann, já, heimtað af honum, að hann fremdi morð. — Það fór hrollur um landsstjórann.

    — — —

    Að loknum kvöldverði hja landsstjóranum dreyfðust gestirnir út um garðinn. Sindham kafteinn og Margrjet urðu ein eftir á grashjallanam.

    Margrjet hafði ætíð verið glöð og kát í umgengni við hinn unga Indverja. Hann hafði ætíð fylgt henni meðan hún var á barnsaldri og fór langferðir út í hinn víðáttumikla garð landsstjórans. Hann las blóm og ávexti handa henni, sagði henni sögur og æfintýri um hetjur hinnar indversku þjóðar, og nú hafði hann að lokum kent henni að sitja meistaralega á hesti og þreyta allskonar reiðlistir.

    En nú, þegar hún var hjerna ein með honum á grashjallanum í tunglskininu, greip hana sama kynlega tilfinningin, sem hún hafði aldrei orðið vör við fyr en um morguninn úti á skeiðvellinum, þegar Sindham náði blóminu af henni. — Það var einskonar kvíðakend feimni. Hún ávítaði sjálfa sig fyrir þessa heimsku, sem hún skildi ekkert í, og þó kom hún sjer ekki að því að líta á kafteininn. Hún fann, að augu hans hvíldu á henni, og hún óttaðist augnaráð hans.

    Undir borðum hafði Hastings getið þess lauslega að hann hefði í hyggju að senda Sindham kaftein til Lucknow í embættiserindum, og að hann myndi sennilega verða lengi í burtu.

    Einhver óskiljanleg hræðsla hafði gripið Margrjetu, þegar hún heyrði þetta. Henni fanst sem kuldi legðist að hjarta sjer, og þessi tilfinning hafði gert hana órólega og kvíðafulla.

    Góða stund stóðu þau þegjandi. Svo hristi Margrjet höfuðið, eins og hún ætlaði að hrista af sjer þunga byrði. Síðan sagði hún hlæjandi:

    — Jæja, kæri Asvanibhandikas, — nú eru allir horfnir frá okkur. Eigum við ekki að fara að dæmi þeirra og ganga dálítið út í garðinn, þangað sem næturgalarnir syngja sína fegurstu söngva fyrir okkur — við skulum fara niður að tjörninni minni, þar sem fallegu lótusblómin vaxa, — til svörtu svananna, sem mjer þykir svo vænt um.

    Kafteinninn bauð henni arminn með mikilli kurteisi; — stigu þau svo niður af grashjallanum og beygu inn í breið Mangolíu-trjágöng.

    Eftir að hafa leiðst þegjandi um stund, komu þau út úr hinum löngu trjágöngum. Dýrðlegt útsýni blasti við þeim.

    Stór, auður og bjartur blettur, umgirtur háum trjám, og yfir alt varpaði máninn fölum, — en þó björtum geislum sínum. — Rjóðrið mátti heita ein tjörn — með marmarariði í kring og var yflrborð hennar svo kyrt — að það virtist vera einn geysistór spegill.

    Fjórir svartir svanir syntu á tjörninni. Með löndunum og nokkuð út í tjörnina uxu hin breiðblöðuðu lótusblóm, — með dásamlega fögrum rauðum blómstrum; dýrasta og helgasta planta þessa einkennilega lands.

    Sindham laut niður og sleit upp eitt blómið.

    — Margrjet, sagði hann — jeg rændi frá yður lótusblómi á skeiðvellinum í dag — ef þjer væruð indversk stúlka myndi þetta þýða ógæfa fyrir yður. — Takið því þetta blóm sem endurgjald — það skal gefa yður alt aftur, sem jeg kann að hafa rænt yður — og það skal minna yður á mig.

    Margrjeti setti dreyrrauða

    Hún tók blómið sem hann rjetti henni, — horfði niður í djúpan bikarinn og leit svo spyrjandi til hans.

    — Er ferð sú, er þjer farið nú, — hættulegri en venjulegar embættisferðir yðar?

    — Já, svaraði hann og augu hans tindruðu einkennilega — en launin munu líka verða samsvarandi því.

    — Þjer komið þó aftur, sagði Margrjrt næst um því höstug og glitraði um leið tár í augum hennar. — Þjer komið aftur; guð getur ekki leyft annað, og í þeirri fullvissu gef jeg yður lótusblómið aftur. — Berið það jafnan á yður — það mun varðveita yður og færa yður hamingjuna.

    Hún rjetti honum blómið.

    Tilfinningarnar yfirbuguðu hann, — er hann laut niður og þrýsti höndum hennar að vörum sjer. Að því búnu tók hann blómið og varðveitti það við brjóst sjer.

    — Jeg þakka yður, Margrjet — þakka yður þúsundfalt fyrir að gefa mjer þetta helga blóm með í ferðina — nú er það víst að jeg kem heill aftur; jeg mun ná takmarki mínu og gæfa lótusblómsins, sem innifelur í sjer alla hamingju þessa heims og annars, mun verða mín —.

    Nú heyrðist mannamál.

    Nokkrir þingmannanna komu út úr trjágöngunum, sem lágu gagnvart þeim.

    — Við skulum fara, hvíslaði Margrjet. Mamma og pabbi eru vafalaust komin inn aftur og bíða nú eftir mjer.

    Margrjet gat ekki íklætt hugsanir sínar orðum, hún skildi varla sjálf hvaða hræringar leyndust í hjarta hennar.

    Aftur á móti hefði kafteinninn vel getað fundið orð yfir það er í huga hans duldist, því að honum voru óskir sínar og eftirlanganir vel kunnugar. — Hann dró ekki sjálfan sig á tálar með ást þeirri, er árum saman hafði þróast í hjarta hans; en hann áræddi ekki að tala; hann hafði engan rjett til að íklæða hugsanir sínar orðum — hann, sá útskúfaði — Paríinn; og hún dóttir hins volduga landsstjóra, — hún, sem er æðri indverskum prinsessum og stendur jafnfætis enskum konungsbornum konum.

    Ef þrár hjarta hans ættu nokkru sinni að rætast, þá yrði hann fyrst að vinna hreystiverk það, er gæfi honum rjett til þess að krefjast hinna mestu launa. — Þetta hreystiverk var teningskast um líf eða dauða við mótspilara, sem að baki sjer hafði svo mikið vald, að alt Indlaud skalf og nötraði undan þeim voða — og jafnvel sjálfum Hastings brá. —

    Um nóttina fór Sindham burt úr Kalkútta.

    — — —

    Borgin Madras var hin einkennilegasta borg; hún var aðalbækistöð Englendinga á Koromöndluströndinni. —

    Rjett við sjóinn var hið öfluga St. Georgs-vígi og var það umgirt tvöföldum virkisgarði og vigstöðvum.

    Breið virkisflöt lá milli gamla bæjarins og vígisins. Gamli bærinn, er nefndistBlack-Tower, var óreglulega bygður, göturnar þröngar og húsin lítil en á stöku stað voru stórar enskar vörugeymsluskemmur.

    Lengra inni í landinu liggur nýja borgin og er algerlega með evrópisku sniðí; rennur áin Kum í gegn um hana. Þar getur að líta hinar fegurstu hallir og skrauthýsi. Þar býr landsstjórinn, æðstu embættismennirnir, ríkustu kaupmennirnir og nokkrir hinna tignustu Indverja.

    Í þessum bæjarhluta var lifað í »velystingum praktuglega«, hjer var skrautvögnum ekið um göturnar og indverskar hefðarmeyjar bornar í »Palakinum« sínum eða burðarstólum; þar státuðu Rahajarnir (indverskir þjóðhöfðingjar) sig með fylgdarliði sínu og fílum, sem kostað höfðu offjár

    Nú var svo að sjá, sem hinn skrautlegi bæjarhluti hefði verið gerður að herbúðum. — Þar var saman kominn mikill fjöldi liðs frá virkinu — og mörgum höllum hafði verið breytt í hermannaskála. —

    Frammi fyrir borgarhliðunum hafði verið komið fyrir fallbyssum, skyldu þær sópa sljettuna með kúlnaregni, ef á þyrfti að halda, en lengra úti voru mannmargar varðsveitir, sem voru sífelt á ferli til þess að njósna um athafnir óvinanna.

    Allar vígisgirðingar voru undir alvæpni og jafnvel sjávarmegin ginu fallbyssukjaftarnir út yfir vígisgörðunum til þess að varpa ómjúkum kveðjum að óvinaskipum, er freista kynnu árása frá ϸeirri hlið.

    Svo langt sem augað eygði var sljettan auð og mannlaus; hin blómlegu þorp höfðu verið yfirgefin og sum brend, en íbúarnir höfðu leitað verndar í skjóli fallbyssanna í víginu; höfðu þeir tjaldað þar og búið um sig eftir föngum. — Flestir höfðu með sjer hjarðir sínar og svo mikið af jarðargróðri sem unt var, þótti það góður fengur, því að með því þótti tryggara að nógur forði yrði handa öllu um, hvað sem í kynni að skerast.

    — Allra yst við sjóndeildarhringinn sáust reykský á daginn en eldstólpar á nóttunni. Þetta vora framverðir Haider Ali, að verki; fóru þeir með báli og brandi um alt hjeraðið og breyttu því í eyðimörku og auðn.

    Ϸannig höfðu sakir staðið nálægt hálfs mánaðar tíma.

    Haider Ali hjelt kyrru fyrir í hinum vel víggirtu herbúðum sínum; ljet hann sjer nægja að sölsa undir sig allann vistarforða, sem hægt var að klófesta og brenna það er eigi varð flutt með sjer, hugðist hann þannig umkringja borgina eyðimörku Enn þá hafði hann þó ekki árætt að ráðast til orustu, þrátt fyrir það að hinir viðáttumiklu virkisgarðar hlytu að dreyfa her óvinanna meira, en þeim væri holt. — Allir bjuggust við því að hann væri að bíða eftir franska flotanum, sem lofað var að skyldi aðstoða hann. Skyldi þá samtímis ráðast að Englendingnum frá sjó og landi og þar með ráða niðurlögum þeirra að fullu og öllu.

    Í Madras voru menn mjög áhyggjufullir, allsstaðar voru hnuggin andlit og eigi var langt frá því að örvæntingin gripi suma. Töldu allir víst að öflugur, franskur herfloti væri á leiðinni og myndi koma hans verða merki þess, að árásarherinn gerði hættulegt áhlaup, sem hlaut að verða borginni örlagaríkt.

    Þannig var þá málum komið þegar orðrómur nokkur gaus upp og sló skelfingu íbúa hinnar umsetnu borgar.

    Frá varðturninum í St. Georgs-virkinu, kom sú fregn að skipa hefði orðið vart, lengst úti við sjóndeildarhringinn. Brátt fór að sjást á siglutrje þeirra og var nú enginn lengur í vafa um að hjer væri herskipafloti á leiðinni.

    Frjettin barst óðfluga um borgina og fylti alla óumræðilegri skelfingu, því hvað gat þetta verið, — þessi skip, sem sigldu í langri halarófu hvert í annars kjölfar, — annað en franski flotinn, sem menn höfðu borið svo mikinn kvíðboga fyrir að koma myndi. Myndi nú ekki langt að bíða þess að Haider Ali rjeðist með her sinum landmegin að borginni og yrðu þá leikslokin fyrirsjáanleg.

    En skelfingin breyttist í fögnuð, þegar það kom í ljós, að skipin drógu upp enska fánann og gáfu með merkjum til kynna að þau kæmu frá Kalkútta og væru bæði með herstyrk og matarforða handa borginni.

    Allir sjófærir bátar rjeru frá landi og var höfninn innan skamms svo full af allskonar bátum og skipum, að vart sá í sjóinn. Eitt aðkomuskipanna setti bát frá borði, er þegar rjeri til lands. Sir Robert Dawson beið komu hans, skreyttur sínum skrautlegasta einkennisbúningi og umkringdur æðstu embættismönnum sínum.

    Loks lagði báturinn að landi, og gengu þá allir fram á bryggjuna, til þess að fagna komumönnum.

    Sir Eyre Cote, sem fyrstur steig á land, var maður hátt á sextugs aldri. Andlit hans var brúnt og skorpið af margra ára hitabeltisveru, og augun lágu djúpt inni í höfðinu og tindruðu undan loðnum, gráum brúnum, og það af hári hans sem sást undan hárkollunni, var hvítt sem snjór. En á veðurbitnu andliti hans mátti lesa óbifanlegt viljaþrek og einbeittni, og líkami hans var ljettur og liðugur, eins og manns á ljettasta skeiði.

    Hann svaraði kveðju Sir Robert Dawsons hermannlega, en fremur kuldalega, leit snöggvast til hermannanna, sem höfðu raðað sjer skamt frá, og rjetti því næst Sir Dowson brjef, með hinu svarta innsigli landsstjórans.

    Sir Dawson opnaði brjefið og las það þegar, — enda var það fáort mjög. Hann fölnaði og hönd hans titraði ofurlítið.

    — Sir Warren Hastings dæmir hart, sagði hann — og ef til vill ekki fyllilega rjettlátt, því að erfitt er að sjá við lymsku og slægð annars eins mótstöðumanns og Haider Alis og gegn hinni snöggu árás hans hafði jeg ekki nægan liðstyrk. — En nú þegar hættan er yfirvofandi, er engiun tími til pess að færa fram varnir í málum eða reyna að rjettlæta gerðir sínar. — Skylda mín er að hlýða og því ljúfara er mjer það, þar sem jeg veit að jeg legg völdin í hendur hins reynda herforingja, Sir Eijre Cote, er jeg í öllu viðurkenni sem meistara minn.

    Hann dró sverð sitt úr sliðrum, ljet hermennina mynda breiðfylkingu og skýrði þeim frá því, að hjeðan í frá væri Sir Eijre Cote æðsti foringi þeirra Að því búnu sendi hann aðstoðarforingja sína á stað til þess að tilkynna hermönnunum í hinum virkjunum og víggörðunum, hið sama.

    Ínnan skamms vissu allir borgarbúar um nýbreytni þessa og mæltist hún hvarvetna vel fyrir.

    II.

    Í hlíðum hæðar einnar, eigi allbrattrar, — voru hinar víðáttumiklu herbúðir Haider Alis. Við rætur þessarar sömu hæðar, stóð virkið Arcot.

    Borgin Arcot, fyrverandi höfuðsetur Rahajans af Karnatik, sem flýði í skyndi til Madras, þegar óvinirnir nálguðust, lá nú að mestu leyti í rústum.

    Aðeins hafði virkinu verið vandlega hlíft við eyðileggingu, síðan hafði Haider Ali látið endurbæta það og styrkt það með allmörgum fallbyssum. Hann var maður herkænn og gætti þess jafnan vandlega að víggirða herbúðir sínar vel, — til þess að hafa af þeim stuðning til árásar og örugt hæli, ef hörfa þyrfti úr orustu.

    Einn hershöfðingja hans var æðsti maðurinn í virkinu, en franskir liðsforingjar styrktu vigið enn betur með því að byggja skotgarða út frá því á allar hliðar.

    Haider Ali hafði ekki sest að í höll Rahajans. Hann var sterktrúaður múhameðstrúarmaður og gat ekki fengið af sjer að stíga fæti sínum í hús, sem heiðingjarnir höfðu verið í og sem í hans augum var saurgað.

    Hafði hann sest að utan við borgina í miðju harsins. Þar var stórt tjald reist upp handa honum og mikið autt svæði í kringum það. Annaðist lífvörðurinn um það, að þangað kæmi enginn óboðinn; enda var sterk girðing um alt þetta svæði.

    Innan við girðinguna var komið fyrir hesthúsinu úr ofnum mottum; voru þar uppáhaldsgæðingar Haider Alis.

    Mitt á milli herbúðahesthúsa þessara var reist logagylt stöng og á henni blakti hinn græni fáni Mysores með íofnu gullnu ljóni og hálfmánanum i horninu. — Tveir hermenn úr lífverðinum stóðu undir fánastönginni og hver sem fram hjá gekk varð að sýna fánanum virðingarmerki. Múhameðtrúarmenn fleygðu sjer flötum á ásjónur sínar, en frönsku liðsforingjarnir höfðu fengið leyfi til þess að heilsa að hermannasið.

    Hinn ógurlegi harðstjóri Mysores, — Haider Ali, hafði hafið sig upp í tígnarsess sinn — úr lægstu stigum; hann var um þessar mundir nær sextugur. Hann var risavaxinn, beinastór, fremur stórskorinn og hálsstuttur; ennið var mikið og ferhyrnt, nefið hátt og bogið, rjettnefnt arnarnef; augun voru stór og hvöss eins og ránfuglsaugu, skein ýmist úr þeim ilskan og fláræðið eða þau tindruðu ógnandi og grimdarleg að þeim er viðstaddir voru.

    Sat hann nú á legubekk sínum, klæddur dýrmætum austurlandabúningi og studdi hönd undir kinn. Frammi fyrir honum sat liðsforingi einn, á lægra sæti og var höfðinginn að hlusta á skýrslu hans.

    Liðsforinginn var franskur, de Breville að nafni. Stöðu hans í hernum myndu menn nú á dögum helst nefna formensku í herforingjaráði.

    Herra de Breville var í eins konar samblandseinkennisbúningi. Mintu klæði hans á hvorttveggja í senn, austurlenskan búning og vesturlensk einkennisföt, við hlið sjer bar hann franskt lagsverð Hann talaði frönsku, skildi og talaði Haider Ali það mál til fullnustu.

    — Yðar hátign má ekki láta dragast að ráðast á Englendingana. — Þeir standa illa að vígi sem stendur og með því að sigra þá mynduð þjer fyrir fult og alt geta ráðið niðurlögum þeirra hjer á Indlandi, sagði herra de Breville.

    Haider Ali sat um stund hugsandi og þegjandi, svo sagði hann:

    — Það má vel vera að Englendingar sjeu færri talsins en við, en þar á móti hafa þeir virkið og skotgarðanna og þegar þess er gætt, hygg jeg að flestum þyki úrslitin vafasöm og sigurinn torsóttur. Jeg má ekki bíða ósigur í einni einustu orustu, þekki jeg vel land þetta og höfðingja þess, — þeir hata Englendingana og meðan mjer gengur vel eru þeir allir á mínu bandi; — en færi svo að jeg biði, þó ekki væri nema einn einasta ósigur, myndu þeir tafarlaust snúast á sveif með Englendingum aftur. Það er því deginum ljósara, að þegar jeg ræðst á Madras, þá verð jeg að vera viss um að vinna sigur og það er jeg ekki fyr en jeg sje franska flotann kasta akkerum á höfninni.

    De Breville markgreifi virtist í þungu skapi. — Hann reyndi með mælsku að fá Haider Ali til þess að ráðast á borgina; en hinn gamlil þaulvani hershöfðingi, sem annars var allra manna fljótastur að taka ákvörðun, hristi efablandinn höfuðið.

    Markgreifinn hafði enn eigi lokið máli sínu, er hávaði mikill heyrðist úti fyrir.

    Fortjaldið var dregið til hliðar og Tippo Sahib, sonur Haider Alis, kom inn.

    Hann var rúmlega þrítugur að aldri; í vexti og andlitsfalli líktist hann föður sínum; — hann var skrautbúinn mjög, eins og hann, en hann hafði allmikið dökt skegg og andlit hans var að engu leyti eins höfðinglegt og andlit föður hans — þó þeim, eins og áður var sagt, svipaði saman. Lævísi og grimd voru eiginleikar þeir, er mest bar á í svip hans.

    Hann hratt á undan sjer hávöxnum manni í hlekkjum; maður þessi var sólbrendur í andliti, en annars næstum því hvítur á hörund, eins og Norðálfubúi, augu hans voru mjög dökk og klæðnaður hans var hinn sami og þá tíðkaðist í Mysore.

    Tippo Sahib hneigði sig með krosslagðar hendur á brjósti og sagði ákafur:

    — Faðir minn, hjer færi jeg þjer fanga, sem útverðir vorir hafa handtekið skamt frá herbúðunum. Vafalaust er hann einn af njósnurum villutrúarmannanna og virðist mjer rjettast að pína hann til sagna ef hann þegir, eins og hann hefir hingað til gert, skulum við fleygja honum fyrir fílana.

    — Þess gerist ekki þörf, sagði nú fanginn á hreinni Kanarisku; — hann krosslagði hlekkjaðar hendurnar á brjóstinu og hneigði sig næst um því alveg til jarðar. — Þess gerist ekki þörf göfugi herra. Fyrir hinum mikla konungi, sem varpaði drottnurum Widchajungar til jarðar, svo að dýrð hans yfirskyggir jafnvel veldi hinnar víðfrægu Techalukia-ættar og villutrúarmennirnir skjálfa og titra fyrir honum, alt frá Himalya og út til ystu annesja og eyja. Fyrir honum, segi jeg, hefi jeg engin leyndarmál, enda var jeg einmitt á leiðinni til hans, til þess að segja honum alt af ljetta um það er jeg veit.

    Haider Ali hvesti augun á fangannn, sem nú stóð teinrjettur og rólegur frammi fyrir honum.

    — Þú talar tungumál þjóðar minnar, svaraði hann byrstur. — Hver ert þú, og hvaðan kemur pú?

    — Nafn mitt er Samud, herra, svaraði fanginn. Jeg átti heima á takmörkum ríkis píns, í einu af hjeruðum þeim, er hin volduga hönd pín hefir gereytt.

    — Þú ert Múhameðstrúar? spurði Haider Ali, og leiftruðu augu hans æ skærar og grimdarlegar — eins og hann hygðist að horfa inn í instu sálarfylgsni fangans.

    — Það er jeg, voldugi herra, var svarið, og jeg held að mjer sje óhætt að segja, að jeg sje svo einlægur sonur spámannsins, sem unt er að vera. Jeg flýtti mjer hingað til þess að bjóða fram liðveislu mína í hinu heilaga stríði, sem þú hefir hafið. Á leiðinni fjell jeg í hendur Englendinganna, og heimtuðu þeir af mjer upplýsingar um land þitt og þjóð. Mjer var ógnað með pínubekknum, ef jeg segði ekki alt, sem jeg vissi.

    — Og þú svaraðir spurningum þeirra, svaraði Haider Ali, og var hinn grimmilegasti.

    Háðsbros ljek um varir fangans.

    — Víst svaraði jeg þeim, en jeg s agði þeim ekk satt.

    — Og hvað sagðir þú þeim? spurði Haider Ali.

    — Jeg sagði þeim — og það var sjálfur landstjórinn, Warren Hastings, sem spurði mig — að her þinn væri veikur fyrir, að Nizarninn frá Hyderabad ógnaði þjer að baki, þar sem hann að eins á yfirborðinu þættist vinur þinn, að þú hefðir komist svona langt, eingöngu vegna þess, að hjer í Madras væri ekki nógur liðstyrkur til þess a taka á móti þjer. — Jeg ráðlagði þeim að senda allan sinn her til Madras, til þess að heyja við þig úrslitaorustu hjer. — Þessu ráði hafa þeir tekið, og sent sjóleiðis til Madras alt, sem þeir með nokkru móti geta mist af mönnum og fallbyssum. — Þess vegna er nú Kalkútta með öllu varnarlaus, og yrði auðvelt herfang, ef Nabobinn af Aude og aðrir höfðingjar gerðu uppreisn þjer til stuðnings. Liðstyrkur sá, er jeg gat um, er þegar á leiðinni, og það má á hverju augnabliki búast við því, að sjá skipin kasta akkerum á höfninni í Madras.

    — Þá fellur liðstyrkur þessi í hendur franska flotaforingjans, sem er á leiðinni hingað með herflota sinn?

    — Það mun ekki verða, hái herra, svaraði Samud, því að enginn franskur floti er á leið hingað.

    — Ekki á leiðinni hingað, svaraði Haider Ali og rauk upp úr sæti sínu. Og hvers vegna ekki?

    — Hann lýgur, svikarinn, svaraði markgreifinn, sem með naumindum hafði skilið samræðurnar, sem fóru fram á kanarísku. — Flotinn er á leiðinni og kemur hingað bráðum.

    — Nei, hann kemur ekki híngað, svaraði Samud ákveðinn. Jeg sver þjer það við skegg spámannsins að Frakkar hafa samið frið við Englendingana. Jeg heyrði það með mínum eigin eyrum í Kalkútta. Þeir vissu ekki að jeg skil mál þeirra, — sem jeg lærði af móður minni — og jeg skil líka mál Frakkanna, er hún einnig kendi mjer.

    — Samið frið, endurtók Haider Ali og leit illilega til markgreífans. Konungur Frakklands hefir þá svikið mig í trygðum.

    — Ϸað getur ekki átt sjer stað, — sagði markgreifinn.

    — Það getur átt sjer stað, því að það er satt, svaraði Samud og var rödd hans róleg og bar vott um trúnaðarvissu. — Líf mitt er þín eign og þú getur látið fílana tæta mig í sundur, — ef það er ekki satt sem jeg segi þjer.

    Í þessu heyrðist fallbyssuskot í fjarska utan frá sjó.

    — Hvað er uú þetta? spurði Haider Ali, þegar fleiri skot dundu á eftir því fyrsta.

    — Þetta er franski flotinn, svaraði markgreifinn.

    — Nei, það er ekki franski flotinn, — svaraði Samud rólega. Það eru skipin, — sem koma með ensku hermennina og fallbyssurnar frá Kalkútta.

    — Jeg ætla að fullvissa mig um það sjálfur — hvernig í þessu liggur, svaraði Haider Ali.

    Nálægt tjaldi hans hafði verið reistur hár turn úr trjám, til þess að njósna þaðan um athafnir óvinanna. Þar uppi hafði verið komið fyrir langdrægum sjónauka.

    Haider Ali steig nú upp í turninn og horfði lengi út yfir hafið í sjónaukann.

    Skotin frá St. Georgs-virkinu dundu nú hvert á fætur öðru.

    — Þú hafðir rjett að mæla, sagði hann við fangann og var nú næst um því vingjarnlegur. Skipin þarna úti hafa þegar dregið enska fánann við hún — Fyrsta skýrsla þín var heppileg, því að ef jeg hefði ekki sjálfur aðgætt þetta, þá hefði verið hægt að koma mjer til þess að álíta að þetta væri franski flotinn; myndi jeg þá hafa lagt til orustu og að öllum líkindum beðið ósigur.

    — Það hefði verið þjer hin mesta ógæfa, virðulegi herra — þjer og hinu heilaga málefni, svaraði Samud.

    Haider Ali steig nú niður úr turninum og snjeri til tjalds síns.

    Hann tók sjer sæti á legubekknum og ljet brúnir síga. — Samud, sagði hann, þú segir satt; en þegar þjer var kunnugt að franski konungurinn hafði svikið mig og að enginn franskur floti myndi koma til Madras, hvernig stóð þá á því að þú rjeðir þeim til þess að senda herlið þangað, til þess að torvelda mjer að vinna borgina og vígið. — Hefir þú ekki með þessu gerst tvöfaldur svikari við mig og málefni mitt?

    — Ef jeg hefði svikið þig, hái herra, þá hefði mjer verið auðvelt að dylja sannleikann fyrir þjer. — Hlustaðu á mig og þú munt sannfærast um að jeg hafi breytt rjett. Höfuð hinna ensku yfirráða er ekki hjer, heldur í Kalkútta og það er þar sem á að kollvarpa þeim. — Þegar nú Englendingar eru búnir að senda alt sitt lið til Madras, eru þeir varnarlausir í Kalkútta; — ef að höfðingjarnir á Himalyasljettunni og Maharattarnir væru fáanlegir til þess að varpa okinu af sjer og ef Moguliun og Delhi tæki þátt í ófriðnum — og það verður, ef þú vilt bíða enn um stund — þá verður lítið um mótstöðu af hálfu Englendinga. Aftur á móti gæti verið hættulegt að ráðast á hinar vel víggirtu stöðvar hjerna — jafnvel þó liðsaukinn hefði ekki komið — og eigi hefði verið um sigur að ræða, nema franskur floti hefði komið til aðstoðar. Ef þú heldur kyrru fyrir, þá verður hjálparsveitin aðeins til þyngsla og eykur á vandræði borgarbúa, þar sem þú getur hæglega einangrað borgina og bannað allan aðflutning vista þangað. — Þú þarft ekki annað en sitja um borgina þangað til hún gefst upp. —

    Haider Ali hafði hvað eftir annað kinkað kolli samþykkjandi. Jafnvel Tippo Sahib virtist gefa orðum fangans meiri gaum en áður.

    — Þessi maður, sem kemur úr langferð og ekki þekti aðstæður vorar hjer, dæmir eins og jeg, — sagði Haider Ali til markgreifans — Mjer er því eigi unt að finna nokkur svik hjá honum. — Þú hefir staðist fyrstu raun þína, hjelt bann áfram og snjeri máli sínu til fangans. Þú sagðir mjer satt og ráð þitt var gott. Jeg ætla að sýna þjer traust, taka þig í mína þjónustu og fá þjer í hendur stöðu í lífverði mínum. — Getur þú skrifað?

    — Já, hái herra, jeg kann að skrifa, bæði móðurmál mitt og tungumál villutrúarmannanna.

    — Gott og vel, þú skalt þá vera skrifari minn og búa hjerna rjett hjá tjaldi mínu. Eigi skalt þú þó ímynda þjer, að jeg sýni þjer fullan trúnað, því að svikarinn getur verið nær en nokkurn grunar og þá einkum á ófriðartímum. Meðan þú ert í minni þjónustu — skal farið með þig sem frjálsan mann; en farir þú út fyrir, út af

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1