Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Hraunabræður
Hraunabræður
Hraunabræður
Ebook161 pages2 hours

Hraunabræður

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Hraunbræður á sér stað á bæ milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, sagan fjallar um uppátækjasömu bræðurna Ásgeir og Odd. Þeir koma sér í ýmis ævintýri, fara á sjó og lenda í hremmingum á siglingu til Danmerkur. Ásgeir fellur fyrir ungri og fallegri konu á bæ skammt frá, hún heitir Ingibjörg og þykir vera mikill kvenkostur og því beitir Ásgeir miklum brögðum til að fá hönd hennar. Ingibjörg er róleg en heimakær og harmar að þurfa að flytja burt frá foreldrum sínum. Togstreita skýtur rótum í ástarmálum beggja bræðra og takast þeir á við það saman. Hraunbræður er einskonar þroskasaga bræðra sem fylgja innsæi sínu, finna ástina og koma sér í mikil vandræði þess á milli. En þeir standa alltaf saman og gæta hvers annars sama hvað bjátar á. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateMar 14, 2023
ISBN9788728323434
Hraunabræður

Related to Hraunabræður

Related ebooks

Related categories

Reviews for Hraunabræður

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Hraunabræður - Árni Þorkelsson

    Hraunabræður

    Cover image: Shutterstock, pexels.com, unsplash

    Copyright © 1948, 2023 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728323434

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    1.

    Norðvestan á nesi því hinu mikla, sem er á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, er allbreið vík og upp af henni sveit sú, er Fljót er kölluð. Þetta er sveit ekki allstór, en þó hafa þar löngum verið efnamenn og rausnarbændur enda er sitt stórbýlið hvorum megin víkurinnar, Haganes að vestan, en Hraun að austan. Sveitin snýr mót Íshafinu, og er veturinn þar réttnefndur heimskautsvetur og sumur ekki heit.

    Það eru því ekki frumskógar eða blómstóð, er prýða sveit þessa og auðga bændurna. Að sönnu getur þar orðið grasvöxtur engu minni en annars staðar norðan lands, og er þá yndi að sjá yfir sveitina, einkum í heiðskíru veðri, því að þá lykja engjarnar fagurgrænar um hin miklu stöðuvötn, sem eru til og frá á láglendinu, en í þeim spegla sig hlíðarnar í kring með þokuhnoðrunum, sem hafgolan rekur um fjallabrúnirnar. Er því líkast sem þessir þokuhnoðrar, sem taka á sig margsháttar myndir, syndi inn vötnin með geysi hraða, og dansi fornar vættir á vötnunum. — En þess á milli leikur sólargeislinn sér á smáöldunum, er norðan gráðið reisir. Teygja þær silfurfaldaða kollana upp í geislann, en hann stígur af einum kolli á annan enn léttilegar en Ólafur Tryggvason á árablöðunum.

    Ekki er það kvikfjárræktin, sem hefur reist stórbýlin í Fljótum, enda þó hún hafi lagt sinn stein í þá byggingu. Ekki heldur æðarvarpið, sem er þar töluvert, bæði í hólmum í vötnunum og í nesjum, sem inn í þau ganga.

    Heldur er það sjórinn, — þetta afarstóra og auðuga forðabúr Íslands, sem hefur auðgað Fljótamenn. Það væri líka synd að segja, að þeir þekktu ekki Ægi gamla, og þó að hann taki ekki öllum eins og Ásum forðum, þá fyrtir hann ekki Fljótamenn. Þeir raula því oft stöku Breiðfjörðs:

    Ég er eins og veröld vill

    velta, kátur, hljóður, —

    þegar við mig er hún ill,

    ekki er ég heldur góður.

    Eins og nærri má geta, í viðskiptum Ægis og Fljótamanna hafa ýmsir borið hærri hlut. Margur hraustur drengur hefur fengið kalda sæng í votum bárum, og mörg grátandi ekkja hefur orðið að hugga föðurlaus börn bæði mörg og ung. En þrátt fyrir það munu Fljótamenn hafa borið mikið úr býtum, og hefur Ægir oft mátt segja: enginn má við margnum.

    2.

    Nálægt aldamótunum bjó að Hraunum bóndi sá, er Stefán hét Ólafsson, Önundarsonar hins gamla. Hann var gildur bóndi og vel látinn af öllum, sem til hans þekktu; dugnaðarmaður var hann og kallaður sjómaður í bezta lagi. Það hafði líka verið vani hans að fara á vetrum á fiskibát sínum 6—9 mílur undan landi í hákarlaveiðar. Sögðu hásetar, að aldrei væri hann glaðari en þegar hann sigldi til lands með hlaðinn bát í grenjandi hríð, svo að varla sá út fyrir keipana. Vildi það aldrei til, að hann villtist, enda hafði hann einhverju sinni sagt, að sér væri sama hvort hann sigldi framan af Fljótamiðum í kafalds byl, eða hann gengi innan um Hraunabæ.

    Stefán var maður kvongaður, og hét kona hans Ásdís. Hún var góð kona og gæflynd. Ϸau hjón áttu tvo sonu barna. Hétu þeir Ásgeir og Oddur. Ásgeir var þeirra eldri. Báðir voru þeir efnilegir, en þó ólíkir að skapferli. Ásgeir var maður hæglátur, en þrár og þybbinn. Sá þess lítinn vott, hvort honum þótti betur eða verr og það þegar í æsku.

    Oddur var gleðimaður mikill og gefinn mjög fyrir skemmtanir. Þó var hann ötull, ef hann gekk að starfi, en nennti misjafnt, eins og sagt var um Gretti forðum. Vel fór á með þeim bræðrum, en ekki voru þeir jafn vinsælir í heimili. Átti Oddur oft í skærum við heimamenn. Lét hann illt úti, enda tók oft illt inn. Báðir voru þeir vaxnir menn, er saga þessi hefst.

    3.

    Í Siglufirði á bæ þeim, er Höfn heitir, bjó um þessar mundir bóndi sá, er Sigtryggur hét Jónsson, ættaður að austan. Hann var hreppstjóri þeirra Siglfirðinganna. Kona hans hét Guðbjörg, góð kona og göfuglynd.

    Þau hjón höfðu flutt sig þangað austan og voru þá nýgift. Byrjuðu þau búnað í Höfn við lítil efni, en áttu nú gott bú og svo jörðina. Þau áttu margt barna, en ekki koma nema þrjú við þessa sögu: sonur þeirra, er Steinn hét, og dætur tvær, Ingibjörg og Sigríður. Þau voru öll fulltíða um þetta skeið. Þótti Steinn gott mannsefni, en um Ingibjörgu var það einmæli, að hún væri hinn bezti kvenkostur þar í sveit, og þó lengra væri leitað. Ekki var það svo mjög vegna fegurðar, þó að allir hlytu að játa, að ennið væri hátt og hvelft, augun fögur, nefið beint, munnurinn nettur og brjóstin mikil og sælleg, þá þótti hárið heldur þunnt og limaburður og látbragð heldur fjörlítið eftir því sem hæfa þótti konum á þeim aldri. Ϸað var því einkum göfug sál og tápmikil mótstaða gegn spilltum aldaranda, er vakti eftirtekt og aðdáun manna á henni. Því var það, að ungu piltarnir leituðu hylli hennar. Hafði hún fengið þrjá biðla á 18. árinu. En foreldrar hennar svöruðu öllum eins, að slíkt væri of snemma upp borið. Þetta gjörði hlé á bónorðunum, en um tvítugs-aldurinn byrjuðu þau aftur með auknum krafti. Þá vísuðu foreldrarnir til hennar sjálfrar. Ekki varð árangurinn meiri fyrir það, því að hún fann jafnan einhvern þann galla á sjálfri sér, að slíkt væri óhugsandi. Svo virtist sem hún ætíð hefði lögmætar undanþágur fyrir sig að bera, því að engin skildi við hana í gremju eða lagði fyrir hana óbænir, sem stundum ber þó við, þegar svo á stendur.

    Ekki fór heldur fyrir henni eins og í munnmælasögunum er sagt um konungadætur, sem neituðu vænum konungasonum, en biðu þá risa og annarra óskapnaða, þó að nærri lægi, eins og síðar mun sagt verða.

    4.

    Nú víkur sögunni aftur þangað, sem þeir Hraunabræður eru fullvaxnir menn, að mörgu ólíkir því, sem þeir voru á æskuárunum. Þó eru lundareinkennin enn hin sömu. Ásgeir er hægur og hógvær og líkar hverjum manni vel við hann, en þrár er hann og þrautgóður. Kemur það einkum fram á sjónum, enda hefur hann oftar en einusinni tekið við stýri af föður sínum, sem nú gjörist gamall. Fer honum það vel og liðmannlega. Oddur hefur líka þroskazt og tekið framförum í skóla mannlífsins. Hann er vel hagur maður, bæði á tré og járn, enda allgóður sjóliði, en fremur kjarklítill í mannraunum. En með því að í skóla þeim, er menntaði þá bræður, er fleira kennt en gagnfræði og vísindi, þá hafði hann líka lært að bergja á ýmsu áfengi ásamt mörgum miður völdum lagsbræðrum. Sló þá oft í deilur og ryskingar. Skyldi hann sjaldan svo við drykkjubræður sína, að hann hefði ekki látið úti og tekið inn eitt eða fleiri „kjaftshögg". En þannig kölluðu þeir félagar hvert það högg, er hitti höfuðið. Kom hann svo oft úr því slarki, að föt hans voru meira eða minna rifin. En engin vinbrigði leiddi af því, og voru þeir félagar jafn-sáttir á næsta fundi, enda bar þá Bakkus sáttarorð á milli, þó að ekki entist vel. Foreldrar Odds og svo Ásgeir leiddu honum oft fyrir sjónir, hversu breytni þessi væri ósæmileg. En ekki tjáði það neitt. Ϸó tók hann áminningum móður sinnar oft vel. En jafnan sótti þó í sama horfið. Að lokum varð hann svo leiður af kenningum þessum, að hann afréð að fara til Siglufjarðar. Var hann þar lausamaður og hélt sér uppi á smíðum og róðrum, en stundum var hann í kaupstaðarvinnu.

    Skrykkjótt gekk þó með atvinnuna, því að Bakkus vildi vera í og með. Voru það engin undur, þar sem Oddur bjó svo nærri hofi hans. Ekki leið á löngu, áður Oddur kynntist Hafnarfólkinu. Sigtryggur hreppstjóri var ekki hagur, en hafði bú mikið og þurfti ýmist að láta gera að búshlutum eða smíða aðra nýja. Honum þótti því mjög hentugt að grípa til Odds, sem var á næstu grösum og hafði enga fasta atvinnu. Oddur var því oft heima í Höfn. Fór honum þá sem fleirum, að honum geðjaðist vel að Ingibjörgu, en ekki lét hann mjög á því bera. Ekki leið þó á löngu, áður en menn tækju eftir því, að Oddur hafnaði víni þá daga, sem hann ætlaði að vinna í Höfn, enda líkaði öllum vel við hann þar á bæ og ekki sízt Ingibjörgu, er hafði heyrt ýmislegt misjafnt af honum, en virtist hann nú koma vel fram í hvívetna. Hélt hún, að öfund yfir hinum miklu verklegu hæfileikum, er Oddur óneitanlega hafði fram yfir aðra unga menn, mundi eiga sinn venjulega þátt í kala þeim, er margir báru til hans. Hún var því, — sér sjálfri óafvitandi, — öllu hlýrri í orði við hann heldur en aðra heimamenn, jafnvel þó að hún væri ljúf í umgengni við alla, er hún hafði nokkur afskipti af. Í hjarta hennar bjó svipuð tilfinning, þegar hún sá Odd eða hugsaði til hans, þeirri, er vér köllum meðaumkun. En ást var það öldungis ekki.

    Þannig leið fram að jólaföstugangi. Oddur var annað veifið í Höfn, og leiddi af því, að miklu minna kvað að drykkjuslarki hans. Um jólaföstugang falaði Sigtryggur bóndi af honum að smíða fyrir sig vefstól, því að Steinn hafði lært að vefa hinn fyrri vetur, og skyldi nú um miðsvetrarskeið byrja á því verki þar heima. Oddur lofaði því, og með því að þá var orðið fiskilaust í Siglufirði, þá tók hann strax til smíða og til þess að nota tímann sem bezt, svaf hann heima í Höfn.

    Það voru nú engin undur, þó að Oddur fyndi hér mun á ævi sinni og því er áður var. Nú umgengust allir hann með virðingu og jafnvel vináttu, en því átti hann ekki að venjast hin síðustu missirin.

    Oddur var í tólf daga að vefstólssmíðinni, og var ekki trútt, að hann kviði fyrir að fara burtu. Er ekki því að leyna, að það var Ingibjörg, er honum þótti þyngst að skilja við. Hún var svo andrík og sögð svo góð. En í hverju voru þau gæði innifalin? Ϸað vissi hann ekki, enda eyddi hann engum tíma til að íhuga það. Ϸað gladdi hann því ekki lítið, er bóndi bað hann enn að ílengjast þar og smíða fyrir sig nýjan bát, en ekki lét hann á því bera, og mátti þó segja, að það væri happ að fá þannig atvinnu yfir skammdegið.

    5.

    Nú leið fram um jól, og bar ekkert til tíðinda. Oddur var heima í Höfn og smakkaði ekki vín, enda var vín ekki á borði hjá Sigtryggi bónda, jafnvel ekki á jólanóttina. Þó var það venja hans að gjöra sig glaðan af púnsi á gamlaárskvöld, og var þá veitt þeim, er vildu. Ϸað voru því engin venjubrigði, þó að púns væri nú drukkið í Höfn á gamlaárskvöld. Líkaði Oddi það afbragðs vel, og gat hann um sjálfan sig sagt, eins og Halli sagði um Þjóðólf, að hann hefði sinn hlut óskertan. En ekki bar neitt á geðsmunum hans fyrir það, enda voru nú ekki hinir fornu félagar hans við höndina til að espa hann. Lék hann nú við hvern sinn fingur, svo að bónda og öðru heimafólki var unun að, enda var hann fyndinn og orðheppinn, þegar vel lá á honum.

    Þessu gekk langt á nótt fram. En er hátta skyldi, gekk Ingibjörg út til þess að taka inn þvotta, því að þerrir hafði verið um daginn og á vökunni. Oddur gekk líka fram, en litlu síðar. Sér hann þá, hvar kona gengur inn í skála, er var á hægri hönd, er gengið var inn bæjardyr. Þykist hann sjá, að það sé Ingibjörg. Kemur honum þá í hug, að nú bjóðist ágætt færi til að biðja hennar. En með því að vínið hafði gert hann öran, þá lét hann engin heilabrot eða athugasemdir tefja sig, heldur hugsaði til máltækisins: „geymdu það ekki til morguns, sem þú getur gjört í dag. Hann vindur sér nú í skáladyrnar og segir: „Hér er þó komandi, þar sem ljósin eru tvö, og mun mér ætlað hið bjartara.

    Þetta kom Ingibjörgu nokkuð óviðbúið. En með því hún hélt, að Oddur væri svo drukkinn, að honum sýndist eitt ljós vera tvö, þá segir hún: „Eg sé reyndar ekki nema eitt ljós, en það geturðu fengið, ef þú þarft".

    „Eg ætla að fá það, því að ekki uni eg nú lengur í myrkrinu".

    „Var ekki ljós

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1