Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

K fyrir Klara 6-10
K fyrir Klara 6-10
K fyrir Klara 6-10
Ebook89 pages1 hour

K fyrir Klara 6-10

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

K fyrir Klara fjalla um vináttuna, skólann og það að verða eldri. Þær mæta lesandanum í veruleika hans.K fyrir Klara 6 - Þetta kallar á stríð!"Klara, Rósa og Júlía ætla allar saman í hárgreiðsluleik á frístundaheimilinu eftir skóla. Strákarnir ætla að fara í stríðsleik. Þegar Klara verður spennt fyrir því að vera með í stríðsleiknum verða stelpurnar leiðar og togstreita myndast um það hver fær að ráða leiknum." K fyrir Klara 7 - Ég finn til með þér"Rósa er nýbúin að fá kanínu sem heitir Nínus. Klöru finnst hún svo krúttleg og biður kanínu um í afmælisgjöf frá foreldrum sínum. Þegar pabbi hennar missir vinnuna byrja foreldrar hennar að rífast örlítið og Klara verður hrædd um að þau muni skilja." K fyrir Klara 8 - Nýja frístundaheimilið"Klara, Júlía og Rósa eru að byrja á nýju frístundaheimili; þangað sem stóru krakkarnir fara. Klara er bæði kvíðin og spennt. Fyrstu dagarnir eru viðburðarríkir þar sem Klara lendir í óhappi á trampólíni fyrir framan Frey, sem er í fimmta bekk, og er seinna meir sökuð um að vera hjólabrettaþjófur." K fyrir Klara 9 - Skólaferðalagið"Klara, Rósa og Júlía eru á leið í fimm daga skólaferðalag. Rósa situr ein í rútunni á leiðinni og fer að gráta vegna þess að hún er bílveik. Klara og Júlía skemmta sér konunglega alla ferðina. Rósa er ekki eins glöð og vinkonurnar skilja ekkert hvað hefur komið fyrir." K fyrir Klara 10 - Stjörnustelpan "Það er verið að setja upp leikrit á frístundaheimilinu. Júlíu langar til þess að leika aðalhlutverkið, Stjörnustelpuna. Klara segir að hún muni vera ánægð með aukahlutverk sem Tunglskinsdrottningin. Þegar aðalhlutverkin eru gefin til Klöru og Freys breytist allt." -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateApr 6, 2022
ISBN9788728194393

Read more from Line Kyed Knudsen

Related to K fyrir Klara 6-10

Titles in the series (24)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for K fyrir Klara 6-10

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    K fyrir Klara 6-10 - Line Kyed Knudsen

    K fyrir Klara 6-10

    Translated by Hilda Birgisdóttir

    Original title: K for Kara

    Original language: Danish

    Copyright © 2014, 2022 Line Kyed Knudsen and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728194393

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    K fyrir Klara 6-10

    K fyrir Klara - 6

    Þetta kallar á stríð!

    Klara

    Uppáhaldslitur: Ljósblár

    Uppáhaldsmatur: Lasanja

    Uppáhaldsfag: Listir

    Elskar að lesa

    Rósa

    Uppáhaldslitur: Bleikur

    Uppáhaldsmatur: Pítsa

    Uppáhaldsfag: Leikfimi

    Elskar að versla

    Júlía

    Uppáhaldslitur: Gulur

    Uppáhaldsmatur: Tortillur

    Uppáhaldsfag: Tónlist

    Elskar stráka

    Hárgreiðsluleikur

    Klara er nýbúin í skólanum. Sólin skín skært og fuglarnir syngja. Klara setur vetrarúlpuna sína í körfuna á hjólinu. Það er of heitt til að vera í úlpunni. Júlía fer líka úr úlpunni sinni. Þær eru að flýta sér. Þær ætla í hárgreiðsluleik á frístundaheimilinu. Júlía eignaðist sléttujárn sem er líka hægt að krulla hárið með. Rósa getur ekki verið með þeim því hún er ekki í skólanum í dag.

    Strákarnir taka fram úr þeim á leiðinni á frístundaheimilið.

    Hæ, stelpur! Hrópar Benjamín og rekst næstum því á Klöru.

    Hver vill koma í stríðsleik?! hrópar Lúkas og þeysist fram hjá þeim.

    Passaðu þig! hrópar Júlía og hjólið hennar rennur til.

    Stríð! æpir Benjamín og klingir bjöllunni.

    Þið eruð svo barnalegir! kallar Júlía.

    Klara gáir að strákunum. Hana hálflangar í stríðsleik. Það er eins og að fara í hlutverkaleik með búningum og heimagerðum vopnum. Strákarnir fara í stríðsleik á hverjum degi í frístundinni.

    Þegar þær koma á frístundaheimilið eru strákarnir byrjaðir að leika sér. Þeir eru í skikkjum og berjast með sverðum.

    Hvort lið hefur sinn eigin helli þar sem þau leita skjóls. Annar hellirinn er á bak við runnana við grindverkið. Hinn hellirinn var smíðaður á milli tveggja hárra trjáa á leikvellinum.

    Klara stendur hugsi hjá hjólinu sínu. Hún sér að Lúkas er að fela sig á bak við dúkkuhúsið. Það glampar á sverðið hans í sólinni.

    Benjamín kemur til hennar. Viltu leika? spyr hann.

    Já, mig langar til þess, segir Klara glöð. Eitt augnablik finnst henni hún sjá skólalóðina í nýju ljósi. Eins og landslagið sé allt orðið svo gamaldags. Skýin á himninum eru allt í einu orðin eins og stór dreki sem er í þann veginn að fara að spúa eldi. Ef hún væri að leika sér myndi hún skjóta ör beint í hjartað á drekanum.

    En ég er ekki með neitt vopn, segir hún.

    Þú getur búið þér til vopn á verkstæðinu. Það eru til spýtur þar, segir Benjamín og hleypur aftur að hellinum á bak við runnana.

    Klara! hrópar Júlía. Hún hangir út um gluggann og veifar hárburstanum sínum,

    Klara flýtir sér inn. Hún hendir úlpunni sinni og bakpokanum sínum inn í skápinn og fer til Júlíu.

    Júlía er að búa til hárgreiðslustofu með stólum og speglum. Klöru langar ekki að vera inni. Hún getur ekki hætt að horfa á strákana. Það er svo spennandi. Þeir hafa alveg gleymt sér í bardaganum.

    Malla hleypur til þeirra. Sjáið vopnið mitt! segir hún kát og sýnir þeim heimatilbúinn hníf úr tré. Gráu límbandi hefur verið vafið um handfangið. Ég er að fara í stríðsleik!

    En æðislegt… Klara ætlar að fara að segja að sig langi líka til að búa sér til vopn en Júlía grípur fram í fyrir henni.

    Ég trúi ekki að þig langi í stríðsleik, Malla. Hún dæsir og byrjar að greiða Klöru.

    Malla svarar ekki. Þess í stað hleypur hún út til strákanna.

    Klara þorir ekki að segja Júlíu að sig langi líka í stríðsleik.

    Mikið ertu fín, segir Júlía og liðar hárið á Klöru. Klara hristir höfuðið og finnur hvernig lokkarnir skoppa.

    Nú er röðin komin að mér! Júlía fær sér sæti. Ég vil láta slétta á mér hárið, segir hún.

    Klara kinkar kolli. Henni finnst sléttujárnið mjög þungt.

    Ég þarf að pissa, segir hún og leggur frá sér járnið.

    Allt í lagi, segir Júlía og situr kyrr.

    Klara fer inn á snyrtinguna. Hún andvarpar. Hana langar ekki að vera í hárgreiðsluleik. Henni finnst það svo leiðinlegt.

    Verkstæðið

    Þegar hún opnar dyrnar fram á ganginn er Benjamín þar.

    Ertu búin að smíða þér vopn? spyr hann.

    Ekki enn þá, segir Klara og verður óvart litið á verkstæðið. Hana langar að búa til mjög flott vopn. Kannski boga og nokkrar örvar með sogskálum á endanum. Pétur gæti hjálpað henni. Hann er kennari og getur smíðað allt úr tré.

    Klara fer inn á verkstæðið. Pétur er að hjálpa Stóra-Andrési að saga út fyrir kassa.

    Hæ, Klara, segir Pétur.

    Hæ, segir Klara niðurlút.

    Stóri-Andrés horfir á hana og hlær. Hann fálmar við kassann sinn. Klara sér að hann er fullur af einhverju dóti.

    Langar þig að smíða eitthvað úr tré? spyr Pétur. Andrés er að búa til sjúkrakassa fyrir stríðið.

    Ég er græðari, segir Andrés.

    Mig langar að búa til boga og örvar, missir Klara út úr sér.

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1